80 prósent flóttamanna í þróunarríkjum 21. júní 2011 00:00 flóttamenn frá líbíu Mikill fjöldi hefur þurft að flýja frá Líbíu á þessu ári. nordicphotos/afp Áttatíu prósent allra flóttamanna í heiminum eru í þróunarríkjum. Þetta kemur fram í skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í gær á alþjóðadegi flóttamanna. Gríðarlegur fjöldi flóttamanna er í mörgum fátækustu ríkjum heims. 1,9 milljónir eru í Pakistan, 1,1 milljón í Íran og ein milljón í Sýrlandi. Tölurnar eru fyrir árið 2010 og ná því ekki til flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum löndum þar sem mótmæli hafa verið barin niður á þessu ári. Í Pakistan eru einnig flestir flóttamenn miðað við stærð hagkerfisins, eða 710 á hvern Bandaríkjadal af landsframleiðslu á mann. Til samanburðar eru 17 flóttamenn á hvern dal landsframleiðslu á mann í Þýskalandi, sem er það iðnríkjanna sem hýsir flesta flóttamenn. Þar eru tæplega 600 þúsund flóttamenn. Flóttamannastofnunin segir að 43,7 milljónir manna séu á vergangi. Þar af eru 15,4 milljónir flóttamanna og 27,5 milljónir fólks sem er flóttamenn innan heimalandsins. Þá eru hælisleitendur tæplega 850 þúsund talsins. Stofnunin segir sérstakt áhyggjuefni að 15.500 hælisleitendanna séu börn sem hafi orðið viðskila við foreldra sína. António Guterres, yfirmaður stofnunarinnar, sagði í gær að ótti fólks í iðnríkjum við flóðbylgju flóttamanna væri byggður á misskilningi eða stórlega ýktur. Þvert á móti væru það fátækari ríkin sem bæru byrðarnar. Hann sagði heiminn vera að bregðast flóttafólki og að iðnríkin yrðu að taka á þessu ójafnvægi. Þau yrðu að taka á móti fleira flóttafólki og leggja meira af mörkum til friðarviðræðna. - þeb Fréttir Mest lesið Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Sjá meira
Áttatíu prósent allra flóttamanna í heiminum eru í þróunarríkjum. Þetta kemur fram í skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í gær á alþjóðadegi flóttamanna. Gríðarlegur fjöldi flóttamanna er í mörgum fátækustu ríkjum heims. 1,9 milljónir eru í Pakistan, 1,1 milljón í Íran og ein milljón í Sýrlandi. Tölurnar eru fyrir árið 2010 og ná því ekki til flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum löndum þar sem mótmæli hafa verið barin niður á þessu ári. Í Pakistan eru einnig flestir flóttamenn miðað við stærð hagkerfisins, eða 710 á hvern Bandaríkjadal af landsframleiðslu á mann. Til samanburðar eru 17 flóttamenn á hvern dal landsframleiðslu á mann í Þýskalandi, sem er það iðnríkjanna sem hýsir flesta flóttamenn. Þar eru tæplega 600 þúsund flóttamenn. Flóttamannastofnunin segir að 43,7 milljónir manna séu á vergangi. Þar af eru 15,4 milljónir flóttamanna og 27,5 milljónir fólks sem er flóttamenn innan heimalandsins. Þá eru hælisleitendur tæplega 850 þúsund talsins. Stofnunin segir sérstakt áhyggjuefni að 15.500 hælisleitendanna séu börn sem hafi orðið viðskila við foreldra sína. António Guterres, yfirmaður stofnunarinnar, sagði í gær að ótti fólks í iðnríkjum við flóðbylgju flóttamanna væri byggður á misskilningi eða stórlega ýktur. Þvert á móti væru það fátækari ríkin sem bæru byrðarnar. Hann sagði heiminn vera að bregðast flóttafólki og að iðnríkin yrðu að taka á þessu ójafnvægi. Þau yrðu að taka á móti fleira flóttafólki og leggja meira af mörkum til friðarviðræðna. - þeb
Fréttir Mest lesið Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Sjá meira