Hlynur Bæringsson: Það var gott að fá einn sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2011 06:00 Hlynur Bæringsson í leiknum í gær. Mynd/Kristinn Geir Pálsson Íslenska körfuboltalandsliðið steig skref í átt að því að tryggja sér bronsið á Norðurlandamótinu í Sundsvall með því að vinna níu stiga sigur á Dönum, 85-76, í gærkvöldi. Íslenska liðið hafði frumkvæðið nær allan leikinn en sigurinn var þó ekki í höfn fyrr en í blálokin. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins undir stjórn sænska þjálfarans Peters Öqvist. „Þetta var kærkomið. Við ætluðumst til þess af sjálfum okkur að vinna þá og þetta var því mjög gott, sérstaklega af því að við vorum búnir að tapa þessum fyrstu tveimur leikjum. Við ætluðum okkur að vera fyrir ofan Danina," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins. Íslenska liðið komst mest fimmtán stig yfir í þriðja leikhluta en Danirnir náðu muninum niður í fimm stig í lokaleikhlutanum. „Þetta var komið í smá hættu. Það kom smá rugl, við fengum á okkur tæknivillu og körfu og víti að auki á sama tíma. Það var smá kaos en við fengum í framhaldinu þrist frá Loga sem stoppaði sprettinn þeirra," sagði Hlynur en Logi Gunnarsson var í stuði í gær og skoraði 11 af 24 stigum sínum í lokaleikhlutanum. „Logi var mjög góður. Við þurftum virkilega á svona ógn að halda eftir að við misstum Jón Arnór. Það minnkaði því miður aðeins sjálfstraustið í liðinu við að missa Jón, okkar besta mann. Logi og Helgi settu niður þessu mikilvægu skot í kvöld," sagði Hlynur en Helgi Már Magnússon setti niður þrjár þriggja stiga körfur í leiknum. „Við erum að reyna að hugsa fram í tímann og þetta eru fyrstu skrefin hjá okkur. Við viðurkennum það alveg að við þurfum að bæta mikið en fyrsta skrefið er að byrja á einhverju jákvæðu og það var gott að fá einn sigur í kvöld," segir Hlynur, sem viðurkennir að tapið á móti Svíum hafi aðeins setið í mönnum ekki síst þar sem liðið missti Jón Arnór Stefánsson í upphafi leiksins. „Það var mjög sárt að tapa Svíaleiknum en Finnarnir voru bara betri. Okkur langaði í annað sætið því það er raunhæft markmið að ná Svíunum en Finnarnir eru nokkrum árum á undan okkur. Það er ágætt að ná þriðja sætinu," sagði Hlynur. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið steig skref í átt að því að tryggja sér bronsið á Norðurlandamótinu í Sundsvall með því að vinna níu stiga sigur á Dönum, 85-76, í gærkvöldi. Íslenska liðið hafði frumkvæðið nær allan leikinn en sigurinn var þó ekki í höfn fyrr en í blálokin. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins undir stjórn sænska þjálfarans Peters Öqvist. „Þetta var kærkomið. Við ætluðumst til þess af sjálfum okkur að vinna þá og þetta var því mjög gott, sérstaklega af því að við vorum búnir að tapa þessum fyrstu tveimur leikjum. Við ætluðum okkur að vera fyrir ofan Danina," sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins. Íslenska liðið komst mest fimmtán stig yfir í þriðja leikhluta en Danirnir náðu muninum niður í fimm stig í lokaleikhlutanum. „Þetta var komið í smá hættu. Það kom smá rugl, við fengum á okkur tæknivillu og körfu og víti að auki á sama tíma. Það var smá kaos en við fengum í framhaldinu þrist frá Loga sem stoppaði sprettinn þeirra," sagði Hlynur en Logi Gunnarsson var í stuði í gær og skoraði 11 af 24 stigum sínum í lokaleikhlutanum. „Logi var mjög góður. Við þurftum virkilega á svona ógn að halda eftir að við misstum Jón Arnór. Það minnkaði því miður aðeins sjálfstraustið í liðinu við að missa Jón, okkar besta mann. Logi og Helgi settu niður þessu mikilvægu skot í kvöld," sagði Hlynur en Helgi Már Magnússon setti niður þrjár þriggja stiga körfur í leiknum. „Við erum að reyna að hugsa fram í tímann og þetta eru fyrstu skrefin hjá okkur. Við viðurkennum það alveg að við þurfum að bæta mikið en fyrsta skrefið er að byrja á einhverju jákvæðu og það var gott að fá einn sigur í kvöld," segir Hlynur, sem viðurkennir að tapið á móti Svíum hafi aðeins setið í mönnum ekki síst þar sem liðið missti Jón Arnór Stefánsson í upphafi leiksins. „Það var mjög sárt að tapa Svíaleiknum en Finnarnir voru bara betri. Okkur langaði í annað sætið því það er raunhæft markmið að ná Svíunum en Finnarnir eru nokkrum árum á undan okkur. Það er ágætt að ná þriðja sætinu," sagði Hlynur.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira