Meira fjármagn lagt í neyðarsjóð ESB 21. júní 2011 03:00 Jean-Claude Trichet og Olli Rehn Seðlabankastjóri Evrópu og peningamálastjóri Evrópusambandsins á fundinum í Lúxemborg í gær.fréttablaðið/AP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla neyðarsjóð sambandsins, svo hann geti betur tekið á vanda stórskuldugra ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Jafnframt settu þeir aukinn þrýsting á grísk stjórnvöld, sem þurfa að fá frekari hjálp til að geta staðið undir afborgunum af skuldum í næsta mánuði. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru margir enn á nálum út af gríðarlegum skuldavanda nokkurra evruríkja, sem gæti stefnt framtíð evrunnar í voða. Samtals hafa ESB-ríkin nú ákveðið að gangast í ábyrgð fyrir 780 milljörðum evra, eða nærri 130.000 milljörðum króna, en það gerir þeim kleift að nota 440 milljarða evra, eða ríflega 72.000 milljarða króna til að hjálpa þeim ríkjum á evrusvæðinu sem eiga í óyfirstíganlegum fjárhagsvanda. Þetta er hátt í tvöföldun sjóðsins, sem settur var á laggirnar fyrir rúmu ári með 440 milljarða ábyrgð Evrópusambandsríkjanna og þar með 250 milljarða evra til reiðu handa skuldugu ríkjunum. Ábyrgðin þarf að vera töluvert hærri en það fjármagn sem notað verður svo vaxtakjör geti verið nægilega hagstæð. Neyðarsjóðurinn, sem nefnist Fjármálastöðugleikasjóður Evrópu, verður notaður þangað til nýtt Fjármálastöðugleikakerfi Evrópusambandsins kemst í gagnið um mitt ár 2013. Fjármálaráðherrarnir hafa hins vegar frestað fram í byrjun næsta mánaðar ákvörðun um næstu greiðslu til Grikklands, tólf milljarða evra sem áttu samkvæmt áætlun ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að greiðast út nú í þessum mánuði. Grísku stjórninni er gert að ljúka afgreiðslu nýrra aðhaldsaðgerða áður en framhald verður á aðstoð ESB og AGS, en alls hafa Grikkir nú þegar fengið 48 milljarða evra af þeim 110 milljörðum sem ákveðið var að veita vorið 2010. Grikkir þurfa á þessari greiðslu að halda til að geta staðið við stórar afborganir af lánum sínum í næsta mánuði. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá bæði grískan almenning og gríska þingið til að fallast á frekari skattahækkanir og frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum ofan á allar þær sársaukafullu aðhaldsaðgerðir, sem nú þegar hefur verið gripið til. „Þetta eru erfiðir tímar,“ sagði Olli Rehn, peningamálastjóri Evrópusambandsins. „Umbótaþreytan sést á götum Aþenu, Madríd og víðar, og sama má segja um stuðningsþreytu nokkurra aðildarríkja okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla neyðarsjóð sambandsins, svo hann geti betur tekið á vanda stórskuldugra ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Jafnframt settu þeir aukinn þrýsting á grísk stjórnvöld, sem þurfa að fá frekari hjálp til að geta staðið undir afborgunum af skuldum í næsta mánuði. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru margir enn á nálum út af gríðarlegum skuldavanda nokkurra evruríkja, sem gæti stefnt framtíð evrunnar í voða. Samtals hafa ESB-ríkin nú ákveðið að gangast í ábyrgð fyrir 780 milljörðum evra, eða nærri 130.000 milljörðum króna, en það gerir þeim kleift að nota 440 milljarða evra, eða ríflega 72.000 milljarða króna til að hjálpa þeim ríkjum á evrusvæðinu sem eiga í óyfirstíganlegum fjárhagsvanda. Þetta er hátt í tvöföldun sjóðsins, sem settur var á laggirnar fyrir rúmu ári með 440 milljarða ábyrgð Evrópusambandsríkjanna og þar með 250 milljarða evra til reiðu handa skuldugu ríkjunum. Ábyrgðin þarf að vera töluvert hærri en það fjármagn sem notað verður svo vaxtakjör geti verið nægilega hagstæð. Neyðarsjóðurinn, sem nefnist Fjármálastöðugleikasjóður Evrópu, verður notaður þangað til nýtt Fjármálastöðugleikakerfi Evrópusambandsins kemst í gagnið um mitt ár 2013. Fjármálaráðherrarnir hafa hins vegar frestað fram í byrjun næsta mánaðar ákvörðun um næstu greiðslu til Grikklands, tólf milljarða evra sem áttu samkvæmt áætlun ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að greiðast út nú í þessum mánuði. Grísku stjórninni er gert að ljúka afgreiðslu nýrra aðhaldsaðgerða áður en framhald verður á aðstoð ESB og AGS, en alls hafa Grikkir nú þegar fengið 48 milljarða evra af þeim 110 milljörðum sem ákveðið var að veita vorið 2010. Grikkir þurfa á þessari greiðslu að halda til að geta staðið við stórar afborganir af lánum sínum í næsta mánuði. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá bæði grískan almenning og gríska þingið til að fallast á frekari skattahækkanir og frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum ofan á allar þær sársaukafullu aðhaldsaðgerðir, sem nú þegar hefur verið gripið til. „Þetta eru erfiðir tímar,“ sagði Olli Rehn, peningamálastjóri Evrópusambandsins. „Umbótaþreytan sést á götum Aþenu, Madríd og víðar, og sama má segja um stuðningsþreytu nokkurra aðildarríkja okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira