Edda hjálpar liðinu úr stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2011 06:00 Sigurður Ragnar var kátur á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Við erum með svona hátt í 30 leikmenn sem eru í A-landsliðsklassa og gætu auðveldlega spilað A-landsleik án þess að veikja hópinn okkar mikið. Þetta var mjög snúið að það eru góðir leikmenn fyrir utan sem komust því miður ekki hópinn,“ sagði Sigurður Ragnar. „Okkur finnst það raunhæft markmið að við getum unnið riðilinn en auðvitað er það krefjandi og erfitt en við viljum hafa eitthvað erfitt og krefjandi að stefna á. Þetta er markmið sem stelpurnar settu sjálfar og þetta er það sem við vinnum eftir. Við viljum ekki fara umspilsleið því við getum verið heppin og óheppin með andstæðing þar. Við viljum reyna að vinna riðilinn og þá verður við að taka þessa heimaleiki og helst ná fullu húsi þar,“ sagði Sigurður Ragnar og hann vonast eftir góðum stuðningi. „Það er liðinu gríðarlega mikilvægt að fólk komi á völlinn og sýni stuðninginn í verki. Við eigum frábært lið og höfum náð frábærum árangri á þessu ári í Algarve-bikarinn sem er eitt sterkasta mótið sem hægt er að komast á í kvennafótboltanum. Þar vorum við að vinna mjög sterkar þjóðir og vonandi náum við að sýna það sama hérna á heimavelli á móti sterkum andstæðingi.“ Sigurður Ragnar hefur nánast alltaf getað stólað á Eddu Garðarsdóttur en að þessu sinni er hún frá vegna meiðsla. „Edda er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hún stefnir samt á það að koma hingað og horfa á leikinn. Þá ætluðum við að nýta hana með því að láta hana vera upp í stúku og horfa á fyrri hálfleikinn og sjá hvort hún reki augun í eitthvað. Hún er taktísk mjög góð og les leikinn mjög vel. Hún fer pottþétt að þjálfa þegar hún hættir að spila og ég held að þetta verði bara fín æfing fyrir hana og þarna nýtist hún liðinu líka. Það er gott ef að við getum nýtt hana og það er gott að hún sé kringum liðið því hún er einn af leiðtogum liðsins. Vonandi verður hún svo fljót að ná sér og klár í októberleikina,“ segir Sigurður Ragnar en hann kallaði nú á Laufeyju Ólafsdóttur sem kemur inn í liðið eftir fimm ára fjarveru. „Ég er mjög spenntur að sjá það sjálfur hvar hún stendur á móti okkar bestu leikmönnum. Ef hún er nógu góð á æfingunum þá verður hún í 18 manna hópnum og svo verðum við bara að sjá hvað gerist eftir það. Það er mjög jákvætt fyrir liðið okkar að hún var tilbúin að gefa sig í þetta verkefni. Hún hefur mikla reynslu og smitar út frá sér jákvæðni, leikgleði og hvernig hún nálgast leikinn. Hún hefur svo marga kosti að bjóða liðinu,“ sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Við erum með svona hátt í 30 leikmenn sem eru í A-landsliðsklassa og gætu auðveldlega spilað A-landsleik án þess að veikja hópinn okkar mikið. Þetta var mjög snúið að það eru góðir leikmenn fyrir utan sem komust því miður ekki hópinn,“ sagði Sigurður Ragnar. „Okkur finnst það raunhæft markmið að við getum unnið riðilinn en auðvitað er það krefjandi og erfitt en við viljum hafa eitthvað erfitt og krefjandi að stefna á. Þetta er markmið sem stelpurnar settu sjálfar og þetta er það sem við vinnum eftir. Við viljum ekki fara umspilsleið því við getum verið heppin og óheppin með andstæðing þar. Við viljum reyna að vinna riðilinn og þá verður við að taka þessa heimaleiki og helst ná fullu húsi þar,“ sagði Sigurður Ragnar og hann vonast eftir góðum stuðningi. „Það er liðinu gríðarlega mikilvægt að fólk komi á völlinn og sýni stuðninginn í verki. Við eigum frábært lið og höfum náð frábærum árangri á þessu ári í Algarve-bikarinn sem er eitt sterkasta mótið sem hægt er að komast á í kvennafótboltanum. Þar vorum við að vinna mjög sterkar þjóðir og vonandi náum við að sýna það sama hérna á heimavelli á móti sterkum andstæðingi.“ Sigurður Ragnar hefur nánast alltaf getað stólað á Eddu Garðarsdóttur en að þessu sinni er hún frá vegna meiðsla. „Edda er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hún stefnir samt á það að koma hingað og horfa á leikinn. Þá ætluðum við að nýta hana með því að láta hana vera upp í stúku og horfa á fyrri hálfleikinn og sjá hvort hún reki augun í eitthvað. Hún er taktísk mjög góð og les leikinn mjög vel. Hún fer pottþétt að þjálfa þegar hún hættir að spila og ég held að þetta verði bara fín æfing fyrir hana og þarna nýtist hún liðinu líka. Það er gott ef að við getum nýtt hana og það er gott að hún sé kringum liðið því hún er einn af leiðtogum liðsins. Vonandi verður hún svo fljót að ná sér og klár í októberleikina,“ segir Sigurður Ragnar en hann kallaði nú á Laufeyju Ólafsdóttur sem kemur inn í liðið eftir fimm ára fjarveru. „Ég er mjög spenntur að sjá það sjálfur hvar hún stendur á móti okkar bestu leikmönnum. Ef hún er nógu góð á æfingunum þá verður hún í 18 manna hópnum og svo verðum við bara að sjá hvað gerist eftir það. Það er mjög jákvætt fyrir liðið okkar að hún var tilbúin að gefa sig í þetta verkefni. Hún hefur mikla reynslu og smitar út frá sér jákvæðni, leikgleði og hvernig hún nálgast leikinn. Hún hefur svo marga kosti að bjóða liðinu,“ sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki