Skriplað á skötu Guðmundur Páll Ólafsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Alveg er deginum ljósara að iðnaðarráðherra hefur klúðrað framgangi vandaðrar lagasetningar um vatn sem þó er til í frumvarpsformi (Vatnalaganefndar) falin í skúffu ráðherra. Mikið er í húfi því eðli málsins samkvæmt varða vatnalög hvert einasta mannsbarn á Íslandi um ókomin ár og fátt getur fremur ógnað fullveldi þjóðar en vond vatnalög. Mörður er fimur karpari og í Eyjupistli sínum skautar hann ákaft til að dreifa athygli frá klúðri Katrínar. Ég met málefnalega orðræðu og einlægan vilja Marðar í umhverfismálum ólíkt meira. Hann er einn af fáum náttúruverndurum á Alþingi Íslendinga og jafnvel innan þingmanna eigin flokks. Klúður Katrínar er það að hafa hætt við ákaflega efnilegt frumvarp sem Vatnalaganefnd vann að í nokkur ár og hefur að geyma flest ef ekki öll verndarákvæði um vatn sem nauðsynlegt er að hafa í lögum. Þar var líka hugað að almannarétti og almannahag. Gallinn við frumvarpssmíð Vatnalaganefndarinnar var möguleikinn á að framselja vatnsrétt, sem er álíka og að framselja fiskveiðikvóta nema margfalt hættulegra. Frumvarp nefndarinnar var samið af fólki úr mörgum áttum samfélagsins, fagfólki á ýmsum sviðum – og lofaði góðu. En augljóst má vera að orkugeirinn, og þá sérstaklega Orkustofnun sem nú valsar um orkulindir og náttúruperlur og gefur úr rannsóknaleyfi á færibandi með fullum stuðningi iðnaðarráðherra, hefur óttast ákvæði um náttúruvernd og almannarétt. Þessi óábyrga framganga forstjóra Orkustofnunar og iðnaðarráðherra er ríkisstjórn sem heitið hefur að efla náttúruvernd til vansa. Mér leiðist karp en Mörður fer með rangt mál þegar hann segir að ég finni vatnsfrumvarpi iðnaðarráðherra fyrst og fremst til foráttu að þar sé fátt um vatnsvernd. Ojæja – lesendur geta kannski dæmt sjálfir að fleira er áhyggjuefni. En hafi einhver skriplað á skötunni þá er það formaður umhverfisnefndar Alþingis þegar hann vill leiðrétta misskilning minn með því að segja að í vor hafi Alþingi samþykkt sérstök vatnsverndarlög og því séu áhyggjur mínar af frumvarpinu ástæðulausar. En formanninum til upplýsingar þá eru Lög um stjórn vatnsmála (36/2011) EKKI vatnsverndarlög. Í þeim eru engar efnisreglur um vatnsvernd. Þau eru einskonar leikreglur um söfnun upplýsinga og áætlanir um vernd vatns. Afar mikilvægt er að formaður umhverfisnefndar Alþingis átti sig á því að vatnastjórn (aðferðafræðin) er ekki sú sama og vatnsvernd (aðhaldið) – a.m.k. áður en hann skrifar aðra grein. Merði láðist einnig að upplýsa almenning um að vatnastjórnunaráætlunin (aðferðafræðin) mun ekki verða tilbúin fyrr en eftir nokkur ár en í síðasta lagi 1. janúar 2018 eins og stendur aftast í lögunum. Umhverfisstofnun hefur að vísu áform um að ljúka verkinu árið 2015 þannig að áfram verða rúmar heimildir fyrir óábyrga meðferð vatnsmála – einmitt það sem Orkustofnun vill hafa. Mörður fullyrðir að vatnalagafrumvarp lögfræðinganna sé hið ágætasta þrátt fyrir að þar vanti öll ákvæði um verndun vatns og gefur í skyn að þeir sem hafi gefið umsagnir hafi verið jákvæðir og lagt ýmislegt gott til. Fyrir framan mig er heill bunki umsagna um frumvarpið sem allar eru á einn veg og óhætt að gefa því falleinkunn samkvæmt þeim. Eflaust hefur frumvarpið skánað í meðferð iðnaðarnefndar Alþingis, skárra væri það nú, en ef vanda hefði átt til verka hefði Mörður átt að seilast ofan í djúpu skúffu iðnaðarráðherra og bursta nýfallið ryk af vandaðri vinnu Vatnalaganefndar. Í markmiðslýsingunni stendur: „Markmið laga þessara er að kveða á um verndun og nýtingu vatns, rétt almennings til vatns og vatnsréttindi landeigenda. Lögunum er ætlað að stuðla að verndun vatnsgæða, lífríkis vatns og votlendis, tryggja greiðan aðgang landsmanna að nægu og hreinu vatni og stuðla að skynsamlegri nýtingu vatnsauðlindarinnar á grundvelli sjálfbærrar þróunar.“ Augljóst er að ekki hefur tekist pólitísk sátt um vatnalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Sorglega staðreyndin er samt sú að iðnaðarráðherra kaus að styðja yfirgang Orkustofnunar og iðnaðar á kostnað náttúru Íslands og almannaheilla og því siglum við áfram sofandi að ósi og smíðum lög sem vernda ekki viðkvæmustu og mestu auðæfi landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Alveg er deginum ljósara að iðnaðarráðherra hefur klúðrað framgangi vandaðrar lagasetningar um vatn sem þó er til í frumvarpsformi (Vatnalaganefndar) falin í skúffu ráðherra. Mikið er í húfi því eðli málsins samkvæmt varða vatnalög hvert einasta mannsbarn á Íslandi um ókomin ár og fátt getur fremur ógnað fullveldi þjóðar en vond vatnalög. Mörður er fimur karpari og í Eyjupistli sínum skautar hann ákaft til að dreifa athygli frá klúðri Katrínar. Ég met málefnalega orðræðu og einlægan vilja Marðar í umhverfismálum ólíkt meira. Hann er einn af fáum náttúruverndurum á Alþingi Íslendinga og jafnvel innan þingmanna eigin flokks. Klúður Katrínar er það að hafa hætt við ákaflega efnilegt frumvarp sem Vatnalaganefnd vann að í nokkur ár og hefur að geyma flest ef ekki öll verndarákvæði um vatn sem nauðsynlegt er að hafa í lögum. Þar var líka hugað að almannarétti og almannahag. Gallinn við frumvarpssmíð Vatnalaganefndarinnar var möguleikinn á að framselja vatnsrétt, sem er álíka og að framselja fiskveiðikvóta nema margfalt hættulegra. Frumvarp nefndarinnar var samið af fólki úr mörgum áttum samfélagsins, fagfólki á ýmsum sviðum – og lofaði góðu. En augljóst má vera að orkugeirinn, og þá sérstaklega Orkustofnun sem nú valsar um orkulindir og náttúruperlur og gefur úr rannsóknaleyfi á færibandi með fullum stuðningi iðnaðarráðherra, hefur óttast ákvæði um náttúruvernd og almannarétt. Þessi óábyrga framganga forstjóra Orkustofnunar og iðnaðarráðherra er ríkisstjórn sem heitið hefur að efla náttúruvernd til vansa. Mér leiðist karp en Mörður fer með rangt mál þegar hann segir að ég finni vatnsfrumvarpi iðnaðarráðherra fyrst og fremst til foráttu að þar sé fátt um vatnsvernd. Ojæja – lesendur geta kannski dæmt sjálfir að fleira er áhyggjuefni. En hafi einhver skriplað á skötunni þá er það formaður umhverfisnefndar Alþingis þegar hann vill leiðrétta misskilning minn með því að segja að í vor hafi Alþingi samþykkt sérstök vatnsverndarlög og því séu áhyggjur mínar af frumvarpinu ástæðulausar. En formanninum til upplýsingar þá eru Lög um stjórn vatnsmála (36/2011) EKKI vatnsverndarlög. Í þeim eru engar efnisreglur um vatnsvernd. Þau eru einskonar leikreglur um söfnun upplýsinga og áætlanir um vernd vatns. Afar mikilvægt er að formaður umhverfisnefndar Alþingis átti sig á því að vatnastjórn (aðferðafræðin) er ekki sú sama og vatnsvernd (aðhaldið) – a.m.k. áður en hann skrifar aðra grein. Merði láðist einnig að upplýsa almenning um að vatnastjórnunaráætlunin (aðferðafræðin) mun ekki verða tilbúin fyrr en eftir nokkur ár en í síðasta lagi 1. janúar 2018 eins og stendur aftast í lögunum. Umhverfisstofnun hefur að vísu áform um að ljúka verkinu árið 2015 þannig að áfram verða rúmar heimildir fyrir óábyrga meðferð vatnsmála – einmitt það sem Orkustofnun vill hafa. Mörður fullyrðir að vatnalagafrumvarp lögfræðinganna sé hið ágætasta þrátt fyrir að þar vanti öll ákvæði um verndun vatns og gefur í skyn að þeir sem hafi gefið umsagnir hafi verið jákvæðir og lagt ýmislegt gott til. Fyrir framan mig er heill bunki umsagna um frumvarpið sem allar eru á einn veg og óhætt að gefa því falleinkunn samkvæmt þeim. Eflaust hefur frumvarpið skánað í meðferð iðnaðarnefndar Alþingis, skárra væri það nú, en ef vanda hefði átt til verka hefði Mörður átt að seilast ofan í djúpu skúffu iðnaðarráðherra og bursta nýfallið ryk af vandaðri vinnu Vatnalaganefndar. Í markmiðslýsingunni stendur: „Markmið laga þessara er að kveða á um verndun og nýtingu vatns, rétt almennings til vatns og vatnsréttindi landeigenda. Lögunum er ætlað að stuðla að verndun vatnsgæða, lífríkis vatns og votlendis, tryggja greiðan aðgang landsmanna að nægu og hreinu vatni og stuðla að skynsamlegri nýtingu vatnsauðlindarinnar á grundvelli sjálfbærrar þróunar.“ Augljóst er að ekki hefur tekist pólitísk sátt um vatnalagafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Sorglega staðreyndin er samt sú að iðnaðarráðherra kaus að styðja yfirgang Orkustofnunar og iðnaðar á kostnað náttúru Íslands og almannaheilla og því siglum við áfram sofandi að ósi og smíðum lög sem vernda ekki viðkvæmustu og mestu auðæfi landsins.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun