Samstaða um skýrar reglur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. febrúar 2011 08:00 Jákvæð afleiðing af því að forseti Íslands hefur í þrígang synjað lögum frá Alþingi staðfestingar, er að þverpólitísk samstaða virðist hafa myndazt um að breyta 26. grein stjórnarskrárinnar og setja í staðinn skýrar reglur um það hvenær eigi að bera mál undir þjóðina. Í núverandi mynd (og núverandi túlkun forseta Íslands) býður 26. greinin upp á einu leiðina samkvæmt stjórnskipaninni til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál; að forseti synji lögum staðfestingar og skjóti málinu til þjóðarinnar. Vandinn við þessa leið er að það hvort efnt er til atkvæðagreiðslu eða ekki er háð persónulegu mati forsetans. Eðli málsins samkvæmt fer því allt upp í loft þegar forsetinn nýtir synjunarréttinn. Synjanir Ólafs Ragnars Grímssonar hafa verið umdeildar. Nú þegar hann hefur lífgað það sem hann taldi einu sinni dauðan bókstaf hefur - að óbreyttri stjórnarskrá - verið opnað fyrir þann möguleika að einn daginn eignumst við forseta með enn persónulegri sýn á það hvenær skuli grípa fram fyrir hendurnar á Alþingi og vísa málum í dóm þjóðarinnar. Allt frá því að forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar sumarið 2004 hefur Sjálfstæðisflokkurinn, sem þá fór með forystu í ríkisstjórn, verið þeirrar skoðunar að breyta ætti 26. greininni; taka réttinn af forsetanum og fá hann tilteknu hlutfalli kjósenda eða þingmanna. Um þetta ríkti hins vegar engin samstaða þegar 26. greinin var vakin upp frá dauðum í fyrsta sinn. Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, sagði þá til dæmis að 26. greinin væri „tær snilld" og „nauðsynlegur nauðhemill þegar ríkisstjórn, eins og þessi, tapar sjónar á því sem rétt er í lýðræðislegu samfélagi og lendir utan vegar." Á sama tíma fannst Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, synjun forseta marka upphaf nýs kafla í stjórnmálasögunni, hann sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að málskotsrétturinn væri fyrir hendi og sagði: „Í öllum aðalatriðum skil ég þá röksemdafærslu sem forsetinn notaði." Í samræmi við þetta lögðust fulltrúar VG og Samfylkingarinnar í síðustu stjórnarskrárnefnd gegn því að málskotsrétturinn yrði tekinn af forsetanum um leið og settar yrðu almennar reglur um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla til að þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að fara fram. Nú, þegar ríkisstjórnir báðum megin í pólitíska litrófinu hafa lent upp á kant við forsetann, kveður hins vegar við nýjan tón á Alþingi, eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, benti réttilega á í umræðum um málið. Steingrímur J. Sigfússon segist nú vera þeirrar skoðunar að endurskoða eigi 26. greinina og ganga skýrlega frá því við hvaða aðstæður þjóðaratkvæðagreiðslur eigi að fara fram, t.d. hvaða hlutfall kjósenda eða þingmanna geti krafizt þeirra og hvers konar mál eigi erindi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er einhver hættulegasti ágreiningur sem risið getur í lýðræðissamfélagi ef slitnar sundur friðurinn um grundvallarleikreglur lýðræðisins," sagði Steingrímur á Alþingi í fyrradag - og hafði rétt fyrir sér í þetta sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Jákvæð afleiðing af því að forseti Íslands hefur í þrígang synjað lögum frá Alþingi staðfestingar, er að þverpólitísk samstaða virðist hafa myndazt um að breyta 26. grein stjórnarskrárinnar og setja í staðinn skýrar reglur um það hvenær eigi að bera mál undir þjóðina. Í núverandi mynd (og núverandi túlkun forseta Íslands) býður 26. greinin upp á einu leiðina samkvæmt stjórnskipaninni til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál; að forseti synji lögum staðfestingar og skjóti málinu til þjóðarinnar. Vandinn við þessa leið er að það hvort efnt er til atkvæðagreiðslu eða ekki er háð persónulegu mati forsetans. Eðli málsins samkvæmt fer því allt upp í loft þegar forsetinn nýtir synjunarréttinn. Synjanir Ólafs Ragnars Grímssonar hafa verið umdeildar. Nú þegar hann hefur lífgað það sem hann taldi einu sinni dauðan bókstaf hefur - að óbreyttri stjórnarskrá - verið opnað fyrir þann möguleika að einn daginn eignumst við forseta með enn persónulegri sýn á það hvenær skuli grípa fram fyrir hendurnar á Alþingi og vísa málum í dóm þjóðarinnar. Allt frá því að forsetinn synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar sumarið 2004 hefur Sjálfstæðisflokkurinn, sem þá fór með forystu í ríkisstjórn, verið þeirrar skoðunar að breyta ætti 26. greininni; taka réttinn af forsetanum og fá hann tilteknu hlutfalli kjósenda eða þingmanna. Um þetta ríkti hins vegar engin samstaða þegar 26. greinin var vakin upp frá dauðum í fyrsta sinn. Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, sagði þá til dæmis að 26. greinin væri „tær snilld" og „nauðsynlegur nauðhemill þegar ríkisstjórn, eins og þessi, tapar sjónar á því sem rétt er í lýðræðislegu samfélagi og lendir utan vegar." Á sama tíma fannst Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, synjun forseta marka upphaf nýs kafla í stjórnmálasögunni, hann sagðist alltaf hafa gert ráð fyrir að málskotsrétturinn væri fyrir hendi og sagði: „Í öllum aðalatriðum skil ég þá röksemdafærslu sem forsetinn notaði." Í samræmi við þetta lögðust fulltrúar VG og Samfylkingarinnar í síðustu stjórnarskrárnefnd gegn því að málskotsrétturinn yrði tekinn af forsetanum um leið og settar yrðu almennar reglur um hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla til að þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að fara fram. Nú, þegar ríkisstjórnir báðum megin í pólitíska litrófinu hafa lent upp á kant við forsetann, kveður hins vegar við nýjan tón á Alþingi, eins og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, benti réttilega á í umræðum um málið. Steingrímur J. Sigfússon segist nú vera þeirrar skoðunar að endurskoða eigi 26. greinina og ganga skýrlega frá því við hvaða aðstæður þjóðaratkvæðagreiðslur eigi að fara fram, t.d. hvaða hlutfall kjósenda eða þingmanna geti krafizt þeirra og hvers konar mál eigi erindi í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er einhver hættulegasti ágreiningur sem risið getur í lýðræðissamfélagi ef slitnar sundur friðurinn um grundvallarleikreglur lýðræðisins," sagði Steingrímur á Alþingi í fyrradag - og hafði rétt fyrir sér í þetta sinn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun