Aðstoða uppreisnarmenn 2. september 2011 00:00 Fundað Nicolas Sarkozy heilsar leiðtogum uppreisnarmanna, Mustafa Abdel Jalil og Mahmoud Jibril, við upphaf fundarins í París í gær.nordicphotos/AFP Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu taka forystu í málefnum Líbíu og munu aðstoða uppreisnarmenn í landinu eftir föngum. Þetta kom fram í máli Bans Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á alþjóðlegri ráðstefnu í París, þar sem leiðtogar sextíu ríkja hittust til að ræða framtíð Líbíu. Ban hvatti öryggisráð SÞ til að ákveða sem fyrst að senda borgaralega sérfræðinga til Líbíu til að hjálpa til við að koma á stöðugleika í landinu. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni voru Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, NATO og Arababandalagsins. Fyrir ráðstefnuna sögðu bæði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mikilvægt að Líbíumenn tækju sjálfir forystuna um mótun framtíðar landsins, frekar en að utanaðkomandi ríki skipti sér mikið af því. Sarkozy sagði jafnframt að frystingu verði aflétt af fjármunum sem líbísk stjórnvöld eiga á erlendum bankareikningum. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði fjárskort til lengri tíma ekki vera vandamál nýrra stjórnvalda í Líbíu. „En ég held að núna þurfi að gera margt mjög hratt hvað varðar tæknilega aðstoð og einnig við að byggja upp lýðræðislegt fyrirkomulag.“ Uppreisnarmenn hafa nú stærstan hluta landsins á valdi sínu, en stuðningsmenn Gaddafís stjórna enn borginni Sirte, sem er fæðingar-bær Gaddafís. Ekki er vitað hvar Gaddafí sjálfur er niðurkominn, en eftir honum var haft í gær á sjónvarpsstöð í Kúvæt að hann ætlaði alls ekki að gefast upp. „Líbíska þjóðin getur ekki bognað, getur ekki látið undan, við erum ekki konur, við getum ekki gefist upp, við erum ekki þrælar.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu taka forystu í málefnum Líbíu og munu aðstoða uppreisnarmenn í landinu eftir föngum. Þetta kom fram í máli Bans Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á alþjóðlegri ráðstefnu í París, þar sem leiðtogar sextíu ríkja hittust til að ræða framtíð Líbíu. Ban hvatti öryggisráð SÞ til að ákveða sem fyrst að senda borgaralega sérfræðinga til Líbíu til að hjálpa til við að koma á stöðugleika í landinu. Meðal þátttakenda á ráðstefnunni voru Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, NATO og Arababandalagsins. Fyrir ráðstefnuna sögðu bæði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mikilvægt að Líbíumenn tækju sjálfir forystuna um mótun framtíðar landsins, frekar en að utanaðkomandi ríki skipti sér mikið af því. Sarkozy sagði jafnframt að frystingu verði aflétt af fjármunum sem líbísk stjórnvöld eiga á erlendum bankareikningum. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði fjárskort til lengri tíma ekki vera vandamál nýrra stjórnvalda í Líbíu. „En ég held að núna þurfi að gera margt mjög hratt hvað varðar tæknilega aðstoð og einnig við að byggja upp lýðræðislegt fyrirkomulag.“ Uppreisnarmenn hafa nú stærstan hluta landsins á valdi sínu, en stuðningsmenn Gaddafís stjórna enn borginni Sirte, sem er fæðingar-bær Gaddafís. Ekki er vitað hvar Gaddafí sjálfur er niðurkominn, en eftir honum var haft í gær á sjónvarpsstöð í Kúvæt að hann ætlaði alls ekki að gefast upp. „Líbíska þjóðin getur ekki bognað, getur ekki látið undan, við erum ekki konur, við getum ekki gefist upp, við erum ekki þrælar.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Sjá meira