Frumvarp Snæbjörn Ragnarsson skrifar 29. janúar 2011 06:00 Ég get ekki orða bundist lengur. Baráttumál kvenna eru í ólestri og ég, sem sanngjarn og vel gefinn karlmaður, segi að nú sé nóg komið. Því set ég hér fram tvær tillögur sem ættu að komast til framkvæmda og myndu, að ég tel, rétta hlut kvenna stórkostlega þegar kemur að því að tryggja þeim það sem þeim ber.Laun Hver einasta kona ætti að hafa sama rétt til launa og önnur kona í sambærilegu starfi. Þess vegna legg ég til að mið verði tekið af meðallaunum karla í hverju starfi fyrir sig og allar konur eigi rétt á sanngjörnu hlutfalli af þeirri upphæð. Þannig fái þær 80% af launum karlmanna, að því gefnu að þær séu að öllu leyti jafn hæfar til starfans og þeir. Ekkert óþarfa hringl, slíkt skapar óvissu og kergju.Ofbeldi Vitanlega er hættulegt að ætla að skipta sér of mikið af heimilisofbeldi, þar skyldu reglur um friðhelgi einkalífsins ráða för. Hverjum karlmanni á að vera frjálst að misnota konu sína, dætur eða önnur skyldmenni eins og honum finnst sjálfum best. Þegar kemur að óreglulegu ofbeldi gagnvart konum þarf hins vegar skýrari línur. Þannig þarf að tryggja að ein af hverjum þremur konum geti átt von á því að verða fyrir kynferðislegri misnotkun á lífsleiðinni. Þá telst æskilegt að 20% kvenna verði fyrir slíkri reynslu fyrir 18 ára aldur. Ekki má gleyma að þetta styður hvort við annað því kona sem hefur orðið fyrir slíkri reynslu hefur skert sjálfsmat og er ólíkleg til þess að heimta hærri laun en henni ber. Það er ósk mín að þetta komist til framkvæmda og að þú, lesandi góður, styðjir við þær aðgerðir. Þetta er eingöngu gert til að tryggja konum það til framtíðar sem þær búa við nú þegar og flest okkar höfum þegar samþykkt, þögn er jú það sama og samþykki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki orða bundist lengur. Baráttumál kvenna eru í ólestri og ég, sem sanngjarn og vel gefinn karlmaður, segi að nú sé nóg komið. Því set ég hér fram tvær tillögur sem ættu að komast til framkvæmda og myndu, að ég tel, rétta hlut kvenna stórkostlega þegar kemur að því að tryggja þeim það sem þeim ber.Laun Hver einasta kona ætti að hafa sama rétt til launa og önnur kona í sambærilegu starfi. Þess vegna legg ég til að mið verði tekið af meðallaunum karla í hverju starfi fyrir sig og allar konur eigi rétt á sanngjörnu hlutfalli af þeirri upphæð. Þannig fái þær 80% af launum karlmanna, að því gefnu að þær séu að öllu leyti jafn hæfar til starfans og þeir. Ekkert óþarfa hringl, slíkt skapar óvissu og kergju.Ofbeldi Vitanlega er hættulegt að ætla að skipta sér of mikið af heimilisofbeldi, þar skyldu reglur um friðhelgi einkalífsins ráða för. Hverjum karlmanni á að vera frjálst að misnota konu sína, dætur eða önnur skyldmenni eins og honum finnst sjálfum best. Þegar kemur að óreglulegu ofbeldi gagnvart konum þarf hins vegar skýrari línur. Þannig þarf að tryggja að ein af hverjum þremur konum geti átt von á því að verða fyrir kynferðislegri misnotkun á lífsleiðinni. Þá telst æskilegt að 20% kvenna verði fyrir slíkri reynslu fyrir 18 ára aldur. Ekki má gleyma að þetta styður hvort við annað því kona sem hefur orðið fyrir slíkri reynslu hefur skert sjálfsmat og er ólíkleg til þess að heimta hærri laun en henni ber. Það er ósk mín að þetta komist til framkvæmda og að þú, lesandi góður, styðjir við þær aðgerðir. Þetta er eingöngu gert til að tryggja konum það til framtíðar sem þær búa við nú þegar og flest okkar höfum þegar samþykkt, þögn er jú það sama og samþykki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar