Fyndni fulli kallinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. ágúst 2011 06:00 Á mínum bernskuárum hafði ég óskaplega gaman af fullum körlum. Það var hreinn hvalreki fyrir okkur krakkana í þorpinu þegar við fundum karla sem höfðu slysast til að vera ölvaðir á kristilegum tíma. Vorum við þá ekki lengi að fjölmenna í kringum þessa ólánsömu menn sem létu kjánalega okkur krökkunum til ómældrar kátínu. Samtal þeirra og hátterni allt var svo absúrd að úr varð hin mesta skemmtan. Það bar ekki alltaf svo vel í veiði hjá skemmtanaglaðri æskunni en þó var stundum hægt að verða sér úti um svona grátt gaman ef maður gat vakað nógu lengi og fylgst síðan með í gegnum gluggatjöldin þegar fólk var að tínast heim af dansleikjum í Baldurshaga. Þá vildi stundum slæðast með vegfarendum fyndnir fullir karlar sem létu kjánalega til að skemmta hinum sem farið höfðu á mis við brenglunina í Bakkusi. Í Reykjavík var síðan hægt að ganga að svona körlum vísum. Síðan taldi ég mig hafa vaxið upp úr þessu gráa gamni en komst að því í Grænlandsferð einni árið 2003 að svo var ekki. Þar urðu nokkrir hvalveiðimenn, sem ég slóst í för með, strax að fyndnum fullum körlum eftir tvö staup. Með kjánaskap sínum héldu þeir mér kátum fram eftir kvöldi. Rifjaðist þarna upp fyrir mér að ég hafði ekki séð slíkan fyllibyttuleikþátt lengi og hafði ég þó oft verið innan um drukkna Íslendinga. Þá rann upp fyrir mér sú staðreynd að fyndni fulli Íslendingurinn væri á slíku undanhaldi að setja mætti hann á menningarlegan válista. Þetta þótti mér hrikaleg þróun, sérstaklega í ljósi þess að drykkfelldum Íslendingum hafði síður en svo fækkað. En hvað varð af honum? Hvarf hann vegna þess að fylliríið hætti að vera fyndið á Íslandi? Eða hafði barnaefni og gamanmyndum fleygt svo fram að hann þurfti undan að láta í samkeppninni? Eða er þetta Boga og Örvari að kenna? Fljótlega missti ég áhugann á þessum spurningum þar sem aðrar og áhugaverðari vöknuðu. Til dæmis, ef fulli karlinn er ekki rænulausari en svo að hann getur tekið þá ákvörðun að hætta að vera kjánalegur trúður, getur hann þá ekki ákveðið að hætta allri þessari vitleysu sem hann gerir ekki nema í skjóli ölvunar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun
Á mínum bernskuárum hafði ég óskaplega gaman af fullum körlum. Það var hreinn hvalreki fyrir okkur krakkana í þorpinu þegar við fundum karla sem höfðu slysast til að vera ölvaðir á kristilegum tíma. Vorum við þá ekki lengi að fjölmenna í kringum þessa ólánsömu menn sem létu kjánalega okkur krökkunum til ómældrar kátínu. Samtal þeirra og hátterni allt var svo absúrd að úr varð hin mesta skemmtan. Það bar ekki alltaf svo vel í veiði hjá skemmtanaglaðri æskunni en þó var stundum hægt að verða sér úti um svona grátt gaman ef maður gat vakað nógu lengi og fylgst síðan með í gegnum gluggatjöldin þegar fólk var að tínast heim af dansleikjum í Baldurshaga. Þá vildi stundum slæðast með vegfarendum fyndnir fullir karlar sem létu kjánalega til að skemmta hinum sem farið höfðu á mis við brenglunina í Bakkusi. Í Reykjavík var síðan hægt að ganga að svona körlum vísum. Síðan taldi ég mig hafa vaxið upp úr þessu gráa gamni en komst að því í Grænlandsferð einni árið 2003 að svo var ekki. Þar urðu nokkrir hvalveiðimenn, sem ég slóst í för með, strax að fyndnum fullum körlum eftir tvö staup. Með kjánaskap sínum héldu þeir mér kátum fram eftir kvöldi. Rifjaðist þarna upp fyrir mér að ég hafði ekki séð slíkan fyllibyttuleikþátt lengi og hafði ég þó oft verið innan um drukkna Íslendinga. Þá rann upp fyrir mér sú staðreynd að fyndni fulli Íslendingurinn væri á slíku undanhaldi að setja mætti hann á menningarlegan válista. Þetta þótti mér hrikaleg þróun, sérstaklega í ljósi þess að drykkfelldum Íslendingum hafði síður en svo fækkað. En hvað varð af honum? Hvarf hann vegna þess að fylliríið hætti að vera fyndið á Íslandi? Eða hafði barnaefni og gamanmyndum fleygt svo fram að hann þurfti undan að láta í samkeppninni? Eða er þetta Boga og Örvari að kenna? Fljótlega missti ég áhugann á þessum spurningum þar sem aðrar og áhugaverðari vöknuðu. Til dæmis, ef fulli karlinn er ekki rænulausari en svo að hann getur tekið þá ákvörðun að hætta að vera kjánalegur trúður, getur hann þá ekki ákveðið að hætta allri þessari vitleysu sem hann gerir ekki nema í skjóli ölvunar?
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun