Lady Ga Ga? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 7. september 2011 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson stærir sig nú af því, að hann hafi alltaf vitað, að þrotabú LB ætti fyrir forgangskröfum (Icesave). Hann hafi m.ö.o. vitað, að skuldir óreiðumanna (eigenda LB) myndu aldrei lenda á almenningi. Hvorugt er að vísu rétt. En trúi hann þessu sjálfur vaknar sú spurning, hvers vegna hann hafi vísað máli, sem hann vissi allan tímann að væri ekki um neitt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til hvers? Er nokkur önnur skýring en sú, að hann vildi endurreisa gengisfelldan orðstír sinn? Eftir hrun varð ekki framhjá því litið, að forsetinn hafði verið fremstur í flokki að hvetja óreiðumenn útrásarinnar til dáða sem veislustjóri þeirra og viðskiptasmyrill. Skrumræðan um viðskiptasnilli skuldakónganna var sérgrein hans. Sem kunnugt er ber forsetinn enga ábyrgð á stjórnarathöfnum, skv. gildandi stjórnarskrá. Honum var því útlátalaust að vísa Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með birtist hann þjóðinni í nýju ljósi. Honum tókst að slá sjálfan sig til riddara sem vörslumann almannahagsmuna. Veislustjóri útrásarinnar breyttist eins og hendi væri veifað í hugrakkan Hróa hött. Þetta var hókus-pókus, allt fyrir ekkert. „Tær snilld", eins og annar maður komst að orði af svipuðu tilefni. En forsetinn lætur ekki þar við sitja. Hann brigslar ríkisstjórninni um landráð, hvorki meira né minna. Með því að semja um Icesave – beygja sig fyrir fáránlegum kröfum og ofbeldi Breta og Hollendinga, eins og hann kallar það – hafi ríkisstjórnin brugðist þjóðarhagsmunum. Ísland er eina ríkið í heiminum, svo mér sé kunnugt um, þar sem forseti ríkisins getur brigslað sitjandi ríkisstjórn um landráð, án þess að það gerist nokkuð. Engin viðbrögð. Hvurnig er það – tekur enginn mark á forsetanum? Frá upphafi var um tvær leiðir að velja til að leysa Icesave-deiluna: Samningaleið eða dómstólaleið. Samningaleiðinni var hafnað – að frumkvæði forsetans – en dómstólaleiðinni hefur ekki verið lokað. ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) hefur komist að þeirri niðurstöðu, að sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að tryggja allar innistæður í íslenskum bönkum og útibúum – en ekki útibúum í útlöndum – sé ólögmæt. Staðfesti EFTA-dómstóllinn þessa niðurstöðu er greið leið fyrir tjónþola að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Þá gætum við ekki borið fyrir okkur samninga um hámarksinnistæður, lægstu vexti og bestu kjör. Þá verða settar fram ýtrustu kröfur um fullar bætur, hæstu vexti og enga greiðslufresti. Þá kann að vakna fyrir alvöru spurningin um, hverjir hafi brugðist þjóðarhagsmunum: Þeir sem höfnuðu samningaleiðinni og opnuðu fyrir dómstólaleiðina – eða hinir? Hvar verður Hrói höttur þá? Á Íslandsdeginum í Tallinn um daginn flutti forsetinn eina af þessum skrumræðum sínum um ágæti Íslendinga (les: eigið ágæti), sem telst vera orðin hans sérgrein – óminnugur orða Snorra um, að oflof er háð. Áður en forsetinn flutti ræðuna hafði eistneski utanríkisráðherrann á orði, að dætur hans ungar væru í sjöunda himni, af því að þeim hefði hlotnast sú náð að taka í höndina á átrúnaðargoði sínu – poppstjörnu, sem væri þekkt sem hin eistneska „Lady Ga Ga". Nærstaddur landi vor, sem heyrði þetta, missti þá út úr sér: Heldurðu að þær verði nokkuð minna upp með sér af því að fá að taka í höndina á okkar íslenska „President Ga Ga"? Það er ekki í lagi, að forseti sem enga ábyrgð ber á stjórnarathöfnum, brigsli þeim ráðherrum, sem axla alla ábyrgðina, um landráð – án þess að það kalli á nokkur viðbrögð. Íslendingar eiga að vísu að vita um ábyrgðarleysi forsetans og geta þess vegna látið eins og orð hans séu ábyrgðarlaust blaður. Öðru máli gegnir um útlendinga. Þeir vita margir hverjir ekki betur en, að forsetinn sé æðsti valdamaður þjóðarinnar og að hann tali f.h. íslenskra stjórnvalda. Sá misskilningur getur reynst þjóðinni dýr, þegar milliríkjasamningar, sem varða brýnustu þjóðarhagsmuni, eru í húfi. Lítt dulin andúð forsetans á Evrópusambandinu og flestu sem því viðkemur, er t.d. þegar orðið milliríkjavandamál. Það fer t.d. ekki framhjá neinum, þegar forseti landsins brigslar Norðurlandaþjóðum og Pólverjum – sem redduðu okkur eftir gjaldþrot seðlabankans – um fjandskap. Þvílík ósvífni. Ríkisstjórn Íslands getur ekki látið svikabrigsl forsetans eins og vind um eyru þjóta. Ef forsetinn sér ekki sjálfur sóma sinn í að gæta tungu sinnar, geta ábyrgir stjórnmálaleiðtogar – eins og ráðherrar utanríkis- og ríkisfjármála – ekki lengur leyft sér að láta hjá líða að svara fullum hálsi – þegar forsetinn fer yfir strikið. Þeim er skylt að taka af tvímæli um, hverjir beri ábyrgð á íslenskum þjóðarhagsmunum. Eða á bara að útskýra málið fyrir viðsemjendum okkar með sögunni af „Lady Ga Ga"? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson stærir sig nú af því, að hann hafi alltaf vitað, að þrotabú LB ætti fyrir forgangskröfum (Icesave). Hann hafi m.ö.o. vitað, að skuldir óreiðumanna (eigenda LB) myndu aldrei lenda á almenningi. Hvorugt er að vísu rétt. En trúi hann þessu sjálfur vaknar sú spurning, hvers vegna hann hafi vísað máli, sem hann vissi allan tímann að væri ekki um neitt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til hvers? Er nokkur önnur skýring en sú, að hann vildi endurreisa gengisfelldan orðstír sinn? Eftir hrun varð ekki framhjá því litið, að forsetinn hafði verið fremstur í flokki að hvetja óreiðumenn útrásarinnar til dáða sem veislustjóri þeirra og viðskiptasmyrill. Skrumræðan um viðskiptasnilli skuldakónganna var sérgrein hans. Sem kunnugt er ber forsetinn enga ábyrgð á stjórnarathöfnum, skv. gildandi stjórnarskrá. Honum var því útlátalaust að vísa Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með birtist hann þjóðinni í nýju ljósi. Honum tókst að slá sjálfan sig til riddara sem vörslumann almannahagsmuna. Veislustjóri útrásarinnar breyttist eins og hendi væri veifað í hugrakkan Hróa hött. Þetta var hókus-pókus, allt fyrir ekkert. „Tær snilld", eins og annar maður komst að orði af svipuðu tilefni. En forsetinn lætur ekki þar við sitja. Hann brigslar ríkisstjórninni um landráð, hvorki meira né minna. Með því að semja um Icesave – beygja sig fyrir fáránlegum kröfum og ofbeldi Breta og Hollendinga, eins og hann kallar það – hafi ríkisstjórnin brugðist þjóðarhagsmunum. Ísland er eina ríkið í heiminum, svo mér sé kunnugt um, þar sem forseti ríkisins getur brigslað sitjandi ríkisstjórn um landráð, án þess að það gerist nokkuð. Engin viðbrögð. Hvurnig er það – tekur enginn mark á forsetanum? Frá upphafi var um tvær leiðir að velja til að leysa Icesave-deiluna: Samningaleið eða dómstólaleið. Samningaleiðinni var hafnað – að frumkvæði forsetans – en dómstólaleiðinni hefur ekki verið lokað. ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) hefur komist að þeirri niðurstöðu, að sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að tryggja allar innistæður í íslenskum bönkum og útibúum – en ekki útibúum í útlöndum – sé ólögmæt. Staðfesti EFTA-dómstóllinn þessa niðurstöðu er greið leið fyrir tjónþola að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Þá gætum við ekki borið fyrir okkur samninga um hámarksinnistæður, lægstu vexti og bestu kjör. Þá verða settar fram ýtrustu kröfur um fullar bætur, hæstu vexti og enga greiðslufresti. Þá kann að vakna fyrir alvöru spurningin um, hverjir hafi brugðist þjóðarhagsmunum: Þeir sem höfnuðu samningaleiðinni og opnuðu fyrir dómstólaleiðina – eða hinir? Hvar verður Hrói höttur þá? Á Íslandsdeginum í Tallinn um daginn flutti forsetinn eina af þessum skrumræðum sínum um ágæti Íslendinga (les: eigið ágæti), sem telst vera orðin hans sérgrein – óminnugur orða Snorra um, að oflof er háð. Áður en forsetinn flutti ræðuna hafði eistneski utanríkisráðherrann á orði, að dætur hans ungar væru í sjöunda himni, af því að þeim hefði hlotnast sú náð að taka í höndina á átrúnaðargoði sínu – poppstjörnu, sem væri þekkt sem hin eistneska „Lady Ga Ga". Nærstaddur landi vor, sem heyrði þetta, missti þá út úr sér: Heldurðu að þær verði nokkuð minna upp með sér af því að fá að taka í höndina á okkar íslenska „President Ga Ga"? Það er ekki í lagi, að forseti sem enga ábyrgð ber á stjórnarathöfnum, brigsli þeim ráðherrum, sem axla alla ábyrgðina, um landráð – án þess að það kalli á nokkur viðbrögð. Íslendingar eiga að vísu að vita um ábyrgðarleysi forsetans og geta þess vegna látið eins og orð hans séu ábyrgðarlaust blaður. Öðru máli gegnir um útlendinga. Þeir vita margir hverjir ekki betur en, að forsetinn sé æðsti valdamaður þjóðarinnar og að hann tali f.h. íslenskra stjórnvalda. Sá misskilningur getur reynst þjóðinni dýr, þegar milliríkjasamningar, sem varða brýnustu þjóðarhagsmuni, eru í húfi. Lítt dulin andúð forsetans á Evrópusambandinu og flestu sem því viðkemur, er t.d. þegar orðið milliríkjavandamál. Það fer t.d. ekki framhjá neinum, þegar forseti landsins brigslar Norðurlandaþjóðum og Pólverjum – sem redduðu okkur eftir gjaldþrot seðlabankans – um fjandskap. Þvílík ósvífni. Ríkisstjórn Íslands getur ekki látið svikabrigsl forsetans eins og vind um eyru þjóta. Ef forsetinn sér ekki sjálfur sóma sinn í að gæta tungu sinnar, geta ábyrgir stjórnmálaleiðtogar – eins og ráðherrar utanríkis- og ríkisfjármála – ekki lengur leyft sér að láta hjá líða að svara fullum hálsi – þegar forsetinn fer yfir strikið. Þeim er skylt að taka af tvímæli um, hverjir beri ábyrgð á íslenskum þjóðarhagsmunum. Eða á bara að útskýra málið fyrir viðsemjendum okkar með sögunni af „Lady Ga Ga"?
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun