Pistillinn: Aldrei gefast upp! Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 17. september 2011 07:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Arnþór Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta hefur mamma brýnt fyrir mér oft og mörgum sinnum. Lengi vel fannst mér þetta nú bara vera eitthvert innantómt raus í kellingunni og kannski skildi ég aldrei almennilega hvaða boðskapur felst í raun og veru í máltækinu. Núna er ég aftur á móti alltaf að átta mig betur og betur á því hvað þolinmæði er mikil dyggð. Með þolinmæðina og æðruleysið að vopni gefst maður aldrei upp, sama þó að á móti blási, og það kröftuglega. Að ná ekki settu marki er sárt. Þú verður fyrir vonbrigðum því þér mistókst. Það auðveldasta í stöðunni er að snúa baki við eigin draumum og löngunum, gefast upp á markmiðinu og setja þér nýtt markmið á einhverju öðru sviði. Ný markmið eru að sjálfsögðu af hinu góða en ef við gefumst alltaf upp á gömlu markmiðunum er hætt við að við náum aldrei neinum markmiðum. Það er ekki auðvelt að bíta á jaxlinn og halda áfram að vinna að gamla markmiðinu en ef að þig langar virkilega mikið að ná því er það klárlega þess virði. Þegar markmiðið svo loksins næst verður tilfinningin betri en þig hafði órað fyrir. Gömlu markmiðin verður þó að endurskoða reglulega og gott er að spyrja sjálfan sig hvers vegna markmiðið hefur ekki enn náðst. Þegar svarið við þeirri spurningu liggur fyrir er mikilvægt að gera ekki sömu vitleysuna aftur. Ég stend frammi fyrir þeirri leiðinlegu staðreynd að mér tókst ekki að ná lágmarki á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum, sem er í fullum gangi þegar þetta er skrifað. Að ná lágmarkinu fyrir mótið hafði verið markmið hjá mér í langan tíma og niðurstaðan því eðlilega töluverð vonbrigði. Það auðveldasta í stöðunni væri að fara í fýlu og gefast upp. En það ætla ég ekki að gera. Það er annað tækifæri eftir tvö ár, þá verður heimsmeistaramótið haldið í Moskvu og þar ætla ég að vera meðal keppenda. Í íþróttum er ekki tjaldað til einnar nætur og uppbyggingarstarfsemin getur tekið mörg ár þangað til settu marki er náð. Það gengur ekki alltaf vel og við því er ekkert að gera. Það eina sem við getum gert er að halda alltaf áfram – aldrei gefast upp! Innlendar Pistillinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva eitt af tilþrifum ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Sjá meira
Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta hefur mamma brýnt fyrir mér oft og mörgum sinnum. Lengi vel fannst mér þetta nú bara vera eitthvert innantómt raus í kellingunni og kannski skildi ég aldrei almennilega hvaða boðskapur felst í raun og veru í máltækinu. Núna er ég aftur á móti alltaf að átta mig betur og betur á því hvað þolinmæði er mikil dyggð. Með þolinmæðina og æðruleysið að vopni gefst maður aldrei upp, sama þó að á móti blási, og það kröftuglega. Að ná ekki settu marki er sárt. Þú verður fyrir vonbrigðum því þér mistókst. Það auðveldasta í stöðunni er að snúa baki við eigin draumum og löngunum, gefast upp á markmiðinu og setja þér nýtt markmið á einhverju öðru sviði. Ný markmið eru að sjálfsögðu af hinu góða en ef við gefumst alltaf upp á gömlu markmiðunum er hætt við að við náum aldrei neinum markmiðum. Það er ekki auðvelt að bíta á jaxlinn og halda áfram að vinna að gamla markmiðinu en ef að þig langar virkilega mikið að ná því er það klárlega þess virði. Þegar markmiðið svo loksins næst verður tilfinningin betri en þig hafði órað fyrir. Gömlu markmiðin verður þó að endurskoða reglulega og gott er að spyrja sjálfan sig hvers vegna markmiðið hefur ekki enn náðst. Þegar svarið við þeirri spurningu liggur fyrir er mikilvægt að gera ekki sömu vitleysuna aftur. Ég stend frammi fyrir þeirri leiðinlegu staðreynd að mér tókst ekki að ná lágmarki á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum, sem er í fullum gangi þegar þetta er skrifað. Að ná lágmarkinu fyrir mótið hafði verið markmið hjá mér í langan tíma og niðurstaðan því eðlilega töluverð vonbrigði. Það auðveldasta í stöðunni væri að fara í fýlu og gefast upp. En það ætla ég ekki að gera. Það er annað tækifæri eftir tvö ár, þá verður heimsmeistaramótið haldið í Moskvu og þar ætla ég að vera meðal keppenda. Í íþróttum er ekki tjaldað til einnar nætur og uppbyggingarstarfsemin getur tekið mörg ár þangað til settu marki er náð. Það gengur ekki alltaf vel og við því er ekkert að gera. Það eina sem við getum gert er að halda alltaf áfram – aldrei gefast upp!
Innlendar Pistillinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva eitt af tilþrifum ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Sjá meira