Hreindýraleyfi verði seld hæstbjóðendum 10. maí 2011 06:30 Hreindýr Hægt væri að ná meiri tekjum af hreindýraveiðum með því að hætta að selja veiðileyfin á undirverði, að mati fræðimanna við Háskólann á Akureyri. FRéttablaðið/Vilhelm Tekjur af hreindýrum á Austurlandi eru verulega minni en þær gætu verið vegna þess að veiðileyfin er seld á undirverði. Þetta segja kennarar við Háskólann á Akureyri. Niðurstaða Jóns Þorvalds Heiðarssonar lektors og Stefáns Sigurðssonar aðjúnkts varðandi tekjur af hreindýraveiðum komu fram í erindi þeirra um efnahagsleg áhrif skotveiða á Íslandi. „Spyrja má hvort skotveiðar og veiðiferðamennska geti haft meira efnahagslegt vægi en nú er. Þetta er einkar áleitin spurning varðandi hreindýraveiðarnar,“ sögðu Jón og Stefán, sem kveða veiðar á hreindýrum á Íslandi ekki skilvirkar. „Óskilvirkni veiðanna á hreindýrunum felst ekki í ofveiði eins og oft vill brenna við varðandi veiðar. Óskilvirknin felst í því að veiðileyfin eru seld á undirverði. Ekki er reynt að selja veiðileyfin á hæsta mögulega verði,“ segja fræðimennirnir og útskýra að vegna þess verði tekjur af veiðinni verulega minni en ella og minna fjárflæði komi til Austurlands en ef nýtingin væri skilvirk. Þeir áætla að 26 störf séu á Austurlandi vegna hreindýraveiðanna. „Störf vegna hreindýraveiða á Austurlandi eru því færri nú en þau væru ef auðlindin væri nýtt á eðlilegan hátt. Eðlilegast væri að veiðileyfin yrðu boðin hæstbjóðanda,“ segja Jón og Stefán sem telja núverandi fyrirkomulag „fæla burt erlenda veiðimenn sem eru tilbúnir til að eyða miklum fjármunum á veiðiferðum.“ Jón og Stefán segja að ef veiðileyfi væru seld hæstbjóðanda væri auðvelt fyrir þá veiðimenn að leggja fram það hátt tilboð að öruggt yrði að þeir gætu veitt næsta tímabil. „Nú er því ekki til að dreifa heldur ræður tilviljun því hvort þessir dýrmætustu veiðimenn fá leyfi eða ekki. Fyrirkomulagið er einnig til þess fallið að þeir nenni ekki að eyða fyrirhöfn í slíkt happdrætti heldur veiði annars staðar í heiminum. Má því færa rök fyrir því að Ísland verði af vissum gjaldeyristekjum vegna óskilvirkrar nýtingar á auðlindinni hreindýr.“ Í erindinu kom fram að á árinu 2009 greiddu hreindýraveiðimenn samtals 97 milljónir króna fyrir leyfi til að fella samtals 1.333 dýr. Þar af fóru 82 milljónir til landeigenda og Umhverfisstofnunar og Náttúrverndarstofa Austurlands fékk afganginn. Hver og einn veiðimaður er talinn hafa eytt að meðaltali tæpum 40 þúsund krónum á Austurlandi. Á þessu ári er hreindýraveiðikvótinn 1.001 dýr. Fjórfalt fleiri skotveiðimenn sóttu um veiðileyfin. Þau kosta á bilinu 50 til 135 þúsund eftir því hvort um er að ræða kýr eða tarf og eftir veiðisvæðum. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Sjá meira
Tekjur af hreindýrum á Austurlandi eru verulega minni en þær gætu verið vegna þess að veiðileyfin er seld á undirverði. Þetta segja kennarar við Háskólann á Akureyri. Niðurstaða Jóns Þorvalds Heiðarssonar lektors og Stefáns Sigurðssonar aðjúnkts varðandi tekjur af hreindýraveiðum komu fram í erindi þeirra um efnahagsleg áhrif skotveiða á Íslandi. „Spyrja má hvort skotveiðar og veiðiferðamennska geti haft meira efnahagslegt vægi en nú er. Þetta er einkar áleitin spurning varðandi hreindýraveiðarnar,“ sögðu Jón og Stefán, sem kveða veiðar á hreindýrum á Íslandi ekki skilvirkar. „Óskilvirkni veiðanna á hreindýrunum felst ekki í ofveiði eins og oft vill brenna við varðandi veiðar. Óskilvirknin felst í því að veiðileyfin eru seld á undirverði. Ekki er reynt að selja veiðileyfin á hæsta mögulega verði,“ segja fræðimennirnir og útskýra að vegna þess verði tekjur af veiðinni verulega minni en ella og minna fjárflæði komi til Austurlands en ef nýtingin væri skilvirk. Þeir áætla að 26 störf séu á Austurlandi vegna hreindýraveiðanna. „Störf vegna hreindýraveiða á Austurlandi eru því færri nú en þau væru ef auðlindin væri nýtt á eðlilegan hátt. Eðlilegast væri að veiðileyfin yrðu boðin hæstbjóðanda,“ segja Jón og Stefán sem telja núverandi fyrirkomulag „fæla burt erlenda veiðimenn sem eru tilbúnir til að eyða miklum fjármunum á veiðiferðum.“ Jón og Stefán segja að ef veiðileyfi væru seld hæstbjóðanda væri auðvelt fyrir þá veiðimenn að leggja fram það hátt tilboð að öruggt yrði að þeir gætu veitt næsta tímabil. „Nú er því ekki til að dreifa heldur ræður tilviljun því hvort þessir dýrmætustu veiðimenn fá leyfi eða ekki. Fyrirkomulagið er einnig til þess fallið að þeir nenni ekki að eyða fyrirhöfn í slíkt happdrætti heldur veiði annars staðar í heiminum. Má því færa rök fyrir því að Ísland verði af vissum gjaldeyristekjum vegna óskilvirkrar nýtingar á auðlindinni hreindýr.“ Í erindinu kom fram að á árinu 2009 greiddu hreindýraveiðimenn samtals 97 milljónir króna fyrir leyfi til að fella samtals 1.333 dýr. Þar af fóru 82 milljónir til landeigenda og Umhverfisstofnunar og Náttúrverndarstofa Austurlands fékk afganginn. Hver og einn veiðimaður er talinn hafa eytt að meðaltali tæpum 40 þúsund krónum á Austurlandi. Á þessu ári er hreindýraveiðikvótinn 1.001 dýr. Fjórfalt fleiri skotveiðimenn sóttu um veiðileyfin. Þau kosta á bilinu 50 til 135 þúsund eftir því hvort um er að ræða kýr eða tarf og eftir veiðisvæðum. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Sjá meira