Félögin vilja sjá erlendan þjálfara Hans Steinar Bjarnason skrifar 5. september 2011 07:00 Ólafur Jóhannesson lýkur fljótlega störfum hjá KSÍ og á meðan leita forkólfar sambandsins að arftaka hans.fréttablaðið/anton Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, er því að leita að nýjum þjálfara um þessar mundir og hafa ýmsir menn verið orðaðir við starfið á síðustu dögum. Nægir þar að nefna menn eins og Willum Þór Þórsson, Guðjón Þórðarson og Teit Þórðarson. Umræðan um erlendan þjálfara er einnig afar hávær og samkvæmt könnun Stöðvar 2 meðal þingfulltrúa KSÍ vill helmingur þeirra sjá erlendan þjálfara í brúnni. Þessir þingfulltrúar eru fulltrúar knattspyrnufélaganna og ef félögin réðu ferðinni þá myndi KSÍ ráða erlendan þjálfara. 45 knattspyrnufélög áttu samtals 135 fulltrúa með atkvæðisrétt á síðasta ársþingi KSÍ. Þar af eru 85 fulltrúanna skráðir á vef KSÍ sem stjórnarmeðlimir sinna knattspyrnudeilda. Íþróttadeild hringdi í þessa 85 aðila og lagði fram spurninguna: Hver vilt þú að verði næsti landsliðsþjálfari? Svarhlutfallið var 82 prósent. Af þeim 70 sem svöruðu vilja 35, eða 50 prósent, að erlendur þjálfari verði ráðinn til að taka við af Ólafi. Fæstir gátu nefnt ákveðinn erlendan þjálfara á nafn en flestir voru á því máli að fullreynt væri í bili með íslenskan þjálfara. Guðjón Þórðarson fékk flest atkvæði íslenskra þjálfara eða ellefu. Rúnar Kristinsson kom næstur með sex atkvæði. Vilji félaganna í landinu er því nokkuð skýr en hvað finnst Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um niðurstöðu þessarar könnunar? „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ sagði Geir en stjórn KSÍ hefur falið honum og Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, að finna og ráða nýjan þjálfara fyrir landsliðið. „Það hafa fjölmargir þjálfarar erlendis frá haft samband. Við erum með augun opin fyrir íslenskri og erlendri lausn,“ sagði Geir en hann segir fólk í knattspyrnuheiminum vel vita af því að starfið sé á lausu og því sé engin þörf á að auglýsa starfið. Heimildir fréttastofu herma að á meðal þeirra sem komi til greina í starfið sé Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Nígeríu. Geir sagði að ekki væri búið að ræða við neinn um starfið enn sem komið er. Rúnar Kristinsson og Eyjólfur Sverrisson hafa báðir gefið það út að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Aftur á móti hafa þeir Guðjón Þórðarson, Teitur Þórðarson og Willum Þór allir tekið vel í að ræða við KSÍ ef sambandið hafi á annað borð áhuga á því að ræða við þá.Svör þingfulltrúa KSÍ: Erlendur þjálfari 35 (50%) Guðjón Þórðarson 11 (16%) Rúnar Kristinsson 6 (9%) Willum Þór Þórsson 5 (7%) Eyjólfur Sverrisson 4 (6%) Teitur Þórðarson 3 (4%) Heimir Hallgrímsson 3 (4%) Bjarni Jóhannsson 1 (2%) Ólafur Kristjánsson 1 (2%) Svarhlutfall 82% (70 manns) Óákveðnir: 9 Náðist ekki í: 6 Íslenski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, er því að leita að nýjum þjálfara um þessar mundir og hafa ýmsir menn verið orðaðir við starfið á síðustu dögum. Nægir þar að nefna menn eins og Willum Þór Þórsson, Guðjón Þórðarson og Teit Þórðarson. Umræðan um erlendan þjálfara er einnig afar hávær og samkvæmt könnun Stöðvar 2 meðal þingfulltrúa KSÍ vill helmingur þeirra sjá erlendan þjálfara í brúnni. Þessir þingfulltrúar eru fulltrúar knattspyrnufélaganna og ef félögin réðu ferðinni þá myndi KSÍ ráða erlendan þjálfara. 45 knattspyrnufélög áttu samtals 135 fulltrúa með atkvæðisrétt á síðasta ársþingi KSÍ. Þar af eru 85 fulltrúanna skráðir á vef KSÍ sem stjórnarmeðlimir sinna knattspyrnudeilda. Íþróttadeild hringdi í þessa 85 aðila og lagði fram spurninguna: Hver vilt þú að verði næsti landsliðsþjálfari? Svarhlutfallið var 82 prósent. Af þeim 70 sem svöruðu vilja 35, eða 50 prósent, að erlendur þjálfari verði ráðinn til að taka við af Ólafi. Fæstir gátu nefnt ákveðinn erlendan þjálfara á nafn en flestir voru á því máli að fullreynt væri í bili með íslenskan þjálfara. Guðjón Þórðarson fékk flest atkvæði íslenskra þjálfara eða ellefu. Rúnar Kristinsson kom næstur með sex atkvæði. Vilji félaganna í landinu er því nokkuð skýr en hvað finnst Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um niðurstöðu þessarar könnunar? „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ sagði Geir en stjórn KSÍ hefur falið honum og Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, að finna og ráða nýjan þjálfara fyrir landsliðið. „Það hafa fjölmargir þjálfarar erlendis frá haft samband. Við erum með augun opin fyrir íslenskri og erlendri lausn,“ sagði Geir en hann segir fólk í knattspyrnuheiminum vel vita af því að starfið sé á lausu og því sé engin þörf á að auglýsa starfið. Heimildir fréttastofu herma að á meðal þeirra sem komi til greina í starfið sé Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Nígeríu. Geir sagði að ekki væri búið að ræða við neinn um starfið enn sem komið er. Rúnar Kristinsson og Eyjólfur Sverrisson hafa báðir gefið það út að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Aftur á móti hafa þeir Guðjón Þórðarson, Teitur Þórðarson og Willum Þór allir tekið vel í að ræða við KSÍ ef sambandið hafi á annað borð áhuga á því að ræða við þá.Svör þingfulltrúa KSÍ: Erlendur þjálfari 35 (50%) Guðjón Þórðarson 11 (16%) Rúnar Kristinsson 6 (9%) Willum Þór Þórsson 5 (7%) Eyjólfur Sverrisson 4 (6%) Teitur Þórðarson 3 (4%) Heimir Hallgrímsson 3 (4%) Bjarni Jóhannsson 1 (2%) Ólafur Kristjánsson 1 (2%) Svarhlutfall 82% (70 manns) Óákveðnir: 9 Náðist ekki í: 6
Íslenski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki