Valkostir fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 11. ágúst 2011 06:00 Robert Gates, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kvaddi Atlantshafsbandalagið þann 10. júní 2011, og komst m.a. svo að orði: „…Hinn nakti sannleikur málsins er að þverrandi áhugi og þolinmæði er fyrirsjáanlegur í Bandaríkjaþingi – og meðal stjórnmálasinnaðra Bandaríkjamanna yfirleitt – að eyða fjármagni sem sífellt verður dýrmætara í þágu þjóða sem virðast andvígar því að að ráðstafa nægum fjármunum eða að gera nauðsynlegar breytingar til að geta talist hæfir samstarfsaðilar í eigin vörnum…" Varaframkvæmdastjóri bandalagsins, Claudio Bisogniero, sem heimsótti Ísland í júlíbyrjun, vék að þessum ummælum Gates. Hann sagði þau ekki boða endalok NATO en ætluð til að vekja fólk upp. Minna má á að tilgangur NATO var að verja skilgreint svæði aðildarríkjanna gegn árás en vissulega ekki stríðsrekstur í Asíu, sem varla verður sagt að Evrópuþjóðir hafi sinnt af miklum áhuga. Hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart hryðjuverkaöflunum gera ráð fyrir verulegri heimkvaðningu herliðs. Í stað þátttöku í hernaði sjái ameríski herinn innan tíðar um þjálfun heimamanna. Í algjörum forgangi vestra eru efnahagslegar aðgerðir til að auka hagvöxt og minnka atvinnuleysið; sögulegt met í verðfalli fasteigna og geypimikil skuldsetning ríkisins er fjötur um fót. Varla verða ríkisútgjöld til hernaðarreksturs lengi varin með skírskotun til þjóðarhagsmuna, þegar fyrsta fall lánshæfismats Bandaríkjanna kemur í kjölfar þess að greiðsluþroti ríkisins var naumlega forðað. Í ofanálag hefur komið stórlækkun á hlutabréfamörkuðum með Wall Street í broddi fylkingar. Í öllu róti dagsins er mörg umræða í biðstöðu. Má þar nefna varnarmál okkar en hvað þau varðar er rétt að líta fyrst um öxl. Það var vissulega rétt hjá Þorsteini Pálssyni að með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu árið 1949 tóku Íslendingar þá ákvörðun að deila stefnumörkun í öryggis- og varnarmálum með evrópskum grannríkjum. Markmið vestræns samstarfs voru víðtækari en landvarnir. Marshall-aðstoðinni var stýrt af systurstofnun NATO, Efnahagssamvinnustofnun Evrópu OEEC (síðar OECD) en þær tvær stofnanir voru þá í sama borgarhverfi í París. OEEC stefndi að fríverslun með afnámi hafta en úr þeim farvegi kemur Rómarsamningurinn um enn nánari efnahagslega samvinnu, misheppnuð tilraun OEEC 1957-"59 að efna til evrópsks fríverslunarsvæðis og loks EFTA 1960. Ísland tók þátt í OEEC-viðræðunum um fríverslun í Evrópu og verður um síðir aðili að EFTA og EES og þar með fullgildur þátttakandi einnig í viðskiptasamstarfi Evrópuríkja. Með þátttöku í NATO, tvíhliða samstarfi við Bandaríkin og veru varnarliðs til 2006, tryggði Ísland einnig veigamikla sameiginlega varnarhagsmuni grann- og vinaríkja í Evrópu. Nú taka þau virkan þátt í loftrýmisgæslu hér. Staða Íslands í vörnum Evrópu breyttist ekki við lok kalda stríðsins. Hin mikla breyting verður við árás al Qaeda á Tvíburaturnana, þann vendipunkt í stefnu Bandaríkjanna að megináhersla þeirra verður stríð gegn hryðjuverkaöflum. Norður-Atlantshafssvæðið hverfur út úr fyrri forgangsröðun um öryggi, einkum með brottförinni frá Keflavík. Að vísu fær norðurskautið nýtt vægi vegna loftslagsbreytinga, bráðnunar íshellu norðurpólsins og auðveldari nýtingu olíu og gass á hafsbotninum. Þau mál eru til umræðu í Norðurskautsráðinu en aðilar þess eru Bandaríkin, Kanada, Danmörk-Grænland, Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Finnland. Vegna sameiginlegra hagsmuna er allt vígbúnaðarkapphlaup á þessu svæði meiningarlaust. Allt mælir með frekari samvinnu um öryggismál NATO-ríkjanna í Norðurskautsráðinu við Rússland, Svíþjóð og Finnland. Við breyttar aðstæður bíða okkar væntanlega nýir möguleikar. Innan Norðurskautsráðsins mætti eiga Bandaríkin að samstarfsaðila í þróun Keflavíkurstöðvarinnar sem miðstöð umhverfiseftirlits og til leita- og björgunaraðgerða. Reynsla Landhelgisgæslunnar, Almannavarna og íslenskra björgunarsveita kæmi þar að góðu gagni. Ísland og Bandaríkin, gamlar vina- og bandalagsþjóðir, geta fundið nýjar leiðir til samstarfs eftir að veru varnarliðs hér er lokið fyrir fullt og allt. Eftir stendur varnarsamningurinn frá 1951 og samráð honum tengt. NATO byggir á V. grein Atlantshafssáttmálans um að árás á einn sé árás á alla. Þótt óánægja sé í Bandaríkjunum með slaka þátttöku Evrópuríkja í sameiginlegum vörnum, hefur hvergi komið fram að breyting verði á sjálfum kjarna skuldbindinganna. Hitt er annað mál og liggur í hlutarins eðli, að Evrópuþjóðir sinni sjálfar sínum vörnum í vaxandi mæli. Það verður væntanlega á vegum Evrópusambandsins og sjálfsögð frekari trygging fyrir sjálfstæði Íslands er að vera innan landamæra þess sem aðildarríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Robert Gates, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kvaddi Atlantshafsbandalagið þann 10. júní 2011, og komst m.a. svo að orði: „…Hinn nakti sannleikur málsins er að þverrandi áhugi og þolinmæði er fyrirsjáanlegur í Bandaríkjaþingi – og meðal stjórnmálasinnaðra Bandaríkjamanna yfirleitt – að eyða fjármagni sem sífellt verður dýrmætara í þágu þjóða sem virðast andvígar því að að ráðstafa nægum fjármunum eða að gera nauðsynlegar breytingar til að geta talist hæfir samstarfsaðilar í eigin vörnum…" Varaframkvæmdastjóri bandalagsins, Claudio Bisogniero, sem heimsótti Ísland í júlíbyrjun, vék að þessum ummælum Gates. Hann sagði þau ekki boða endalok NATO en ætluð til að vekja fólk upp. Minna má á að tilgangur NATO var að verja skilgreint svæði aðildarríkjanna gegn árás en vissulega ekki stríðsrekstur í Asíu, sem varla verður sagt að Evrópuþjóðir hafi sinnt af miklum áhuga. Hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart hryðjuverkaöflunum gera ráð fyrir verulegri heimkvaðningu herliðs. Í stað þátttöku í hernaði sjái ameríski herinn innan tíðar um þjálfun heimamanna. Í algjörum forgangi vestra eru efnahagslegar aðgerðir til að auka hagvöxt og minnka atvinnuleysið; sögulegt met í verðfalli fasteigna og geypimikil skuldsetning ríkisins er fjötur um fót. Varla verða ríkisútgjöld til hernaðarreksturs lengi varin með skírskotun til þjóðarhagsmuna, þegar fyrsta fall lánshæfismats Bandaríkjanna kemur í kjölfar þess að greiðsluþroti ríkisins var naumlega forðað. Í ofanálag hefur komið stórlækkun á hlutabréfamörkuðum með Wall Street í broddi fylkingar. Í öllu róti dagsins er mörg umræða í biðstöðu. Má þar nefna varnarmál okkar en hvað þau varðar er rétt að líta fyrst um öxl. Það var vissulega rétt hjá Þorsteini Pálssyni að með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu árið 1949 tóku Íslendingar þá ákvörðun að deila stefnumörkun í öryggis- og varnarmálum með evrópskum grannríkjum. Markmið vestræns samstarfs voru víðtækari en landvarnir. Marshall-aðstoðinni var stýrt af systurstofnun NATO, Efnahagssamvinnustofnun Evrópu OEEC (síðar OECD) en þær tvær stofnanir voru þá í sama borgarhverfi í París. OEEC stefndi að fríverslun með afnámi hafta en úr þeim farvegi kemur Rómarsamningurinn um enn nánari efnahagslega samvinnu, misheppnuð tilraun OEEC 1957-"59 að efna til evrópsks fríverslunarsvæðis og loks EFTA 1960. Ísland tók þátt í OEEC-viðræðunum um fríverslun í Evrópu og verður um síðir aðili að EFTA og EES og þar með fullgildur þátttakandi einnig í viðskiptasamstarfi Evrópuríkja. Með þátttöku í NATO, tvíhliða samstarfi við Bandaríkin og veru varnarliðs til 2006, tryggði Ísland einnig veigamikla sameiginlega varnarhagsmuni grann- og vinaríkja í Evrópu. Nú taka þau virkan þátt í loftrýmisgæslu hér. Staða Íslands í vörnum Evrópu breyttist ekki við lok kalda stríðsins. Hin mikla breyting verður við árás al Qaeda á Tvíburaturnana, þann vendipunkt í stefnu Bandaríkjanna að megináhersla þeirra verður stríð gegn hryðjuverkaöflum. Norður-Atlantshafssvæðið hverfur út úr fyrri forgangsröðun um öryggi, einkum með brottförinni frá Keflavík. Að vísu fær norðurskautið nýtt vægi vegna loftslagsbreytinga, bráðnunar íshellu norðurpólsins og auðveldari nýtingu olíu og gass á hafsbotninum. Þau mál eru til umræðu í Norðurskautsráðinu en aðilar þess eru Bandaríkin, Kanada, Danmörk-Grænland, Ísland, Noregur, Rússland, Svíþjóð og Finnland. Vegna sameiginlegra hagsmuna er allt vígbúnaðarkapphlaup á þessu svæði meiningarlaust. Allt mælir með frekari samvinnu um öryggismál NATO-ríkjanna í Norðurskautsráðinu við Rússland, Svíþjóð og Finnland. Við breyttar aðstæður bíða okkar væntanlega nýir möguleikar. Innan Norðurskautsráðsins mætti eiga Bandaríkin að samstarfsaðila í þróun Keflavíkurstöðvarinnar sem miðstöð umhverfiseftirlits og til leita- og björgunaraðgerða. Reynsla Landhelgisgæslunnar, Almannavarna og íslenskra björgunarsveita kæmi þar að góðu gagni. Ísland og Bandaríkin, gamlar vina- og bandalagsþjóðir, geta fundið nýjar leiðir til samstarfs eftir að veru varnarliðs hér er lokið fyrir fullt og allt. Eftir stendur varnarsamningurinn frá 1951 og samráð honum tengt. NATO byggir á V. grein Atlantshafssáttmálans um að árás á einn sé árás á alla. Þótt óánægja sé í Bandaríkjunum með slaka þátttöku Evrópuríkja í sameiginlegum vörnum, hefur hvergi komið fram að breyting verði á sjálfum kjarna skuldbindinganna. Hitt er annað mál og liggur í hlutarins eðli, að Evrópuþjóðir sinni sjálfar sínum vörnum í vaxandi mæli. Það verður væntanlega á vegum Evrópusambandsins og sjálfsögð frekari trygging fyrir sjálfstæði Íslands er að vera innan landamæra þess sem aðildarríki.
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar