Hagsmunir okkar allra Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Heildarendurskoðun á stjórn laga um fiskveiðar stendur nú yfir og hefur frumvarpið sem lagt var fram í vor verið í umsagnarferli. Nú mun sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd skila frá sér áliti ásamt umsögnunum til ráðherra en ekki kalla til umsagnaraðila á septemberþingi að ósk stjórnarandstöðunnar við þinglok í vor. Mikil gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið af hálfu margra hagsmunaaðila og telja menn því helst til foráttu að framsal sé bannað og veðsetning aflaheimilda ekki leyfð og þar með sé komið í veg fyrir enn meiri hagræðingu í fækkun skipa og vinnslustöðva um landið, einnig að nýtingarsamningar séu til of skamms tíma þ.e. allt að 23 ár. Frumvarpið er líka gagnrýnt á hinn kantinn fyrir að ganga alltof skammt í opnun á kerfinu og að það tryggi núverandi kvótahöfum áframhaldandi forgang og að úthlutun veiðiheimilda byggist ekki á jafnræði, atvinnufrelsi sé ekki nægjanlega tryggt og það hagræði sem felst í því að sjávarbyggðir liggi stutt frá gjöfulum fiskimiðum fái ekki að vaxa og dafna. Nú er það stjórnvalda að leggja fram nýtt frumvarp í haust sem horfir ekki eingöngu til þeirra umsagna sem fyrir liggja heldur einnig til kröfu kjósenda í síðustu alþingiskosningum. Kjósendur kusu þá flokka sem eru við völd til að gera raunverulegar breytingar á kerfinu með eftirfarandi markmið að leiðarljósi: a) Tryggja varanlegt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins. b) Tryggja jafnræði við úthlutun aflaheimilda og verndun atvinnufrelsis. c) Vernda fiskistofna og nýta þá með sjálfbærum og arðbærum hætti. d) Við nýtingu fiskistofna verði tekið tillit til byggða og atvinnumála. e) Stuðla að hagkvæmni og tryggja rekstrarskilyrði sjávarútvegsins til langs tíma. Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá rýma vel við þessi markmið en þar segir m.a. „að enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja og að stjórnvöld geti á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða til tiltekins hóflegs tíma í senn en slíkt leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum“. Ég tel að þessar tilögur stjórnlagaráðs eigi sér mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar og að fjármálastofnanir og allir hagsmunaaðilar verði að horfast í augu við að þeirra hagsmunir verða líka að taka mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar, tryggja jafnræði, atvinnufrelsi, nýliðun og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna. Sjávarútvegsfyrirtæki og fjármálafyrirtæki bera líka samfélagslega ábyrgð sem ekki má skjóta sér undan í skjóli hámarks hagræðingar innan greinarinnar. Það hefur orðið mikil byggðaröskun í landinu og atvinnumissir í skjóli hagræðingar innan sjávarútvegsins s.l. 20 ár og fjárfestingar í fyrirtækjum og innviðum sjávarbyggðanna nýtast ekki sem skyldi. Víða með tilheyrandi tapi fyrir viðkomandi samfélög og auknum stofnkostnaði í uppbyggingu annarstaðar á móti. Fjármálastofnanir sem treysta sér ekki til að lána sjávarútvegsfyrirtækjum eða íbúum sjávarbyggða nema með veði í óveiddum fiski í sjónum eru á rangri braut. Byggja verður útlánastarfsemi til sjávarútvegsfyrirtækja upp með sama hætti og til annarra viðskiptafyrirtækja sem eru fjármögnuð til langs tíma og hafa ekki auðlindir í eigu þjóðarinnar sem andlag veðsetningar. Það hefur verið vakin athygli á því í fréttum nýlega af íslenskum fræðimanni að viðbrögð við gagnrýni Danske bank á íslenska fjármálakerfið fyrir hrun og gagnrýni á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi séu samsvarandi að mörgu leyti. Í báðum tilfellum fer af stað þéttriðið varnarnet sem hafi það að markmiði að bægja burt gagnrýni á stórgallað kerfi. Við vitum hvernig fór fyrir fjármálakerfi landsins og verðum að þora að taka opna og heiðarlega umræðu um kosti og galla núverandi kvótakerfis en ekki slá skjaldborg hræðsluáróðurs um kerfið. Framsal og veðsetning aflaheimilda hefur ekki skilað sjávarútvegi þeirri innri uppbyggingu sem reiknað var með eins og erfið skuldastaða greinarinnar sýnir. Því miður hefur dregið úr fjárfestingu innan greinarinnar vegna útstreymis fjármuna í óskyldan rekstur, áhættufjárfestingar og einkaneyslu. Hagsmunir þjóðarinnar, núverandi handhafa aflaheimilda og fjármálastofnana eiga að geta farið saman. Að því markmiði skulum við vinna og sleppa öllum heimsendaspám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Heildarendurskoðun á stjórn laga um fiskveiðar stendur nú yfir og hefur frumvarpið sem lagt var fram í vor verið í umsagnarferli. Nú mun sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd skila frá sér áliti ásamt umsögnunum til ráðherra en ekki kalla til umsagnaraðila á septemberþingi að ósk stjórnarandstöðunnar við þinglok í vor. Mikil gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið af hálfu margra hagsmunaaðila og telja menn því helst til foráttu að framsal sé bannað og veðsetning aflaheimilda ekki leyfð og þar með sé komið í veg fyrir enn meiri hagræðingu í fækkun skipa og vinnslustöðva um landið, einnig að nýtingarsamningar séu til of skamms tíma þ.e. allt að 23 ár. Frumvarpið er líka gagnrýnt á hinn kantinn fyrir að ganga alltof skammt í opnun á kerfinu og að það tryggi núverandi kvótahöfum áframhaldandi forgang og að úthlutun veiðiheimilda byggist ekki á jafnræði, atvinnufrelsi sé ekki nægjanlega tryggt og það hagræði sem felst í því að sjávarbyggðir liggi stutt frá gjöfulum fiskimiðum fái ekki að vaxa og dafna. Nú er það stjórnvalda að leggja fram nýtt frumvarp í haust sem horfir ekki eingöngu til þeirra umsagna sem fyrir liggja heldur einnig til kröfu kjósenda í síðustu alþingiskosningum. Kjósendur kusu þá flokka sem eru við völd til að gera raunverulegar breytingar á kerfinu með eftirfarandi markmið að leiðarljósi: a) Tryggja varanlegt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins. b) Tryggja jafnræði við úthlutun aflaheimilda og verndun atvinnufrelsis. c) Vernda fiskistofna og nýta þá með sjálfbærum og arðbærum hætti. d) Við nýtingu fiskistofna verði tekið tillit til byggða og atvinnumála. e) Stuðla að hagkvæmni og tryggja rekstrarskilyrði sjávarútvegsins til langs tíma. Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá rýma vel við þessi markmið en þar segir m.a. „að enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja og að stjórnvöld geti á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða til tiltekins hóflegs tíma í senn en slíkt leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum“. Ég tel að þessar tilögur stjórnlagaráðs eigi sér mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar og að fjármálastofnanir og allir hagsmunaaðilar verði að horfast í augu við að þeirra hagsmunir verða líka að taka mið af heildarhagsmunum þjóðarinnar, tryggja jafnræði, atvinnufrelsi, nýliðun og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna. Sjávarútvegsfyrirtæki og fjármálafyrirtæki bera líka samfélagslega ábyrgð sem ekki má skjóta sér undan í skjóli hámarks hagræðingar innan greinarinnar. Það hefur orðið mikil byggðaröskun í landinu og atvinnumissir í skjóli hagræðingar innan sjávarútvegsins s.l. 20 ár og fjárfestingar í fyrirtækjum og innviðum sjávarbyggðanna nýtast ekki sem skyldi. Víða með tilheyrandi tapi fyrir viðkomandi samfélög og auknum stofnkostnaði í uppbyggingu annarstaðar á móti. Fjármálastofnanir sem treysta sér ekki til að lána sjávarútvegsfyrirtækjum eða íbúum sjávarbyggða nema með veði í óveiddum fiski í sjónum eru á rangri braut. Byggja verður útlánastarfsemi til sjávarútvegsfyrirtækja upp með sama hætti og til annarra viðskiptafyrirtækja sem eru fjármögnuð til langs tíma og hafa ekki auðlindir í eigu þjóðarinnar sem andlag veðsetningar. Það hefur verið vakin athygli á því í fréttum nýlega af íslenskum fræðimanni að viðbrögð við gagnrýni Danske bank á íslenska fjármálakerfið fyrir hrun og gagnrýni á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi séu samsvarandi að mörgu leyti. Í báðum tilfellum fer af stað þéttriðið varnarnet sem hafi það að markmiði að bægja burt gagnrýni á stórgallað kerfi. Við vitum hvernig fór fyrir fjármálakerfi landsins og verðum að þora að taka opna og heiðarlega umræðu um kosti og galla núverandi kvótakerfis en ekki slá skjaldborg hræðsluáróðurs um kerfið. Framsal og veðsetning aflaheimilda hefur ekki skilað sjávarútvegi þeirri innri uppbyggingu sem reiknað var með eins og erfið skuldastaða greinarinnar sýnir. Því miður hefur dregið úr fjárfestingu innan greinarinnar vegna útstreymis fjármuna í óskyldan rekstur, áhættufjárfestingar og einkaneyslu. Hagsmunir þjóðarinnar, núverandi handhafa aflaheimilda og fjármálastofnana eiga að geta farið saman. Að því markmiði skulum við vinna og sleppa öllum heimsendaspám.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun