Höfuðstöðvarnar á valdi uppreisnarliðs 24. ágúst 2011 00:00 Í höfuðstöðvum Gaddafís Uppreisnarmenn fagna í höfuðstöðvum Gaddafís og gera lítið úr helstu valdatáknum leiðtogans fallna.nordicphotos/AFP Uppreisnarmenn í Líbíu náðu höfuðstöðvum Múammars Gaddafí í Trípolí á sitt vald í gær eftir harða skotbardaga við stuðningsmenn Gaddafís klukkustundum saman. Höfuðstöðvarnar eru nokkur hús, herskálar og tjöld inni á rammgirtri lóð. Þar eru bæði skrifstofur Gaddafís og vistarverur hans og fjölskyldu hans. Hann sjálfur sást hvergi og var ekki vitað hvar hann væri niðurkominn. Kirsan Iljumisjov, hinn rússneski forseti Alþjóðaskáksambandsins, sagðist þó hafa rætt við Gaddafí í síma í gær, en þeir munu vera góðir kunningjar. „Við erum að leita að Gaddafí. Við verðum að finna hann núna,“ segir Sohaib Nefati, 29 ára gamall liðsmaður uppreisnarsveitanna, sem sat með riffil sinn upp við vegg innan höfuðstöðvanna. Annar klifraði upp á fræga gyllta styttu af krepptum hnefa sem kremur líkan af bandarískri herþotu. Þar skaut hann upp í loftið við mikinn fögnuð félaga sinna. Undanfarna mánuði hafa hersveitir NATO gert allmargar loftárásir á höfuðstöðvarnar, þannig að þær voru að stórum hluta í rústum þegar uppreisnarmennirnir réðust inn. Uppreisnarmenn sögðust einnig vera með full yfirráð yfir byggingu ríkissjónvarpsins í Trípolí. Þeir sögðu flugvöllinn í borginni einnig vera á þeirra valdi. Stjórnarherinn og aðrir stuðningsmenn Gaddafís höfðu þó enn suma hluta borgarinnar á sínu valdi og erlendir fréttamenn sögðust einnig sjá að þeir væru með nokkra staði innan höfuðstöðva Gaddafís á sínu valdi. Bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Bengasí, austan til í Líbíu, hefur sagst ætla að leggja áherslu á að ná sáttum meðal landsmanna. Þeir ætla sér að stjórna í skamman tíma meðan verið er að semja nýja stjórnarskrá og efna til kosninga. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Uppreisnarmenn í Líbíu náðu höfuðstöðvum Múammars Gaddafí í Trípolí á sitt vald í gær eftir harða skotbardaga við stuðningsmenn Gaddafís klukkustundum saman. Höfuðstöðvarnar eru nokkur hús, herskálar og tjöld inni á rammgirtri lóð. Þar eru bæði skrifstofur Gaddafís og vistarverur hans og fjölskyldu hans. Hann sjálfur sást hvergi og var ekki vitað hvar hann væri niðurkominn. Kirsan Iljumisjov, hinn rússneski forseti Alþjóðaskáksambandsins, sagðist þó hafa rætt við Gaddafí í síma í gær, en þeir munu vera góðir kunningjar. „Við erum að leita að Gaddafí. Við verðum að finna hann núna,“ segir Sohaib Nefati, 29 ára gamall liðsmaður uppreisnarsveitanna, sem sat með riffil sinn upp við vegg innan höfuðstöðvanna. Annar klifraði upp á fræga gyllta styttu af krepptum hnefa sem kremur líkan af bandarískri herþotu. Þar skaut hann upp í loftið við mikinn fögnuð félaga sinna. Undanfarna mánuði hafa hersveitir NATO gert allmargar loftárásir á höfuðstöðvarnar, þannig að þær voru að stórum hluta í rústum þegar uppreisnarmennirnir réðust inn. Uppreisnarmenn sögðust einnig vera með full yfirráð yfir byggingu ríkissjónvarpsins í Trípolí. Þeir sögðu flugvöllinn í borginni einnig vera á þeirra valdi. Stjórnarherinn og aðrir stuðningsmenn Gaddafís höfðu þó enn suma hluta borgarinnar á sínu valdi og erlendir fréttamenn sögðust einnig sjá að þeir væru með nokkra staði innan höfuðstöðva Gaddafís á sínu valdi. Bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Bengasí, austan til í Líbíu, hefur sagst ætla að leggja áherslu á að ná sáttum meðal landsmanna. Þeir ætla sér að stjórna í skamman tíma meðan verið er að semja nýja stjórnarskrá og efna til kosninga. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“