Sigurður Ragnar: Verður sumar ungu stelpnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2011 07:00 Dagný Brynjarsdóttir, Val, og Kristrún Kristjánsdóttir, Stjörnunni, eigast við í bikarúrslitaleiknum í fyrrahaust. Fréttablaðið/Daníel Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tímabil. Stóra spurningin fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort að einhverju lið takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnustúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar. „Það hefur verið sagt á hverju ári að núna verði deildin jafnari en núna í fyrsta skiptið sé hægt að tala um það að hún verði jafnari fyrir alvöru. Ég á reyndar von á því að þetta verði svolítið einvígi á milli Vals og Stjörnunnar. Mér sýnist þau lið vera pínulítið sterkari en Þór/KA og Breiðablik. ÍBV-liðið er síðan algjört spurningamerki. Við höfum líka verið að sjá lið eins og Fylkir og KR vera gera liðum skráveifu á undirbúningstímabilunu og það getur því allt gerst þar,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann segir að það að efnilegustu leikmenn okkar ættu að fá nóg af tækifærum í sumar. „Sumarið í sumar verður sumar ungu stelpnanna. Okkar bestu leikmenn hafa farið margar hverjar í atvinnumennsku, þessar ungu fá þvi núna tækifæri snemma á sínum ferli og við sjáum það eins og á 17 ára landsliðinu okkar að það er geysilega mikið af mjög efnilegum leikmönnum. Þær verða margar í lykilhlutverkum með sínum liðum í sumar,“ segir Sigurður Ragnar. Stjörnukonur unnu Lengjubikarinn á dögunum og Sigurður Ragnar hefur trú á því að Garðabæjarstelpur séu nógu góðar til þess að geta unnið titilinn í haust. „Láki (Þorlákur Árnason) er að gera góða hluti með þær. Þær hafa unnið Val tvisvar með stuttu millibili á undirbúningstímabilinu og hafa svolítinn meðbyr með sér þar,“ segir Sigurður Ragnar sem tekur þó fram að þetta gæti breyst eitthvað styrki lið sig með góðum erlendum leikmönnum eins og hann hefur heyrt einhvern óm af. „Valur hefur aðeins hikstað í sóknarleiknum, rétt eins og Stjarnan sem vantar afgerandi framherja, og þjálfarinn er að reyna að finna taktinn og þróa nýjar leiðir í sókninni. Leikmenn þurfa að venjast því að Dóra María, sem var arkitektinn í liðinu, og Katrín Jónsdóttir, sem var hjartað í liðinu, þær eru farnar og það eru stór skörð,“ segir Sigurður Ragnar sem vill hrósa liði Breiðabliks fyrir að spila mjög skemmtilegan fótbolta. „Breiðablik er nánast eingöngu með uppalda leikmenn og félagið hefur tekið þá stefnu að byggja á þeim. Þær hafa komið mér á óvart á undirbúningstímabilinu með því að spila mun betur en ég átti von á. Það er gaman að horfa á þær spila,“ segir Sigurður Ragnar en hann segir það slæmar fréttir fyrir Þór/KA að Mateja Zver sé meidd. „Ég held að það veiki Þór/KA mikið að Mateja er meidd fyrstu vikurnar. Þær gætu tapað dýrmætum stigum þar. Ég held að á góðum degi geti ÍBV-liðið unnið toppliðin og Þór/KA getur klárlega unnið hvaða lið sem er á góðum degi.” Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tímabil. Stóra spurningin fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort að einhverju lið takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnustúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar. „Það hefur verið sagt á hverju ári að núna verði deildin jafnari en núna í fyrsta skiptið sé hægt að tala um það að hún verði jafnari fyrir alvöru. Ég á reyndar von á því að þetta verði svolítið einvígi á milli Vals og Stjörnunnar. Mér sýnist þau lið vera pínulítið sterkari en Þór/KA og Breiðablik. ÍBV-liðið er síðan algjört spurningamerki. Við höfum líka verið að sjá lið eins og Fylkir og KR vera gera liðum skráveifu á undirbúningstímabilunu og það getur því allt gerst þar,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Hann segir að það að efnilegustu leikmenn okkar ættu að fá nóg af tækifærum í sumar. „Sumarið í sumar verður sumar ungu stelpnanna. Okkar bestu leikmenn hafa farið margar hverjar í atvinnumennsku, þessar ungu fá þvi núna tækifæri snemma á sínum ferli og við sjáum það eins og á 17 ára landsliðinu okkar að það er geysilega mikið af mjög efnilegum leikmönnum. Þær verða margar í lykilhlutverkum með sínum liðum í sumar,“ segir Sigurður Ragnar. Stjörnukonur unnu Lengjubikarinn á dögunum og Sigurður Ragnar hefur trú á því að Garðabæjarstelpur séu nógu góðar til þess að geta unnið titilinn í haust. „Láki (Þorlákur Árnason) er að gera góða hluti með þær. Þær hafa unnið Val tvisvar með stuttu millibili á undirbúningstímabilinu og hafa svolítinn meðbyr með sér þar,“ segir Sigurður Ragnar sem tekur þó fram að þetta gæti breyst eitthvað styrki lið sig með góðum erlendum leikmönnum eins og hann hefur heyrt einhvern óm af. „Valur hefur aðeins hikstað í sóknarleiknum, rétt eins og Stjarnan sem vantar afgerandi framherja, og þjálfarinn er að reyna að finna taktinn og þróa nýjar leiðir í sókninni. Leikmenn þurfa að venjast því að Dóra María, sem var arkitektinn í liðinu, og Katrín Jónsdóttir, sem var hjartað í liðinu, þær eru farnar og það eru stór skörð,“ segir Sigurður Ragnar sem vill hrósa liði Breiðabliks fyrir að spila mjög skemmtilegan fótbolta. „Breiðablik er nánast eingöngu með uppalda leikmenn og félagið hefur tekið þá stefnu að byggja á þeim. Þær hafa komið mér á óvart á undirbúningstímabilinu með því að spila mun betur en ég átti von á. Það er gaman að horfa á þær spila,“ segir Sigurður Ragnar en hann segir það slæmar fréttir fyrir Þór/KA að Mateja Zver sé meidd. „Ég held að það veiki Þór/KA mikið að Mateja er meidd fyrstu vikurnar. Þær gætu tapað dýrmætum stigum þar. Ég held að á góðum degi geti ÍBV-liðið unnið toppliðin og Þór/KA getur klárlega unnið hvaða lið sem er á góðum degi.”
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira