Handbolti

Guðmundur: Þurfum fulla Laugardalshöll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi HSÍ í gær.fréttablaðið/pjetur
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi HSÍ í gær.fréttablaðið/pjetur
Á morgun mun íslenska handboltalandsliðið taka á móti því þýska í undankeppni EM 2012. Liðin mætast svo aftur ytra á sunnudaginn en um gríðarlega mikilvæga leiki er að ræða fyrir bæði lið.

Ísland tapaði fyrir Austurríki í október síðastliðnum en skömmu áður höfðu þeir austurrísku náð óvæntu jafntefli í Þýskalandi. Þessi þrjú lið berjast því um þau tvö sæti á EM sem í boði eru í riðlinum og er samkeppnin hörð.



"Til að vinna Þýskaland þurfum við að spila vel og það þarf nánast allt að ganga upp hjá okkur. Og við þurfum að fá fulla höll. Það er mér mikið kappsmál að það takist því ég veit að sú stemning sem þar skapast mun hvetja okkar leikmenn áfram" sagði Guðmundur.

"Það er því bón mín til þjóðarinnar að við fáum fulla höll og frábæra stemningu. Það mun hjálpa okkur í þessari baráttu."

Leikurinn hefst klukkan 19.45 á morgun og voru um þúsund miðar óseldir í gær. Miðasala fer fram á miði.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×