Fjórir ofnar teknir úr notkun 31. mars 2011 00:00 Hvert bakslagið á fætur öðru hefur komið í baráttuna við að halda niðri geislamengun frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Ákveðið hefur verið að leggja endanlega niður starfsemi í þeim fjórum ofnum versins sem til vandræða hafa verið. Í gær mældist geislavirkni í sjó við ströndina meiri en nokkru sinni. Baneitrað plútón hefur einnig fundist í jarðvegi við verið, sem staðfestir grun um að geislavirkt vatn frá skemmdum eldsneytisstöfum hafi lekið úr verinu. Geislamengun hefur mælst í matvælum og kranavatni, jafnvel í höfuðborginni Tókýó sem er í 220 kílómetra fjarlægð. Erfiðlega hefur gengið að koma kælikerfi ofnanna í gang á ný, þótt rafmagn sé komið á. Kælikerfin sjálf hafa greinilega skemmst það mikið að rafmagnstengingin dugir ekki til að koma þeim af stað. Í gær fréttist af því að Masataka Shmizu, forstjóri TEPCO, japanska orkuveitufyrirtækisins sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, hefði verið fluttur á sjúkrahús. Hann var mjög áberandi persóna í Japan fyrir jarðskjálftann en hefur lítið sem ekkert sést opinberlega síðasta hálfa mánuðinn. Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður fyrirtækisins, viðurkenndi í fyrsta sinn í gær að ekki yrði framar hægt að starfrækja í það minnsta fjóra af sex kjarnaofnum versins. „Eftir að hafa dælt sjó á ofnana tel ég að við getum ekki notað þá meir,“ sagði hann. Fyrirtækið sagði að ákvarðanir um framtíð hinna ofnanna tveggja, sem ekki hafa verið til vandræða, yrðu teknar síðar og þá í samráði við íbúa í nágrenninu. Japönsk stjórnvöld hafa þó haldið því fram í tíu daga að leggja þurfi niður alla starfsemi í verinu. Öryggisráðstafanir í verinu voru miðaðar við að það þyldi jarðskjálfta upp á sjö stig, en skjálftinn mikli sem reið yfir föstudaginn 1. mars mældist 9 stig. Í kjölfarið kom hamfaraflóð sem var öflugra og meira en nokkur hafði gert ráð fyrir þegar öryggisbúnaður versins var hannaður. Opinberar tölur um staðfest mannfall segja að hamfarirnar hafi kostað á tólfta þúsund manns lífið, en að auki er meira en sextán þúsund manns saknað. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Hvert bakslagið á fætur öðru hefur komið í baráttuna við að halda niðri geislamengun frá kjarnorkuverinu í Fukushima. Ákveðið hefur verið að leggja endanlega niður starfsemi í þeim fjórum ofnum versins sem til vandræða hafa verið. Í gær mældist geislavirkni í sjó við ströndina meiri en nokkru sinni. Baneitrað plútón hefur einnig fundist í jarðvegi við verið, sem staðfestir grun um að geislavirkt vatn frá skemmdum eldsneytisstöfum hafi lekið úr verinu. Geislamengun hefur mælst í matvælum og kranavatni, jafnvel í höfuðborginni Tókýó sem er í 220 kílómetra fjarlægð. Erfiðlega hefur gengið að koma kælikerfi ofnanna í gang á ný, þótt rafmagn sé komið á. Kælikerfin sjálf hafa greinilega skemmst það mikið að rafmagnstengingin dugir ekki til að koma þeim af stað. Í gær fréttist af því að Masataka Shmizu, forstjóri TEPCO, japanska orkuveitufyrirtækisins sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, hefði verið fluttur á sjúkrahús. Hann var mjög áberandi persóna í Japan fyrir jarðskjálftann en hefur lítið sem ekkert sést opinberlega síðasta hálfa mánuðinn. Tsunehisa Katsumata, stjórnarformaður fyrirtækisins, viðurkenndi í fyrsta sinn í gær að ekki yrði framar hægt að starfrækja í það minnsta fjóra af sex kjarnaofnum versins. „Eftir að hafa dælt sjó á ofnana tel ég að við getum ekki notað þá meir,“ sagði hann. Fyrirtækið sagði að ákvarðanir um framtíð hinna ofnanna tveggja, sem ekki hafa verið til vandræða, yrðu teknar síðar og þá í samráði við íbúa í nágrenninu. Japönsk stjórnvöld hafa þó haldið því fram í tíu daga að leggja þurfi niður alla starfsemi í verinu. Öryggisráðstafanir í verinu voru miðaðar við að það þyldi jarðskjálfta upp á sjö stig, en skjálftinn mikli sem reið yfir föstudaginn 1. mars mældist 9 stig. Í kjölfarið kom hamfaraflóð sem var öflugra og meira en nokkur hafði gert ráð fyrir þegar öryggisbúnaður versins var hannaður. Opinberar tölur um staðfest mannfall segja að hamfarirnar hafi kostað á tólfta þúsund manns lífið, en að auki er meira en sextán þúsund manns saknað. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira