Á flótta undan ofursköttum Ólafur Stephensen skrifar 11. maí 2011 07:00 Lyfjafyrirtækið Actavis hefur formlega opnað nýjar höfuðstöðvar í borginni Zug í Sviss. Höfuðstöðvarnar hafa verið fluttar frá Íslandi, þótt fyrirtækið hafi áfram heimilisfesti hér og borgi hér skatta sína og skyldur. Actavis hefur lagt sig í framkróka við að útskýra að fyrirtækið eigi rætur á Íslandi, muni áfram hafa hér mikla starfsemi og sé að ráða tugi eða hundruð nýrra starfsmanna til að sinna rannsóknum og framleiðslu lyfja. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur af flutningi höfuðstöðvanna. Ein skýringin sem hefur verið gefin á flutningi höfuðstöðva fyrirtækisins til Sviss er að nú þegar sé stór hluti framkvæmdastjórnar þess erlendir ríkisborgarar. Framkvæmdastjórnin ferðist mikið og fólk eigi auðveldara með að hittast miðsvæðis í Evrópu en á Íslandi. Önnur er sú að aðgangur fyrirtækisins að mannauði sé auðveldari á meginlandi Evrópu; í Sviss sé Actavis í nálægð við önnur stór fyrirtæki í lyfjageiranum og geti laðað til sín stjórnendur og sérfræðinga frá þeim. Ef við tökum þessar skýringar góðar og gildar getum við átt von á að fleiri íslenzk fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi og alþjóðlegan starfsmannahóp sjái sig knúin til að færa höfuðstöðvar sínar til útlanda. Í tilviki Actavis flytja 20 íslenzkir starfsmenn og fjölskyldur þeirra til Sviss. Allt er þetta fólk með góða menntun og há laun. Brottflutningur þess er blóðtaka fyrir íslenzkt samfélag. Vilji íslenzk stjórnvöld vinna á móti þeim ókostum sem lega landsins og fámenni þjóðarinnar eru þegar stórfyrirtæki velja höfuðstöðvum sínum stað, þurfa þau að huga að því að bjóða betur en önnur lönd á öðrum sviðum. Ísland hefur upp á margt að bjóða; ágætt velferðarkerfi og menntakerfi, svo dæmi séu tekin, þótt efast megi um að þar sé gert betur en til dæmis í Sviss. En hver eru skilaboðin til fólks með góðar tekjur sem veltir því fyrir sér hvort hagstætt sé að búa á Íslandi? Ríkisstjórnin hefur hækkað til muna skatta á háar tekjur og í stjórnarliðinu eru hugmyndir um að gera enn betur; skammt er síðan settar voru fram hugmyndir um 60-70% skatta á „ofurlaun“ vegna umræðna um laun tveggja bankastjóra. Þarna stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þegar Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, var í viðtali í Viðskiptablaðinu spurð um áformin um flutning höfuðstöðvanna, svaraði hún því til að þegar stórfyrirtæki veldu stað fyrir höfuðstöðvar sínar horfðu þau ekki eingöngu til eigin hagsmuna, heldur einnig hagsmuna starfsfólksins. Erfitt væri að fá gott fólk til starfa ef skattar á laun væru of háir. Guðbjörg vísaði til umræðnanna um 70% ofurskattþrepið og benti á að skattaumhverfið í Sviss væri ekki eingöngu hagstætt fyrirtækjum, heldur líka starfsfólki þeirra. Afleiðingarnar af flutningi höfuðstöðva Actavis eru að nú borga 20 íslenzkir hálaunamenn skatta í Sviss, en ekki á Íslandi. Þeir leggja þá ekkert í sameiginlegan sjóð Íslendinga, þótt þeir starfi áfram fyrir íslenzkt fyrirtæki. Ef stjórnvöld vilja koma í veg fyrir að fleiri íslenzk, alþjóðleg fyrirtæki fari sömu leið er skattpíningarstefnan ekki rétta leiðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Lyfjafyrirtækið Actavis hefur formlega opnað nýjar höfuðstöðvar í borginni Zug í Sviss. Höfuðstöðvarnar hafa verið fluttar frá Íslandi, þótt fyrirtækið hafi áfram heimilisfesti hér og borgi hér skatta sína og skyldur. Actavis hefur lagt sig í framkróka við að útskýra að fyrirtækið eigi rætur á Íslandi, muni áfram hafa hér mikla starfsemi og sé að ráða tugi eða hundruð nýrra starfsmanna til að sinna rannsóknum og framleiðslu lyfja. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur af flutningi höfuðstöðvanna. Ein skýringin sem hefur verið gefin á flutningi höfuðstöðva fyrirtækisins til Sviss er að nú þegar sé stór hluti framkvæmdastjórnar þess erlendir ríkisborgarar. Framkvæmdastjórnin ferðist mikið og fólk eigi auðveldara með að hittast miðsvæðis í Evrópu en á Íslandi. Önnur er sú að aðgangur fyrirtækisins að mannauði sé auðveldari á meginlandi Evrópu; í Sviss sé Actavis í nálægð við önnur stór fyrirtæki í lyfjageiranum og geti laðað til sín stjórnendur og sérfræðinga frá þeim. Ef við tökum þessar skýringar góðar og gildar getum við átt von á að fleiri íslenzk fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi og alþjóðlegan starfsmannahóp sjái sig knúin til að færa höfuðstöðvar sínar til útlanda. Í tilviki Actavis flytja 20 íslenzkir starfsmenn og fjölskyldur þeirra til Sviss. Allt er þetta fólk með góða menntun og há laun. Brottflutningur þess er blóðtaka fyrir íslenzkt samfélag. Vilji íslenzk stjórnvöld vinna á móti þeim ókostum sem lega landsins og fámenni þjóðarinnar eru þegar stórfyrirtæki velja höfuðstöðvum sínum stað, þurfa þau að huga að því að bjóða betur en önnur lönd á öðrum sviðum. Ísland hefur upp á margt að bjóða; ágætt velferðarkerfi og menntakerfi, svo dæmi séu tekin, þótt efast megi um að þar sé gert betur en til dæmis í Sviss. En hver eru skilaboðin til fólks með góðar tekjur sem veltir því fyrir sér hvort hagstætt sé að búa á Íslandi? Ríkisstjórnin hefur hækkað til muna skatta á háar tekjur og í stjórnarliðinu eru hugmyndir um að gera enn betur; skammt er síðan settar voru fram hugmyndir um 60-70% skatta á „ofurlaun“ vegna umræðna um laun tveggja bankastjóra. Þarna stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þegar Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, var í viðtali í Viðskiptablaðinu spurð um áformin um flutning höfuðstöðvanna, svaraði hún því til að þegar stórfyrirtæki veldu stað fyrir höfuðstöðvar sínar horfðu þau ekki eingöngu til eigin hagsmuna, heldur einnig hagsmuna starfsfólksins. Erfitt væri að fá gott fólk til starfa ef skattar á laun væru of háir. Guðbjörg vísaði til umræðnanna um 70% ofurskattþrepið og benti á að skattaumhverfið í Sviss væri ekki eingöngu hagstætt fyrirtækjum, heldur líka starfsfólki þeirra. Afleiðingarnar af flutningi höfuðstöðva Actavis eru að nú borga 20 íslenzkir hálaunamenn skatta í Sviss, en ekki á Íslandi. Þeir leggja þá ekkert í sameiginlegan sjóð Íslendinga, þótt þeir starfi áfram fyrir íslenzkt fyrirtæki. Ef stjórnvöld vilja koma í veg fyrir að fleiri íslenzk, alþjóðleg fyrirtæki fari sömu leið er skattpíningarstefnan ekki rétta leiðin.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun