Íslenski boltinn

A-landslið karla: Leikið við Ungverja í ágúst

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nánast frágengið að Ísland muni spila vináttulandsleik við Ungverja hinn 10. ágúst næstkomandi. Leikurinn fer fram ytra en það hefur tíðkast undanfarin ár að landsliðið spili á Laugardalsvelli í ágústmánuði.

Leikurinn yrði fyrsti vináttulandsleikur Íslands á árinu en landsliðið leikur gegn Danmörku heima og Noregi ytra í byrjun september. Þeir leikir eru í undankeppni EM 2012.

Þetta er sterkasti andstæðingurinn sem Ísland hefur mætt í vináttulandsleik í nokkurn tíma en Ungverjaland er í 36. sæti heimslistans og skoraði þrjú mörk í útileik gegn Hollandi nú fyrr í vikunni. Leikurinn tapaðist þó, 5-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×