Harðir bardagar í grennd við Trípolí 25. febrúar 2011 00:00 Yfirgefið flugskeyti Geitur í grennd við Tobruk láta sér fátt um flugskeytið finnast, sem hefur staðið þarna án eftirlits síðan uppreisnarmenn réðust á herstöðina fyrr í vikunni. nordicphotos/AFP Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“. Megnið af Líbíu virtist í gær komið í hendur stjórnarandstæðinga, sem fögnuðu ákaft þrátt fyrir harða bardaga í grennd við höfuðborgina Trípólí. Höfuðborgin sjálf var enn undir stjórn Gaddafís og liðsmanna hans. Hersveitir Gaddafís beittu fullu afli gegn uppreisnarmönnum í gær, réðust meðal annars á mosku þar sem hópur fólks var í setuverkfalli gegn stjórn Gaddafís. Einnig urðu átök á flugvelli sem stjórnarandstæðingar höfðu náð á sitt vald. Fullyrt var að fimmtán manns hefðu látið lífið í þessum átökum. Alls er talið að hundruð manna hafi fallið í átökunum undanfarna daga, en utanríkisráðherra Ítalíu hefur sagst halda að fjöldi látinna sé kominn yfir þúsund. Í höfuðborginni hafa borist fregnir af því að hersveitir, skipaðar bæði heimamönnum og erlendum málamiðlum, fari með vopnum um götur og skjóti handahófskennt út í loftið. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið þar fyrr í vikunni þegar skotið var á mótmælendur. Herinn er einnig sagður hafa gert árásir á íbúðarhús víðs vegar um borgina og tekið fólk höndum. Stjórnarandstæðingar eru sagðir hafa lokað einhverjum hverfum borgarinnar með götuvígjum, en hafi hægt um sig innan hverfanna. „Nú er tími leynilegra ógnarverka og leynilegra handtaka. Þeir fara hús úr húsi og útrýma andstæðingum stjórnarinnar þannig,“ sagði einn íbúi í borginni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt hæg og dræm viðbrögð Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. „Amnesty International telur að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði tafarlaust að koma á vopnasölubanni til Líbíu sem og að frysta eignir Gaddafís og helstu ráðgjafa hans innan hers og öryggissveita,“ segir í yfirlýsingu frá Amnesty. Svissnesk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu fryst allar eigur sem Gaddafí og félagar hans kunni að eiga í svissneskum fjármálafyrirtækjum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom einnig saman í gær til að ræða refsiaðgerðir. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Múammar Gaddafí segir að Osama bin Laden standi á bak við uppreisnina gegn sér í Líbíu. Ungt fólk sé platað með vímuefnum til þess að taka þátt í „eyðileggingu og skemmdarverkum“. Megnið af Líbíu virtist í gær komið í hendur stjórnarandstæðinga, sem fögnuðu ákaft þrátt fyrir harða bardaga í grennd við höfuðborgina Trípólí. Höfuðborgin sjálf var enn undir stjórn Gaddafís og liðsmanna hans. Hersveitir Gaddafís beittu fullu afli gegn uppreisnarmönnum í gær, réðust meðal annars á mosku þar sem hópur fólks var í setuverkfalli gegn stjórn Gaddafís. Einnig urðu átök á flugvelli sem stjórnarandstæðingar höfðu náð á sitt vald. Fullyrt var að fimmtán manns hefðu látið lífið í þessum átökum. Alls er talið að hundruð manna hafi fallið í átökunum undanfarna daga, en utanríkisráðherra Ítalíu hefur sagst halda að fjöldi látinna sé kominn yfir þúsund. Í höfuðborginni hafa borist fregnir af því að hersveitir, skipaðar bæði heimamönnum og erlendum málamiðlum, fari með vopnum um götur og skjóti handahófskennt út í loftið. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið þar fyrr í vikunni þegar skotið var á mótmælendur. Herinn er einnig sagður hafa gert árásir á íbúðarhús víðs vegar um borgina og tekið fólk höndum. Stjórnarandstæðingar eru sagðir hafa lokað einhverjum hverfum borgarinnar með götuvígjum, en hafi hægt um sig innan hverfanna. „Nú er tími leynilegra ógnarverka og leynilegra handtaka. Þeir fara hús úr húsi og útrýma andstæðingum stjórnarinnar þannig,“ sagði einn íbúi í borginni. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt hæg og dræm viðbrögð Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. „Amnesty International telur að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verði tafarlaust að koma á vopnasölubanni til Líbíu sem og að frysta eignir Gaddafís og helstu ráðgjafa hans innan hers og öryggissveita,“ segir í yfirlýsingu frá Amnesty. Svissnesk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu fryst allar eigur sem Gaddafí og félagar hans kunni að eiga í svissneskum fjármálafyrirtækjum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom einnig saman í gær til að ræða refsiaðgerðir. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira