Veigar Páll: Fátt skemmtilegra en að spila gegn Noregi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2011 09:00 Veigar Páll Gunnarsson er kominn aftur í íslenska landsliðið. Mynd/Anton Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik. „Það er mjög ánægjulegt að vera valinn aftur í landsliðið enda mikill heiður að fá að spila fyrir hönd þjóðarinnar," sagði hann í samtali við Fréttablaðið. „Það er heldur alls ekkert leyndarmál að mér finnst skemmtilegt að spila gegn Noregi. Það er nánast þannig að maður þekkir marga í norska lanndsliðinu jafnvel og þá í því íslenska. Þetta er því bara eins og að spila gegn félögunum." Noregur er í 12. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland í 124. sæti. Veigar Páll segir muninn á landsliðunum þó ekki vera mikinn þó svo að Norðmenn séu vissulega með sterkara lið. „Munurinn er ekki svo mikill – það er alveg ljóst. Norska landsliðið er með aðeins meiri breidd í sínu liði en ef við hittum á góðan dag getum við vel tekið þrjú stig. Ef okkur tekst að vinna saman sem liðsheild getum við vel tekið þrjú stig í Ósló." Hann segir muninn liggja einnig að miklu leyti í sjálfstrausti og trú á eigin getu. „Sjálfstraust og leikgleði er í hámarki í norska landsliðinu. Þegar leikmenn ganga inn á völlinn ætla þeir sér sigur – sama hver andstæðingurinn er. Skiptir engu hvort það er Þýskaland eða Færeyjar. Þeim hefur gengið vel í langan tíma og er þetta bein afleiðing af því." Ólafur Jóhannesson mun ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari þegar undankeppninni lýkur í haust. „Ég hef svo sem ekki sterkar skoðanir á því," segir Veigar Páll um það. „En miðað við árangur er ágætt að prófa eitthvað nýtt. En Óli er mjög fínn þjálfari og ég hef verið mikið í hópi hjá honum. Ég hef því ekkert slæmt um hann að segja – alls ekki." Veigar Páll hefur átt velgengni að fagna á sínum ferli en aldrei fengið að njóta sín til fulls með landsliðinu. Hann hefur fengið að líða fyrir það að spila sömu stöðu og Eiður Smári Guðjohnsen, sem hefur gengið fyrir í landsliðinu. „Ég held að það hafi haft sitt að segja og hef ég fullkominn skilning á því. En svo þegar Eiður gekk í gegnum smá lægð á sínum ferli kom Gylfi (Þór Sigurðsson) til sögunnar og gekk í sama hlutverk. Ég skil það líka mjög vel," segir hann og bætir við: „Ég verð því að líta svo á að ég sé bara fórnarlamb aðstæðna og það er lítið sem ég gert í því," sagði hann í léttum dúr. Íslenski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik. „Það er mjög ánægjulegt að vera valinn aftur í landsliðið enda mikill heiður að fá að spila fyrir hönd þjóðarinnar," sagði hann í samtali við Fréttablaðið. „Það er heldur alls ekkert leyndarmál að mér finnst skemmtilegt að spila gegn Noregi. Það er nánast þannig að maður þekkir marga í norska lanndsliðinu jafnvel og þá í því íslenska. Þetta er því bara eins og að spila gegn félögunum." Noregur er í 12. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland í 124. sæti. Veigar Páll segir muninn á landsliðunum þó ekki vera mikinn þó svo að Norðmenn séu vissulega með sterkara lið. „Munurinn er ekki svo mikill – það er alveg ljóst. Norska landsliðið er með aðeins meiri breidd í sínu liði en ef við hittum á góðan dag getum við vel tekið þrjú stig. Ef okkur tekst að vinna saman sem liðsheild getum við vel tekið þrjú stig í Ósló." Hann segir muninn liggja einnig að miklu leyti í sjálfstrausti og trú á eigin getu. „Sjálfstraust og leikgleði er í hámarki í norska landsliðinu. Þegar leikmenn ganga inn á völlinn ætla þeir sér sigur – sama hver andstæðingurinn er. Skiptir engu hvort það er Þýskaland eða Færeyjar. Þeim hefur gengið vel í langan tíma og er þetta bein afleiðing af því." Ólafur Jóhannesson mun ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari þegar undankeppninni lýkur í haust. „Ég hef svo sem ekki sterkar skoðanir á því," segir Veigar Páll um það. „En miðað við árangur er ágætt að prófa eitthvað nýtt. En Óli er mjög fínn þjálfari og ég hef verið mikið í hópi hjá honum. Ég hef því ekkert slæmt um hann að segja – alls ekki." Veigar Páll hefur átt velgengni að fagna á sínum ferli en aldrei fengið að njóta sín til fulls með landsliðinu. Hann hefur fengið að líða fyrir það að spila sömu stöðu og Eiður Smári Guðjohnsen, sem hefur gengið fyrir í landsliðinu. „Ég held að það hafi haft sitt að segja og hef ég fullkominn skilning á því. En svo þegar Eiður gekk í gegnum smá lægð á sínum ferli kom Gylfi (Þór Sigurðsson) til sögunnar og gekk í sama hlutverk. Ég skil það líka mjög vel," segir hann og bætir við: „Ég verð því að líta svo á að ég sé bara fórnarlamb aðstæðna og það er lítið sem ég gert í því," sagði hann í léttum dúr.
Íslenski boltinn Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira