Geislamengun lak úr kjarnorkuverinu 16. mars 2011 00:00 Virðir rústirnar fyrir sér Kona heldur fyrir vitin meðan hún skoðar staðinn þar sem hús hennar stóð í bænum Yamada í norðvesturhluta landsins. fréttablaðið/AP Sjötugri konu var bjargað úr rústum heimilis hennar í hafnarborginni Otsuchi í Japan í gær, fjórum dögum eftir að flóðbylgja svipti húsinu af grunni síðastliðinn föstudag. Konan, sem heitir Sai Abe, var send á sjúkrahús. Hún þjáðist af ofkælingu en virtist ekki hafa hlotið lífshættuleg meiðsli. Yngri manni var einnig bjargað úr rústunum. Talið er að hundruðum, ef ekki þúsundum, manna hafi verið bjargað úr rústunum en líkurnar á að fleiri bjargist þykja orðnar afar litlar. Veður er að kólna og snjókomu er spáð næstu daga á þeim slóðum sem verst urðu úti. Í nágrenni kjarnorkuversins í Fukushima var 140 þúsund manns í gær skipað að halda sig inni við og loka vel dyrum og gluggum til að forðast hættulega geislamengun, sem barst frá verinu eftir að eldur kviknaði í einum kjarnaofna þess. Eldurinn kviknaði í kjarnaofni fjögur, sem vegna viðhalds var ekki í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir á föstudag. Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, kom fram í sjónvarpi í gær og sagði geislun berast frá ofninum beint út í andrúmsloftið. Þegar leið á daginn þótti ljóst að mengunin yrði ekki jafn mikil og óttast var í fyrstu. Atburðirnir í Fukushima hafa ýtt undir efasemdir um öryggi kjarnorkuvera almennt, ekki síst í Evrópu þar sem andstaða við kjarnorku hefur jafnan verið umtalsverð. Tugir þúsunda komu saman í Þýskalandi á mánudag til að krefjast þess að allri kjarnorkuvinnslu þar í landi yrði hætt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær hafa ákveðið að allir kjarnakljúfar í Þýskalandi sem starfræktir hefðu verið í meira en tvo áratugi yrðu tímabundið teknir úr notkun. Þá hefur Evrópusambandið ákveðið að gera álagspróf á öllum kjarnorkuverum í aðildarríkjunum til að ganga úr skugga um hvernig þeim myndi reiða af í náttúruhamförum. Alls eru kjarnorkuver í ESB-ríkjum 149 talsins. Jarðskjálftinn síðastliðinn föstudag mældist 9 stig, samkvæmt útreikningum Bandarísku jarðfræðimiðstöðvarinnar, en ekki 8,9 eins og fyrst var nefnt. Þar með er þetta fjórði öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni síðan 1900 og sá stærsti í sögu Japans síðan mælingar hófust þar fyrir 130 árum. Mögulegt er að álíka stór skjálfti hafi orðið í Japan árið 869 þegar mikil flóðbylgja skall á land á sömu slóðum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fleiri fréttir Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Sjá meira
Sjötugri konu var bjargað úr rústum heimilis hennar í hafnarborginni Otsuchi í Japan í gær, fjórum dögum eftir að flóðbylgja svipti húsinu af grunni síðastliðinn föstudag. Konan, sem heitir Sai Abe, var send á sjúkrahús. Hún þjáðist af ofkælingu en virtist ekki hafa hlotið lífshættuleg meiðsli. Yngri manni var einnig bjargað úr rústunum. Talið er að hundruðum, ef ekki þúsundum, manna hafi verið bjargað úr rústunum en líkurnar á að fleiri bjargist þykja orðnar afar litlar. Veður er að kólna og snjókomu er spáð næstu daga á þeim slóðum sem verst urðu úti. Í nágrenni kjarnorkuversins í Fukushima var 140 þúsund manns í gær skipað að halda sig inni við og loka vel dyrum og gluggum til að forðast hættulega geislamengun, sem barst frá verinu eftir að eldur kviknaði í einum kjarnaofna þess. Eldurinn kviknaði í kjarnaofni fjögur, sem vegna viðhalds var ekki í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir á föstudag. Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, kom fram í sjónvarpi í gær og sagði geislun berast frá ofninum beint út í andrúmsloftið. Þegar leið á daginn þótti ljóst að mengunin yrði ekki jafn mikil og óttast var í fyrstu. Atburðirnir í Fukushima hafa ýtt undir efasemdir um öryggi kjarnorkuvera almennt, ekki síst í Evrópu þar sem andstaða við kjarnorku hefur jafnan verið umtalsverð. Tugir þúsunda komu saman í Þýskalandi á mánudag til að krefjast þess að allri kjarnorkuvinnslu þar í landi yrði hætt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær hafa ákveðið að allir kjarnakljúfar í Þýskalandi sem starfræktir hefðu verið í meira en tvo áratugi yrðu tímabundið teknir úr notkun. Þá hefur Evrópusambandið ákveðið að gera álagspróf á öllum kjarnorkuverum í aðildarríkjunum til að ganga úr skugga um hvernig þeim myndi reiða af í náttúruhamförum. Alls eru kjarnorkuver í ESB-ríkjum 149 talsins. Jarðskjálftinn síðastliðinn föstudag mældist 9 stig, samkvæmt útreikningum Bandarísku jarðfræðimiðstöðvarinnar, en ekki 8,9 eins og fyrst var nefnt. Þar með er þetta fjórði öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni síðan 1900 og sá stærsti í sögu Japans síðan mælingar hófust þar fyrir 130 árum. Mögulegt er að álíka stór skjálfti hafi orðið í Japan árið 869 þegar mikil flóðbylgja skall á land á sömu slóðum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Fleiri fréttir Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Sjá meira