Aðstoða uppreisnarmenn 2. september 2011 00:00 Fundað Nicolas Sarkozy heilsar leiðtogum uppreisnarmanna, Mustafa Abdel Jalil og Mahmoud Jibril, við upphaf fundarins í París í gær.nordicphotos/AFP Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu taka forystu í málefnum Líbíu og munu aðstoða uppreisnarmenn í landinu eftir föngum. Þetta kom fram í máli Bans Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á alþjóðlegri ráðstefnu í París, þar sem leiðtogar sextíu ríkja hittust til að ræða framtíð Líbíu. Ban hvatti öryggisráð SÞ til að ákveða sem fyrst að senda borgaralega sérfræðinga til Líbíu til að hjálpa til við að koma á stöðugleika í landinu. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni voru Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, NATO og Arababandalagsins. Fyrir ráðstefnuna sögðu bæði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mikilvægt að Líbíumenn tækju sjálfir forystuna um mótun framtíðar landsins, frekar en að utanaðkomandi ríki skipti sér mikið af því. Sarkozy sagði jafnframt að frystingu verði aflétt af fjármunum sem líbísk stjórnvöld eiga á erlendum bankareikningum. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði fjárskort til lengri tíma ekki vera vandamál nýrra stjórnvalda í Líbíu. „En ég held að núna þurfi að gera margt mjög hratt hvað varðar tæknilega aðstoð og einnig við að byggja upp lýðræðislegt fyrirkomulag.“ Uppreisnarmenn hafa nú stærstan hluta landsins á valdi sínu, en stuðningsmenn Gaddafís stjórna enn borginni Sirte, sem er fæðingar-bær Gaddafís. Ekki er vitað hvar Gaddafí sjálfur er niðurkominn, en eftir honum var haft í gær á sjónvarpsstöð í Kúvæt að hann ætlaði alls ekki að gefast upp. „Líbíska þjóðin getur ekki bognað, getur ekki látið undan, við erum ekki konur, við getum ekki gefist upp, við erum ekki þrælar.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu taka forystu í málefnum Líbíu og munu aðstoða uppreisnarmenn í landinu eftir föngum. Þetta kom fram í máli Bans Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á alþjóðlegri ráðstefnu í París, þar sem leiðtogar sextíu ríkja hittust til að ræða framtíð Líbíu. Ban hvatti öryggisráð SÞ til að ákveða sem fyrst að senda borgaralega sérfræðinga til Líbíu til að hjálpa til við að koma á stöðugleika í landinu. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni voru Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, NATO og Arababandalagsins. Fyrir ráðstefnuna sögðu bæði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mikilvægt að Líbíumenn tækju sjálfir forystuna um mótun framtíðar landsins, frekar en að utanaðkomandi ríki skipti sér mikið af því. Sarkozy sagði jafnframt að frystingu verði aflétt af fjármunum sem líbísk stjórnvöld eiga á erlendum bankareikningum. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði fjárskort til lengri tíma ekki vera vandamál nýrra stjórnvalda í Líbíu. „En ég held að núna þurfi að gera margt mjög hratt hvað varðar tæknilega aðstoð og einnig við að byggja upp lýðræðislegt fyrirkomulag.“ Uppreisnarmenn hafa nú stærstan hluta landsins á valdi sínu, en stuðningsmenn Gaddafís stjórna enn borginni Sirte, sem er fæðingar-bær Gaddafís. Ekki er vitað hvar Gaddafí sjálfur er niðurkominn, en eftir honum var haft í gær á sjónvarpsstöð í Kúvæt að hann ætlaði alls ekki að gefast upp. „Líbíska þjóðin getur ekki bognað, getur ekki látið undan, við erum ekki konur, við getum ekki gefist upp, við erum ekki þrælar.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira