Pistillinn: Ómetanlegur stuðningur Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 9. júlí 2011 09:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Frjálsar Íþróttir Frjálsar íþróttir flokkast að forminu til sem einstaklingsíþróttir en í mínum huga er það alls ekki svo. Jú vissulega fer ég ein út á hlaupabrautina og inn í kúluvarpshringinn. Ég get ekki stólað á að liðsfélagi minn komi mér til bjargar þegar ég lendi í vandræðum og úrslitin, hversu hratt ég hleyp eða langt ég kasta, velta eingöngu á minni eigin frammistöðu og engum öðrum. Raunin er samt sú að að baki mér standa svo ótalmargir sem leggja sitt af mörkum svo ég geti náð sem bestum árangri. Árangur minn er í rauninni afsprengi af samvinnu milli mín og allra þeirra sem koma að mínu lífi með einhverjum hætti. Svo að nokkur dæmi séu tekin þá skipuleggja þjálfararnir mínir þjálfunina, kenna mér réttu tæknina og leggja línuna sem ég reyni að fylgja. Læknir, nuddari og sjúkraþjálfarar gera allt sem í þeirra valdi stendur svo að líkaminn minn þoli álagið og sálfræðingurinn hjálpar mér að halda geðheilsu. Umboðsmanninum mínum tekst að sannfæra styrktaraðila um að styðja við bakið á mér fjárhagslega og stendur sig með miklum sóma því ég fæ stuðning úr öllum áttum. Vinir og æfingafélagar hvetja mig dyggilega áfram og gera lífið skemmtilegra. Síðast en ekki síst er það svo fjölskyldan sem er líklega minn stærsti styrktaraðili á öllum sviðum lífsins. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og ég sé strax að ég er að gleyma liðinu mínu, Glímufélaginu Ármanni og öllu því fólki sem stoppar mig úti á götu og óskar mér góðs gengis. Ég veit fyrir víst að ég gæti aldrei staðið í þessu ein. Ég spyr mig að því á hverjum einasta degi hvort ég verðskuldi virkilega allan þann stuðning sem ég fæ og hvernig í ósköpunum standi á því að ég sé svo heppin að fá þetta tækifæri. Ég kem líklega aldrei til með að getað þakkað nægilega fyrir allan þann stuðning, hjálp og hvatningu sem ég fæ á hverjum einasta degi. Það eina sem mér dettur í hug að ég geti gert er að afreka eitthvað stórkostlegt og vona að það gleðji öll þau hjörtu sem hafa hjálpað mér í gegnum tíðina – það ætla ég að gera! Innlendar Pistillinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Frjálsar íþróttir flokkast að forminu til sem einstaklingsíþróttir en í mínum huga er það alls ekki svo. Jú vissulega fer ég ein út á hlaupabrautina og inn í kúluvarpshringinn. Ég get ekki stólað á að liðsfélagi minn komi mér til bjargar þegar ég lendi í vandræðum og úrslitin, hversu hratt ég hleyp eða langt ég kasta, velta eingöngu á minni eigin frammistöðu og engum öðrum. Raunin er samt sú að að baki mér standa svo ótalmargir sem leggja sitt af mörkum svo ég geti náð sem bestum árangri. Árangur minn er í rauninni afsprengi af samvinnu milli mín og allra þeirra sem koma að mínu lífi með einhverjum hætti. Svo að nokkur dæmi séu tekin þá skipuleggja þjálfararnir mínir þjálfunina, kenna mér réttu tæknina og leggja línuna sem ég reyni að fylgja. Læknir, nuddari og sjúkraþjálfarar gera allt sem í þeirra valdi stendur svo að líkaminn minn þoli álagið og sálfræðingurinn hjálpar mér að halda geðheilsu. Umboðsmanninum mínum tekst að sannfæra styrktaraðila um að styðja við bakið á mér fjárhagslega og stendur sig með miklum sóma því ég fæ stuðning úr öllum áttum. Vinir og æfingafélagar hvetja mig dyggilega áfram og gera lífið skemmtilegra. Síðast en ekki síst er það svo fjölskyldan sem er líklega minn stærsti styrktaraðili á öllum sviðum lífsins. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og ég sé strax að ég er að gleyma liðinu mínu, Glímufélaginu Ármanni og öllu því fólki sem stoppar mig úti á götu og óskar mér góðs gengis. Ég veit fyrir víst að ég gæti aldrei staðið í þessu ein. Ég spyr mig að því á hverjum einasta degi hvort ég verðskuldi virkilega allan þann stuðning sem ég fæ og hvernig í ósköpunum standi á því að ég sé svo heppin að fá þetta tækifæri. Ég kem líklega aldrei til með að getað þakkað nægilega fyrir allan þann stuðning, hjálp og hvatningu sem ég fæ á hverjum einasta degi. Það eina sem mér dettur í hug að ég geti gert er að afreka eitthvað stórkostlegt og vona að það gleðji öll þau hjörtu sem hafa hjálpað mér í gegnum tíðina – það ætla ég að gera!
Innlendar Pistillinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira