United á sögulegum slóðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2011 06:00 Darron Gibson skoraði eitt fjögurra marka Manchester United í gær og fagnar því hér með fyrirliðanum John O‘Shea. Nordic Photos / Getty Images Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1. Sir Alex Ferguson gat leyft sér að gera átta breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Skipti litlu þótt „varaliðið" léki í gær – yfirburðirnir voru algerir. Antonio Valencia og Darron Gibson – sem átti stórleik – skoruðu mörk United í fyrri hálfleik en Anderson skoraði tvisvar í þeim síðari. Jordao klóraði í bakkann fyrir Schalke, sem átti aldrei möguleika á Old Trafford. Ferguson viðurkenndi eftir leik að hafa velt fyrir sér hvort hann væri að gera mistök með liðsvalinu. „Ég er svo stoltur af strákunum. Þetta var undanúrslitaleikur og ég var ekki viss hvort þetta væri rétt ákvörðun hjá mér í svo mikilvægum leik. En ég er glaður að þetta fór svona vel." Manchester hefur þrisvar orðið Evrópumeistari, fyrst árið 1968 eftir sigur á Eusebio og félögum í Benfica í úrslitaleik sem fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum – þar sem úrslitaleikurinn fer einmitt fram í ár. Þetta var tíu árum eftir flugslysið skelfilega í München þar sem átta leikmenn liðsins létust. Matt Busby, stjóri liðsins, lifði slysið af, sem og Bobby Charlton, ein skærasta stjarna félagsins frá upphafi. Þeir fóru fyrir liði United sem vann Evróputitilinn árið 1968, fyrst enskra liða. Charlton skoraði tvívegis í leiknum, sem United vann 4-1. Nú verður andstæðingurinn Barcelona, sem vann allt sem hægt var að vinna fyrir tveimur árum og vill endurheimta titilinn nú. Liðinu hefur verið lýst sem einu því allra besta í knattspyrnusögunni og ljóst er að leikurinn hefur allt til að bera til að fara í sögubækurnar. Ferguson er nú að stýra United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann varð meistari með liðinu árið 1999 og svo aftur árið 2008. Liðið tapaði úrslitaleiknum árið 2009 fyrir Barcelona. „Þetta er frábært fyrir félagið," sagði Ferguson. „Ég hef margoft sagt að við hefðum átt að standa okkur betur í Meistaradeildinni í gegnum árin og ég tel að þetta lið geti unnið titilinn." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Manchester United átti ekki í vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Liðið vann 4-1 sigur á heimavelli og samanlagt 6-1. Sir Alex Ferguson gat leyft sér að gera átta breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik. Skipti litlu þótt „varaliðið" léki í gær – yfirburðirnir voru algerir. Antonio Valencia og Darron Gibson – sem átti stórleik – skoruðu mörk United í fyrri hálfleik en Anderson skoraði tvisvar í þeim síðari. Jordao klóraði í bakkann fyrir Schalke, sem átti aldrei möguleika á Old Trafford. Ferguson viðurkenndi eftir leik að hafa velt fyrir sér hvort hann væri að gera mistök með liðsvalinu. „Ég er svo stoltur af strákunum. Þetta var undanúrslitaleikur og ég var ekki viss hvort þetta væri rétt ákvörðun hjá mér í svo mikilvægum leik. En ég er glaður að þetta fór svona vel." Manchester hefur þrisvar orðið Evrópumeistari, fyrst árið 1968 eftir sigur á Eusebio og félögum í Benfica í úrslitaleik sem fór fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum – þar sem úrslitaleikurinn fer einmitt fram í ár. Þetta var tíu árum eftir flugslysið skelfilega í München þar sem átta leikmenn liðsins létust. Matt Busby, stjóri liðsins, lifði slysið af, sem og Bobby Charlton, ein skærasta stjarna félagsins frá upphafi. Þeir fóru fyrir liði United sem vann Evróputitilinn árið 1968, fyrst enskra liða. Charlton skoraði tvívegis í leiknum, sem United vann 4-1. Nú verður andstæðingurinn Barcelona, sem vann allt sem hægt var að vinna fyrir tveimur árum og vill endurheimta titilinn nú. Liðinu hefur verið lýst sem einu því allra besta í knattspyrnusögunni og ljóst er að leikurinn hefur allt til að bera til að fara í sögubækurnar. Ferguson er nú að stýra United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann varð meistari með liðinu árið 1999 og svo aftur árið 2008. Liðið tapaði úrslitaleiknum árið 2009 fyrir Barcelona. „Þetta er frábært fyrir félagið," sagði Ferguson. „Ég hef margoft sagt að við hefðum átt að standa okkur betur í Meistaradeildinni í gegnum árin og ég tel að þetta lið geti unnið titilinn."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira