Skoska þingið vill kjósa um sjálfstæði 10. maí 2011 00:30 Ánægður leiðtogi Alex Salmond ætlar ekki að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, þótt hann hafi nú meirihluta til þess á þingi. nordicphotos/AFP Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, segir að sjálfstæði Skotlands sé nú óumflýjanlegt. Flokkur hans, sem hefur á stefnuskrá sinni aðskilnað Skotlands frá Bretlandi, náði meirihluta á skoska þinginu í kosningum á fimmtudag. „Mín skoðun er sú að sjálfstæði sé meira eða minna óumflýjanleg örlög, en tímasetningin er auðvitað algerlega undir skosku þjóðinni komin,“ höfðu fjölmiðlar eftir Salmond. Spurningin snúist eingöngu um það hvenær efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um málið. Jafnvel Annabel Goldie, leiðtogi Íhaldsflokksins á Skotlandi, sem fékk reyndar aðeins fjórtán prósent atkvæða, hefur lýst sig fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur að vísu boðað afsögn sína vegna slaks gengis Íhaldsflokksins. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér hins vegar enga þörf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi og sagðist undrandi á því að Goldie skyldi ljá máls á því. Salmond telur þó enga þörf á að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, hugsanlega vegna þess að skoðanakannanir benda til þess að einungis þriðjungur Skota myndi greiða atkvæði með stofnun sjálfstæðs ríkis í Skotlandi. Hann segist stefna á að halda hana á seinni hluta kjörtímabilsins, sem nú er að hefjast. Gott kosningagengi Þjóðarflokksins, sem fyrir utan þjóðernismálið hefur að mestu sósíaldemókratískar áherslur, má að nokkru rekja til óánægju kjósenda bæði með núverandi samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata í Bretlandi og með fyrrverandi Bretlandsstjórn Verkamannaflokksins undir forystu George Brown. Á síðasta þingi lagði Skoski þjóðarflokkurinn fram frumvarp um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stofnun sjálfstæðs ríkis, en það frumvarp var fellt á skoska þinginu. Nú er flokkurinn kominn í meirihluta og getur samþykkt þetta frumvarp án stuðnings annarra flokka. Í kosningunum á fimmtudag var einnig kosið til heimastjórnarþings í Englandi, Wales og á Norður-Írlandi. Þá höfnuðu kjósendur með yfirgnæfandi meirihluta tillögu um nýtt kosningakerfi til þings í Bretlandi. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Alex Salmond, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, segir að sjálfstæði Skotlands sé nú óumflýjanlegt. Flokkur hans, sem hefur á stefnuskrá sinni aðskilnað Skotlands frá Bretlandi, náði meirihluta á skoska þinginu í kosningum á fimmtudag. „Mín skoðun er sú að sjálfstæði sé meira eða minna óumflýjanleg örlög, en tímasetningin er auðvitað algerlega undir skosku þjóðinni komin,“ höfðu fjölmiðlar eftir Salmond. Spurningin snúist eingöngu um það hvenær efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi um málið. Jafnvel Annabel Goldie, leiðtogi Íhaldsflokksins á Skotlandi, sem fékk reyndar aðeins fjórtán prósent atkvæða, hefur lýst sig fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur að vísu boðað afsögn sína vegna slaks gengis Íhaldsflokksins. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér hins vegar enga þörf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi og sagðist undrandi á því að Goldie skyldi ljá máls á því. Salmond telur þó enga þörf á að hraða þjóðaratkvæðagreiðslu, hugsanlega vegna þess að skoðanakannanir benda til þess að einungis þriðjungur Skota myndi greiða atkvæði með stofnun sjálfstæðs ríkis í Skotlandi. Hann segist stefna á að halda hana á seinni hluta kjörtímabilsins, sem nú er að hefjast. Gott kosningagengi Þjóðarflokksins, sem fyrir utan þjóðernismálið hefur að mestu sósíaldemókratískar áherslur, má að nokkru rekja til óánægju kjósenda bæði með núverandi samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata í Bretlandi og með fyrrverandi Bretlandsstjórn Verkamannaflokksins undir forystu George Brown. Á síðasta þingi lagði Skoski þjóðarflokkurinn fram frumvarp um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stofnun sjálfstæðs ríkis, en það frumvarp var fellt á skoska þinginu. Nú er flokkurinn kominn í meirihluta og getur samþykkt þetta frumvarp án stuðnings annarra flokka. Í kosningunum á fimmtudag var einnig kosið til heimastjórnarþings í Englandi, Wales og á Norður-Írlandi. Þá höfnuðu kjósendur með yfirgnæfandi meirihluta tillögu um nýtt kosningakerfi til þings í Bretlandi. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira