Heim til Eyja eftir harmleik í Noregi Sunna Valgerðardóttir skrifar 25. mars 2011 08:30 Óskar segir að Leif Magnús verði alltaf velkominn aftur til Eyja. Óskar P. Friðriksson Átta ára sonur Heidi Jensen, sem var myrt í bænum Mandal í Noregi á sunnudag, flytur til föður síns í Vestmannaeyjum í vor. Föðurfjölskylda drengsins flýgur til Noregs á morgun. Sambýlismaður Heidi hefur játað á sig morðið. „Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi. Sonur Óskars, Grétar Óskarsson, kynntist Heidi árið 2002, þegar hún dvaldi hér á sveitabæ. Þau felldu hugi saman og eignuðust Leif Magnús í janúar árið 2003. Heidi fluttist aftur til Noregs með drenginn en mæðginin komu reglulega í langar heimsóknir til Vestmannaeyja, þar sem Óskar og fjölskylda hans búa. Móðir Heidi hringdi í Óskar á sunnudagsmorgun og tjáði honum að dóttir hennar hefði verið myrt. Móðir Heidi er mikill sjúklingur eftir langa og erfiða baráttu við heilaæxli. „Hún spurði mig einfaldlega hvað yrði nú um litla drenginn," segir Óskar. „Maður hefur gríðarlega samúð með henni. Þegar drengurinn flytur verðum við að hafa allar dyr opnar til að hún geti komið og heimsótt hann. Svo hún fái að faðma drenginn og allt sem því fylgir, því hún var að missa einkabarnið sitt. Og Leif Magnús er eina barn móður sinnar." Föðurfjölskylda drengsins mun eiga fund með barnaverndaryfirvöldum í Noregi á mánudag. Óskar er bjartsýnn á framhaldið. „Við fjölskyldan ætlum að taka þennan litla mann að okkur og erum komin með lögfræðing í Noregi sem og hérna heima. Maður verður að leyfa hlutunum að hafa sinn gang," segir hann. Móðir Leifs Magnúsar var myrt af kærasta sínum. Hann elti hana berfættur út úr íbúð hennar eftir að hann hafði verið að fagna 25 ára afmæli sínu og banaði henni með hníf. Heidi náði að hringja í lögreglu áður en hún lést og var maðurinn handtekinn síðar um nóttina. Hann játaði á sig morðið. Drengurinn dvelur nú hjá ættingjum í Mandal. Óskar og fjölskylda hans koma aftur til Íslands á fimmtudag, en hann á ekki von á því að drengurinn komi með í þetta sinn. „Það hefði þó verið best. En það er búið að ganga frá því þannig að hann klári skólaárið úti og svo kemur hann vonandi fljótlega upp úr því til okkar," segir Óskar. Hann hefur rætt reglulega við Leif Magnús í síma síðan móðir hans lést og hefur tjáð honum að fjölskyldan hlakki mikið til að fá hann heim. Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Átta ára sonur Heidi Jensen, sem var myrt í bænum Mandal í Noregi á sunnudag, flytur til föður síns í Vestmannaeyjum í vor. Föðurfjölskylda drengsins flýgur til Noregs á morgun. Sambýlismaður Heidi hefur játað á sig morðið. „Þetta er hræðilegur harmleikur,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem er á leið til Noregs á laugardag ásamt fjölskyldu sinni til þess að hitta barnabarn sitt, Leif Magnús Grétarsson, átta ára. Móðir Leifs Magnúsar, hin 28 ára gamla Heidi Thisland Jensen, var myrt aðfaranótt sunnudagsins í bænum Mandal í Noregi. Sonur Óskars, Grétar Óskarsson, kynntist Heidi árið 2002, þegar hún dvaldi hér á sveitabæ. Þau felldu hugi saman og eignuðust Leif Magnús í janúar árið 2003. Heidi fluttist aftur til Noregs með drenginn en mæðginin komu reglulega í langar heimsóknir til Vestmannaeyja, þar sem Óskar og fjölskylda hans búa. Móðir Heidi hringdi í Óskar á sunnudagsmorgun og tjáði honum að dóttir hennar hefði verið myrt. Móðir Heidi er mikill sjúklingur eftir langa og erfiða baráttu við heilaæxli. „Hún spurði mig einfaldlega hvað yrði nú um litla drenginn," segir Óskar. „Maður hefur gríðarlega samúð með henni. Þegar drengurinn flytur verðum við að hafa allar dyr opnar til að hún geti komið og heimsótt hann. Svo hún fái að faðma drenginn og allt sem því fylgir, því hún var að missa einkabarnið sitt. Og Leif Magnús er eina barn móður sinnar." Föðurfjölskylda drengsins mun eiga fund með barnaverndaryfirvöldum í Noregi á mánudag. Óskar er bjartsýnn á framhaldið. „Við fjölskyldan ætlum að taka þennan litla mann að okkur og erum komin með lögfræðing í Noregi sem og hérna heima. Maður verður að leyfa hlutunum að hafa sinn gang," segir hann. Móðir Leifs Magnúsar var myrt af kærasta sínum. Hann elti hana berfættur út úr íbúð hennar eftir að hann hafði verið að fagna 25 ára afmæli sínu og banaði henni með hníf. Heidi náði að hringja í lögreglu áður en hún lést og var maðurinn handtekinn síðar um nóttina. Hann játaði á sig morðið. Drengurinn dvelur nú hjá ættingjum í Mandal. Óskar og fjölskylda hans koma aftur til Íslands á fimmtudag, en hann á ekki von á því að drengurinn komi með í þetta sinn. „Það hefði þó verið best. En það er búið að ganga frá því þannig að hann klári skólaárið úti og svo kemur hann vonandi fljótlega upp úr því til okkar," segir Óskar. Hann hefur rætt reglulega við Leif Magnús í síma síðan móðir hans lést og hefur tjáð honum að fjölskyldan hlakki mikið til að fá hann heim.
Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira