Rangfærslur um mannréttindi leiðréttar Bjarni Jónsson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið ötull við að gagnrýna samþykkt Mannréttindaráðs Reykjavíkur (MRR) um „Skólastarf í Reykjavík og trúar- og lífsskoðunarfélög“ sem bíður afgreiðslu borgarráðs. Í umræðu í vetur komu fram ýmsar fullyrðingar sem eru rangar um innihald tillagnanna og markmið þeirra. Rangfærslurnar hafa síðan verið endurteknar þrátt fyrir tilraunir til að leiðrétta þær. Mig langar að gera enn eina tilraun til að leiðrétta nokkrar þeirra. Í grein Júlíusar hinn 20. ágúst í Fbl. vitnar hann í álit borgarlögmanns um starfssvið ráðsins: „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um.“ Í 2. grein samþykkta ráðsins segir: „Mannréttindaráð skal móta stefnu, taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess.“ Samþykkt MRR bíður nú afgreiðslu borgarráðs og vinnur það því samkvæmt samþykktum þess. Engum af þeim sem standa að samþykktinni hefur nokkru sinni dottið í hug annað verklag. Engin andstæða er í áliti lögmannsins og samþykktum MRR þar sem þeim er fylgt. Það er eitt af meginhlutverkum MRR og skrifstofunnar að gæta þess að mannréttindi séu virt í starfsemi borgarinnar. Það væri því beinlínis rangt ef MRR hefði ekki sett fram þær samskiptareglur sem nú er verið að innleiða. Grunnur að þeirri vinnu var lagður með vinnu og skýrslu um skóla og trúmál sem birt var 2008. Eins og áður segir hefur umræðan um þetta mál oft á tíðum snúist um málefni sem ekki er getið í tillögunni. Ég ætla, að þegar fólk tekur fram lyklaborðið til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu, að það lesi það sem það hyggst gagnrýna. Því hefur verið haldið fram að verið sé að vega að rótum kristni, að verið sé að breyta námsskrá og kennslu um kristni. Því er einnig haldið fram að verið sé að leggja niður þjóðsönginn og jólin og banna umræðu um vináttu, umhyggju og náungakærleik, að verið sé að útrýma kristinni menningu og ráðast á þjóðkirkjuna og steypa andlegri örbirgð yfir börn í Reykjavík! Meira að segja hefur því verið haldið fram að ekki megi ræða um útfarir í skólum vegna samþykktarinnar! Ekkert af ofangreindum fullyrðingum er að finna í samþykkt MRR. Í þeim er verið að setja ramma utan um samskipti skóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í samþykktinni er kveðið á um að hlutverk skóla sé að fræða um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir. Einnig er þess getið að skólastjórnendur geti boðið fulltrúum lífsskoðana í heimsókn til kynningar samkvæmt námsskrá. Einnig er þar að finna ákvæði sem ætlað er að koma í veg fyrir trúboð í skólum og á frístundaheimilum enda er það ekki hlutverk opinberra skóla að vera vettvangur slíks. Einn liður samþykktanna tekur á heimsóknum nemenda í helgistaði trúarhópa og skuli þær vera samkvæmt námsskrá og undir handleiðslu kennara. Í heimsóknum skal gætt að því að börnin séu ekki þátttakendur í helgisiðum eða athöfnum. Því er síðan beint til félaga við skipulagningu fermingarfræðslu og barnastarf skuli skólastarf ekki verða fyrir truflun. Einnig er þess getið að við áfall tengt skólum skuli aðstoðar leitað til fagaðila, s.s. sálfræðinga eða fulltrúa trúar- eða lífsskoðunarfélaga. Þetta er í stórum dráttum innihald samþykkta MRR. Ég vil því spyrja þá sem lesa þessa grein: Er eitthvað í upptalningu innihalds samþykktarinnar sem réttlætir þá gagnrýni sem ég hef minnst á hér að ofan? Það þarf alla vega mjög skökk gleraugu til að geta lesið slíkt úr samþykkt MRR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið ötull við að gagnrýna samþykkt Mannréttindaráðs Reykjavíkur (MRR) um „Skólastarf í Reykjavík og trúar- og lífsskoðunarfélög“ sem bíður afgreiðslu borgarráðs. Í umræðu í vetur komu fram ýmsar fullyrðingar sem eru rangar um innihald tillagnanna og markmið þeirra. Rangfærslurnar hafa síðan verið endurteknar þrátt fyrir tilraunir til að leiðrétta þær. Mig langar að gera enn eina tilraun til að leiðrétta nokkrar þeirra. Í grein Júlíusar hinn 20. ágúst í Fbl. vitnar hann í álit borgarlögmanns um starfssvið ráðsins: „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um.“ Í 2. grein samþykkta ráðsins segir: „Mannréttindaráð skal móta stefnu, taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess.“ Samþykkt MRR bíður nú afgreiðslu borgarráðs og vinnur það því samkvæmt samþykktum þess. Engum af þeim sem standa að samþykktinni hefur nokkru sinni dottið í hug annað verklag. Engin andstæða er í áliti lögmannsins og samþykktum MRR þar sem þeim er fylgt. Það er eitt af meginhlutverkum MRR og skrifstofunnar að gæta þess að mannréttindi séu virt í starfsemi borgarinnar. Það væri því beinlínis rangt ef MRR hefði ekki sett fram þær samskiptareglur sem nú er verið að innleiða. Grunnur að þeirri vinnu var lagður með vinnu og skýrslu um skóla og trúmál sem birt var 2008. Eins og áður segir hefur umræðan um þetta mál oft á tíðum snúist um málefni sem ekki er getið í tillögunni. Ég ætla, að þegar fólk tekur fram lyklaborðið til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu, að það lesi það sem það hyggst gagnrýna. Því hefur verið haldið fram að verið sé að vega að rótum kristni, að verið sé að breyta námsskrá og kennslu um kristni. Því er einnig haldið fram að verið sé að leggja niður þjóðsönginn og jólin og banna umræðu um vináttu, umhyggju og náungakærleik, að verið sé að útrýma kristinni menningu og ráðast á þjóðkirkjuna og steypa andlegri örbirgð yfir börn í Reykjavík! Meira að segja hefur því verið haldið fram að ekki megi ræða um útfarir í skólum vegna samþykktarinnar! Ekkert af ofangreindum fullyrðingum er að finna í samþykkt MRR. Í þeim er verið að setja ramma utan um samskipti skóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í samþykktinni er kveðið á um að hlutverk skóla sé að fræða um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir. Einnig er þess getið að skólastjórnendur geti boðið fulltrúum lífsskoðana í heimsókn til kynningar samkvæmt námsskrá. Einnig er þar að finna ákvæði sem ætlað er að koma í veg fyrir trúboð í skólum og á frístundaheimilum enda er það ekki hlutverk opinberra skóla að vera vettvangur slíks. Einn liður samþykktanna tekur á heimsóknum nemenda í helgistaði trúarhópa og skuli þær vera samkvæmt námsskrá og undir handleiðslu kennara. Í heimsóknum skal gætt að því að börnin séu ekki þátttakendur í helgisiðum eða athöfnum. Því er síðan beint til félaga við skipulagningu fermingarfræðslu og barnastarf skuli skólastarf ekki verða fyrir truflun. Einnig er þess getið að við áfall tengt skólum skuli aðstoðar leitað til fagaðila, s.s. sálfræðinga eða fulltrúa trúar- eða lífsskoðunarfélaga. Þetta er í stórum dráttum innihald samþykkta MRR. Ég vil því spyrja þá sem lesa þessa grein: Er eitthvað í upptalningu innihalds samþykktarinnar sem réttlætir þá gagnrýni sem ég hef minnst á hér að ofan? Það þarf alla vega mjög skökk gleraugu til að geta lesið slíkt úr samþykkt MRR.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun