Risahótel á Fjöllum á borð Kínastjórnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. ágúst 2011 07:00 Bragi Benediktsson, eigandi og ábúandi í Grímstungu á Grímsstöðum, fær hér vinargjöf úr hendi Huangs Nubo sem keypt hefur jörðina. Með þeim er Ragnar Benediktsson. Mynd/Úr einkasafni Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt. Hunag Nubo er einn ríkustu manna Kína og á hótel í Bandaríkjunum, Kína og víðar í Asíu. Ætlun Nubos er að reisa um eitt hundrað herbergja heilsárshótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Markhópurinn mun vera efnaðir Kínverjar og Bandaríkjamenn sem eiga að geta notið friðsældar og útivistar í þrjú hundruð metra hæð í auðnum og náttúrufegurð Norð-Austurlands. Áformin fela einnig í sér byggingu 300 herbergja fimm stjarna hótels í Reykjavík. Heildarfjárfestingin er áætluðfimmtíu til sextíu milljarðar króna. Nubo ætlar sér að flytja fjármagnið frá Kína. Þar eru gjaldeyrishöft og því þurfa kínversk stjórnvöld að samþykkja gjaldeyrisyfirfærslu til verkefnisins. Lögum samkvæmt mega þeir sem búsettir eru utan evrópska efnahagssvæðisins ekki kaupa fasteignir, þar með taldar jarðir, hérlendis nema með samþykki innanríkisráðuneytisins. Ekki hefur enn verið óskað eftir slíkri heimild. Nubo mun leggja mikla áherslu á að málið fari aðeins í gang í góðri sátt við allt og alla. Með kaupunum eignast Nubo yfir sjötíu prósenta hlut í Grímsstaðajörðinni. Ríkið á 25 prósent af landinu. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðarráðuneytisins sem fer með hlut ríkisins í jörðinni, segir ekki víst að málið komi þangað inn á borð. „Það gæti komið til umfjöllunar ef þarf að taka land úr landbúnaðarnotum. Þá á ríkið land á Grímsstaðatorfunni og hluti þess er í óskiptri sameign. En það er samt ekkert sem segir að það skapi aðkomu ráðuneytisins að málinu,“ útskýrir Bjarni. Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf um skipulagsmál vegna hótelsins. „Þetta fellur vel að okkar framtíðarsýn í ferðamennsku. Fjárfestingar af þessum mælikvarða skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri. „Nubo leggur mikla áherslu á að vinna með okkur að eflingu ferðaþjónustunnar og taka þátt í ýmsum verkefnum hér í samfélaginu. Með þessu getur litla Ísland líka fengið aðgang að gríðarlegu markaðssvæði,“ segir Bergur, sem kveður hægt að hefja framkvæmdir eftir sex til átta mánuði og opna hótelið eftir þrjú ár. Fréttir Innlent Jarðakaup útlendinga Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt. Hunag Nubo er einn ríkustu manna Kína og á hótel í Bandaríkjunum, Kína og víðar í Asíu. Ætlun Nubos er að reisa um eitt hundrað herbergja heilsárshótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Markhópurinn mun vera efnaðir Kínverjar og Bandaríkjamenn sem eiga að geta notið friðsældar og útivistar í þrjú hundruð metra hæð í auðnum og náttúrufegurð Norð-Austurlands. Áformin fela einnig í sér byggingu 300 herbergja fimm stjarna hótels í Reykjavík. Heildarfjárfestingin er áætluðfimmtíu til sextíu milljarðar króna. Nubo ætlar sér að flytja fjármagnið frá Kína. Þar eru gjaldeyrishöft og því þurfa kínversk stjórnvöld að samþykkja gjaldeyrisyfirfærslu til verkefnisins. Lögum samkvæmt mega þeir sem búsettir eru utan evrópska efnahagssvæðisins ekki kaupa fasteignir, þar með taldar jarðir, hérlendis nema með samþykki innanríkisráðuneytisins. Ekki hefur enn verið óskað eftir slíkri heimild. Nubo mun leggja mikla áherslu á að málið fari aðeins í gang í góðri sátt við allt og alla. Með kaupunum eignast Nubo yfir sjötíu prósenta hlut í Grímsstaðajörðinni. Ríkið á 25 prósent af landinu. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðarráðuneytisins sem fer með hlut ríkisins í jörðinni, segir ekki víst að málið komi þangað inn á borð. „Það gæti komið til umfjöllunar ef þarf að taka land úr landbúnaðarnotum. Þá á ríkið land á Grímsstaðatorfunni og hluti þess er í óskiptri sameign. En það er samt ekkert sem segir að það skapi aðkomu ráðuneytisins að málinu,“ útskýrir Bjarni. Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf um skipulagsmál vegna hótelsins. „Þetta fellur vel að okkar framtíðarsýn í ferðamennsku. Fjárfestingar af þessum mælikvarða skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri. „Nubo leggur mikla áherslu á að vinna með okkur að eflingu ferðaþjónustunnar og taka þátt í ýmsum verkefnum hér í samfélaginu. Með þessu getur litla Ísland líka fengið aðgang að gríðarlegu markaðssvæði,“ segir Bergur, sem kveður hægt að hefja framkvæmdir eftir sex til átta mánuði og opna hótelið eftir þrjú ár.
Fréttir Innlent Jarðakaup útlendinga Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira