Harðir bardagar í grennd við Trípolí 25. febrúar 2011 00:00 Yfirgefið flugskeyti Geitur í grennd við Tobruk láta sér fátt um flugskeytið finnast, sem hefur staðið þarna án eftirlits síðan uppreisnarmenn réðust á herstöðina fyrr í vikunni. nordicphotos/AFP Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“. Megnið af Líbíu virtist í gær komið í hendur stjórnarandstæðinga, sem fögnuðu ákaft þrátt fyrir harða bardaga í grennd við höfuðborgina Trípólí. Höfuðborgin sjálf var enn undir stjórn Gaddafís og liðsmanna hans. Hersveitir Gaddafís beittu fullu afli gegn uppreisnarmönnum í gær, réðust meðal annars á mosku þar sem hópur fólks var í setuverkfalli gegn stjórn Gaddafís. Einnig urðu átök á flugvelli sem stjórnarandstæðingar höfðu náð á sitt vald. Fullyrt var að fimmtán manns hefðu látið lífið í þessum átökum. Alls er talið að hundruð manna hafi fallið í átökunum undanfarna daga, en utanríkisráðherra Ítalíu hefur sagst halda að fjöldi látinna sé kominn yfir þúsund. Í höfuðborginni hafa borist fregnir af því að hersveitir, skipaðar bæði heimamönnum og erlendum málamiðlum, fari með vopnum um götur og skjóti handahófskennt út í loftið. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið þar fyrr í vikunni þegar skotið var á mótmælendur. Herinn er einnig sagður hafa gert árásir á íbúðarhús víðs vegar um borgina og tekið fólk höndum. Stjórnarandstæðingar eru sagðir hafa lokað einhverjum hverfum borgarinnar með götuvígjum, en hafi hægt um sig innan hverfanna. „Nú er tími leynilegra ógnarverka og leynilegra handtaka. Þeir fara hús úr húsi og útrýma andstæðingum stjórnarinnar þannig,“ sagði einn íbúi í borginni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt hæg og dræm viðbrögð Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. „Amnesty International telur að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði tafarlaust að koma á vopnasölubanni til Líbíu sem og að frysta eignir Gaddafís og helstu ráðgjafa hans innan hers og öryggissveita,“ segir í yfirlýsingu frá Amnesty. Svissnesk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu fryst allar eigur sem Gaddafí og félagar hans kunni að eiga í svissneskum fjármálafyrirtækjum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom einnig saman í gær til að ræða refsiaðgerðir. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“. Megnið af Líbíu virtist í gær komið í hendur stjórnarandstæðinga, sem fögnuðu ákaft þrátt fyrir harða bardaga í grennd við höfuðborgina Trípólí. Höfuðborgin sjálf var enn undir stjórn Gaddafís og liðsmanna hans. Hersveitir Gaddafís beittu fullu afli gegn uppreisnarmönnum í gær, réðust meðal annars á mosku þar sem hópur fólks var í setuverkfalli gegn stjórn Gaddafís. Einnig urðu átök á flugvelli sem stjórnarandstæðingar höfðu náð á sitt vald. Fullyrt var að fimmtán manns hefðu látið lífið í þessum átökum. Alls er talið að hundruð manna hafi fallið í átökunum undanfarna daga, en utanríkisráðherra Ítalíu hefur sagst halda að fjöldi látinna sé kominn yfir þúsund. Í höfuðborginni hafa borist fregnir af því að hersveitir, skipaðar bæði heimamönnum og erlendum málamiðlum, fari með vopnum um götur og skjóti handahófskennt út í loftið. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið þar fyrr í vikunni þegar skotið var á mótmælendur. Herinn er einnig sagður hafa gert árásir á íbúðarhús víðs vegar um borgina og tekið fólk höndum. Stjórnarandstæðingar eru sagðir hafa lokað einhverjum hverfum borgarinnar með götuvígjum, en hafi hægt um sig innan hverfanna. „Nú er tími leynilegra ógnarverka og leynilegra handtaka. Þeir fara hús úr húsi og útrýma andstæðingum stjórnarinnar þannig,“ sagði einn íbúi í borginni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt hæg og dræm viðbrögð Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. „Amnesty International telur að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði tafarlaust að koma á vopnasölubanni til Líbíu sem og að frysta eignir Gaddafís og helstu ráðgjafa hans innan hers og öryggissveita,“ segir í yfirlýsingu frá Amnesty. Svissnesk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu fryst allar eigur sem Gaddafí og félagar hans kunni að eiga í svissneskum fjármálafyrirtækjum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom einnig saman í gær til að ræða refsiaðgerðir. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira