Bikardrottningin í Valsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2011 08:00 Hallbera Guðný Gísladóttir fagnar sjöföldum bikarmeistara, Emblu Sigríði Grétarsdóttur, með því að sturta yfir hana úr vatnsbrúsa eins og venjan er á slíkum sigurstundum. Mynd/Arnþór Valskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í bikarkeppninni um helgina með því að vinna öruggan 2-0 sigur á KR í úrslitaleik Valitor-bikarsins á Laugardalsvellinum. Valsliðið var þarna að vinna ellefta bikarleikinn í röð og fór því með bikarinn heim á Hlíðarenda þriðja árið í röð. Fyrir nokkrum árum gekk Valsliðinu oft illa að landa þessum titli þrátt fyrir nokkra yfirburði á Íslandsmótinu en nú er raunin önnur og bikarinn á eflaust orðið fastan stað í bikarskápnum á Hlíðarenda. Reynsluboltarnir Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sáu um að skora mörkin en sú síðarnefnda hefði auðveldlega getað skorað fernu í þessum leik. Kristín Ýr var því orðin langeygð eftir marki þegar glæsilegur skalli hennar þandi netmöskvana í seinni hálfleik, en það mark gerði nánast út um leikinn. „Við duttum aðeins niður í smá stress en við erum með reynsluna á bak við okkur og það vann með okkur í dag," sagði Rakel Logadóttir eftir leikinn, en hún var ein af þeim í Valsliðinu sem voru að vinna bikarinn í fimmta sinn. Laufey Ólafsdóttir er líka í þeim hópi en Laufey átti mjög góðan leik á miðju Valsliðsins í gær. Bikardrottningin í Valsliðinu er hins vegar Hornfirðingurinn Embla Sigríður Grétarsdóttir, sem varð bikarmeistari fimmta árið í röð og alls í sjöunda sinn á sínum ferli. Með þessum sjöunda bikarmeistaratitli jafnaði hún met Valskonunnar Guðrúnar Sæmundsdóttur, sem vann bikarinn sjö sinnum með Val á árunum 1984-1995. „Þetta er bara æðislegt og það er ógeðslega gaman að vinna þennan titil," sagði Embla í leikslok. „Íslandsmeistaratitilinn er farinn og það skipti því rosalega miklu máli að ná þessum titli. Við erum með það gott lið að það hefði verið hræðilegt að klúðra báðum titlunum þetta árið," sagði Embla, en það er líka langt síðan hún tapaði í bikarúrslitaleik, meira en áratugur. Embla þurfti að sætta sig við silfur 1998 og 2000 en eftir það hefur hún haldið sig við gullið.Bestu vinkonur Laufey Ólafsdóttir og Rakel Logadóttir fagna hér saman í leikslok, en þær hafa unnið marga titla saman.Fréttablaðið/ArnþórValskonur nýttu sér reynsluna í sínu liði eftir að hafa rétt sloppið inn í hálfleikinn án þess að fá á sig mark. „Þær komu dýrvitlausar inn í leikinn um miðjan fyrri hálfleik og pressuðu vel á okkur. Það hefði allt getað gerst þá en sem betur fer róuðum við okkur svolítið niður í hálfleik. Við vorum uppspenntar en við komum öflugar inn í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta svona glæsilega. Það stafaði ekki mikil ógn af þeim í seinni hálfleik," sagði Embla. Embla er hluti af hinni sterku vörn Valsliðsins sem fékk ekki á sig mark í bikarkeppninni í ár. Liðið vann þrjá 1-0 sigra á leið sinni í úrslitaleikinn og hefur nú haldið marki sínu hreinu í 678 mínútur í bikarkeppninni. Embla hefur verið á sínum stað í Valsvörninni allan þennan tíma. Það bjuggust ekki margir við miklu af KR-liðinu, ekki síst eftir að liðið lenti undir á þriðju mínútu. „Við áttum góðan kafla í lokin á fyrri hálfleik en svo datt þetta allt niður hjá okkur í seinni hálfleiknum. Við vorum orðnar þreyttar og það var eins og orkan væri alveg búin hjá okkur. Við áttum færi í fyrri hálfleiknum og vorum þá að spila boltanum vel á milli okkar. Svo ætluðum við að halda því áfram en það gekk ekki," sagði KR-ingurinn Katrín Ásbjörnsdóttir. „Valsstelpurnar eru rosalega sterkar og þær halda þetta alveg út í 90 mínútur. Mér finnst þær vera besta liðið á Íslandi núna," sagði Katrín. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Valskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í bikarkeppninni um helgina með því að vinna öruggan 2-0 sigur á KR í úrslitaleik Valitor-bikarsins á Laugardalsvellinum. Valsliðið var þarna að vinna ellefta bikarleikinn í röð og fór því með bikarinn heim á Hlíðarenda þriðja árið í röð. Fyrir nokkrum árum gekk Valsliðinu oft illa að landa þessum titli þrátt fyrir nokkra yfirburði á Íslandsmótinu en nú er raunin önnur og bikarinn á eflaust orðið fastan stað í bikarskápnum á Hlíðarenda. Reynsluboltarnir Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sáu um að skora mörkin en sú síðarnefnda hefði auðveldlega getað skorað fernu í þessum leik. Kristín Ýr var því orðin langeygð eftir marki þegar glæsilegur skalli hennar þandi netmöskvana í seinni hálfleik, en það mark gerði nánast út um leikinn. „Við duttum aðeins niður í smá stress en við erum með reynsluna á bak við okkur og það vann með okkur í dag," sagði Rakel Logadóttir eftir leikinn, en hún var ein af þeim í Valsliðinu sem voru að vinna bikarinn í fimmta sinn. Laufey Ólafsdóttir er líka í þeim hópi en Laufey átti mjög góðan leik á miðju Valsliðsins í gær. Bikardrottningin í Valsliðinu er hins vegar Hornfirðingurinn Embla Sigríður Grétarsdóttir, sem varð bikarmeistari fimmta árið í röð og alls í sjöunda sinn á sínum ferli. Með þessum sjöunda bikarmeistaratitli jafnaði hún met Valskonunnar Guðrúnar Sæmundsdóttur, sem vann bikarinn sjö sinnum með Val á árunum 1984-1995. „Þetta er bara æðislegt og það er ógeðslega gaman að vinna þennan titil," sagði Embla í leikslok. „Íslandsmeistaratitilinn er farinn og það skipti því rosalega miklu máli að ná þessum titli. Við erum með það gott lið að það hefði verið hræðilegt að klúðra báðum titlunum þetta árið," sagði Embla, en það er líka langt síðan hún tapaði í bikarúrslitaleik, meira en áratugur. Embla þurfti að sætta sig við silfur 1998 og 2000 en eftir það hefur hún haldið sig við gullið.Bestu vinkonur Laufey Ólafsdóttir og Rakel Logadóttir fagna hér saman í leikslok, en þær hafa unnið marga titla saman.Fréttablaðið/ArnþórValskonur nýttu sér reynsluna í sínu liði eftir að hafa rétt sloppið inn í hálfleikinn án þess að fá á sig mark. „Þær komu dýrvitlausar inn í leikinn um miðjan fyrri hálfleik og pressuðu vel á okkur. Það hefði allt getað gerst þá en sem betur fer róuðum við okkur svolítið niður í hálfleik. Við vorum uppspenntar en við komum öflugar inn í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta svona glæsilega. Það stafaði ekki mikil ógn af þeim í seinni hálfleik," sagði Embla. Embla er hluti af hinni sterku vörn Valsliðsins sem fékk ekki á sig mark í bikarkeppninni í ár. Liðið vann þrjá 1-0 sigra á leið sinni í úrslitaleikinn og hefur nú haldið marki sínu hreinu í 678 mínútur í bikarkeppninni. Embla hefur verið á sínum stað í Valsvörninni allan þennan tíma. Það bjuggust ekki margir við miklu af KR-liðinu, ekki síst eftir að liðið lenti undir á þriðju mínútu. „Við áttum góðan kafla í lokin á fyrri hálfleik en svo datt þetta allt niður hjá okkur í seinni hálfleiknum. Við vorum orðnar þreyttar og það var eins og orkan væri alveg búin hjá okkur. Við áttum færi í fyrri hálfleiknum og vorum þá að spila boltanum vel á milli okkar. Svo ætluðum við að halda því áfram en það gekk ekki," sagði KR-ingurinn Katrín Ásbjörnsdóttir. „Valsstelpurnar eru rosalega sterkar og þær halda þetta alveg út í 90 mínútur. Mér finnst þær vera besta liðið á Íslandi núna," sagði Katrín.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira