Fyrir bestu Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 15. janúar 2011 12:25 Ekki er nema von að fólk furði sig á flestu sem fram hefur komið í máli hjónanna og sonar þeirra sem bíða þess á Indlandi að komast heim til Íslands. Fjórar vikur eru síðan Fréttablaðið flutti fyrstu fréttir af málinu. Þá var að skilja að vandinn væri sá að íslensk stjórnvöld viðurkenndu ekki drenginn sem íslenskan ríkisborgara. Daginn sem fréttin birtist samþykkti Alþingi að veita honum slíkan rétt en enn er fjölskyldan ytra. Ekki er með öllu gott að segja til um hvort hrein og klár stjórnsýsluleg málefni ráði þeirri stöðu sem uppi er í málinu eða hvort pólitísk sjónarmið stjórni för. Að sönnu er grundvallaratriðið - staðgöngumæðrun - umdeilt og vandmeðfarið. Og upprifjun á afstöðu aðstoðarmanns ráðherrans til málefnisins, sem fram kom í blaðagrein fyrir fjórum árum, var ekki til að draga úr efasemdum og jafnvel ásökunum um að seinagangurinn væri vegna skoðana. Því verður hins vegar ekki trúað að svo sé. Því verður ekki trúað að ráðherrar og embættismenn láti stjórnast af öðru en lögum og reglum í máli sem þessu, hvað sem skoðunum þeirra eða aðstoðarmanna líður. Innanríkisráðherrann fullyrti enda í Fréttablaðinu í gær að málið hefði ekki strandað í ráðuneyti hans heldur í "indverskri stjórnsýslu". Hér á landi er ekki rík þekking á innviðum indverskrar stjórnsýslu og fáir hafa af henni reynslu. Það væri helst að forseti lýðveldisins vissi eitthvað um það gangverk. Kannski hann ætti að beita sér í málinu. Hann hefur jú lagt Íslendingum lið á erlendum vettvangi í embættistíð sinni. Annað sem innanríkisráðherrann sagði í gær og vekur vonir um að úr málinu leysist var að ráðuneytið legði mjög ríka áherslu á að barnið kæmist til Íslands sem allra fyrst. Þarna glitti í það húmaníska hjartalag ráðherrans sem landsmenn þekkja svo vel. Í gegnum sína pólitík og verkalýðsbaráttu hefur hann ekki mátt neitt aumt sjá. Sendiherra Indlands í Reykjavík sagði það sama. Raunar stendur hann í þeirri trú að málið leysist hið fyrsta. Ekki kom þó fram - sem er lykilatriði - hvaða skilning ráðherrann og sendiherrann leggja í orðin "allra fyrst" og "hið fyrsta". Þetta mál er snúið í alla staði. Ljóst er að hjónin héldu utan án þess að hafa vissu fyrir því hver nákvæm framvinda yrði. Þeim mátti vera ljóst að þau voru að taka talsverða áhættu og að þau ættu talsvert undir málshraða stjórnkerfa Íslands og Indlands. Við bættist full vitneskja um ólögmæti staðgöngumæðrunar á Íslandi. Hvað sem því líður standa stjórnvöld í löndunum tveimur frammi fyrir orðnum hlut. Þeirra er að búa svo um hnúta að fjölskyldan geti komist til síns heima. Sem allra fyrst. Í þeim orðum felst að hjónin geti stigið upp í flugvél á Indlandi með litla drenginn sinn innan örfárra daga. Sé ekki öðru til að dreifa eru orð umboðsmanns barna í Fréttablaðinu í gær leiðarvísir íslenskra stjórnvalda í málinu. "Barnið er íslenskur ríkisborgari og íslenska ríkið er bundið af barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ríkinu ber að gera það sem barninu er fyrir bestu," sagði umboðsmaður. Því er fyrir bestu að komast til Íslands og það strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ekki er nema von að fólk furði sig á flestu sem fram hefur komið í máli hjónanna og sonar þeirra sem bíða þess á Indlandi að komast heim til Íslands. Fjórar vikur eru síðan Fréttablaðið flutti fyrstu fréttir af málinu. Þá var að skilja að vandinn væri sá að íslensk stjórnvöld viðurkenndu ekki drenginn sem íslenskan ríkisborgara. Daginn sem fréttin birtist samþykkti Alþingi að veita honum slíkan rétt en enn er fjölskyldan ytra. Ekki er með öllu gott að segja til um hvort hrein og klár stjórnsýsluleg málefni ráði þeirri stöðu sem uppi er í málinu eða hvort pólitísk sjónarmið stjórni för. Að sönnu er grundvallaratriðið - staðgöngumæðrun - umdeilt og vandmeðfarið. Og upprifjun á afstöðu aðstoðarmanns ráðherrans til málefnisins, sem fram kom í blaðagrein fyrir fjórum árum, var ekki til að draga úr efasemdum og jafnvel ásökunum um að seinagangurinn væri vegna skoðana. Því verður hins vegar ekki trúað að svo sé. Því verður ekki trúað að ráðherrar og embættismenn láti stjórnast af öðru en lögum og reglum í máli sem þessu, hvað sem skoðunum þeirra eða aðstoðarmanna líður. Innanríkisráðherrann fullyrti enda í Fréttablaðinu í gær að málið hefði ekki strandað í ráðuneyti hans heldur í "indverskri stjórnsýslu". Hér á landi er ekki rík þekking á innviðum indverskrar stjórnsýslu og fáir hafa af henni reynslu. Það væri helst að forseti lýðveldisins vissi eitthvað um það gangverk. Kannski hann ætti að beita sér í málinu. Hann hefur jú lagt Íslendingum lið á erlendum vettvangi í embættistíð sinni. Annað sem innanríkisráðherrann sagði í gær og vekur vonir um að úr málinu leysist var að ráðuneytið legði mjög ríka áherslu á að barnið kæmist til Íslands sem allra fyrst. Þarna glitti í það húmaníska hjartalag ráðherrans sem landsmenn þekkja svo vel. Í gegnum sína pólitík og verkalýðsbaráttu hefur hann ekki mátt neitt aumt sjá. Sendiherra Indlands í Reykjavík sagði það sama. Raunar stendur hann í þeirri trú að málið leysist hið fyrsta. Ekki kom þó fram - sem er lykilatriði - hvaða skilning ráðherrann og sendiherrann leggja í orðin "allra fyrst" og "hið fyrsta". Þetta mál er snúið í alla staði. Ljóst er að hjónin héldu utan án þess að hafa vissu fyrir því hver nákvæm framvinda yrði. Þeim mátti vera ljóst að þau voru að taka talsverða áhættu og að þau ættu talsvert undir málshraða stjórnkerfa Íslands og Indlands. Við bættist full vitneskja um ólögmæti staðgöngumæðrunar á Íslandi. Hvað sem því líður standa stjórnvöld í löndunum tveimur frammi fyrir orðnum hlut. Þeirra er að búa svo um hnúta að fjölskyldan geti komist til síns heima. Sem allra fyrst. Í þeim orðum felst að hjónin geti stigið upp í flugvél á Indlandi með litla drenginn sinn innan örfárra daga. Sé ekki öðru til að dreifa eru orð umboðsmanns barna í Fréttablaðinu í gær leiðarvísir íslenskra stjórnvalda í málinu. "Barnið er íslenskur ríkisborgari og íslenska ríkið er bundið af barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ríkinu ber að gera það sem barninu er fyrir bestu," sagði umboðsmaður. Því er fyrir bestu að komast til Íslands og það strax.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun