Gunnar Nelson mætir ríkjandi Evrópumeistara í fyrstu glímu Kristján Hjálmarsson skrifar 24. september 2011 08:00 Gunnar kom til Nottingham á fimmtudag. Faðir hans og tveir félagar úr Mjölni eru með í för. Fréttablaðið/stefán Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Marko Helen frá Finnlandi í fyrstu glímunni á ADCC-mótinu, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, sem hefst í Nottingham á Englandi í dag. Marko þessi hefur verið sterkasti glímumaður Finna um árabil, en hann hefur keppt í uppgjafarglímu og brasilísku jiujitsu frá árinu 1999. Hann er meðal annars sjöfaldur finnskur meistari í brasilísku jiujitsu og fimmfaldur finnskur meistari í uppgjafarglímu. Hann er ríkjandi Evrópumeistari í slíkri glímu og hefur tvisvar unnið þann titil. „Ég er bara bjartsýnn fyrir glímuna og met möguleika mína góða,“ sagði Gunnar Nelson sallarólegur þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Það skiptir engu máli á móti hverjum ég lendi – það verða allir bardagarnir á þessu móti mjög erfiðir. Þetta eru allt topp glímumenn.“ Haraldur Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, hitti Marko við komuna til Nottingham. Hann segist ekki skilja hvernig Finninn nái að létta sig niður í -88 kílógramma flokkinn enda sé hann vanari að keppa í þyngri flokkum. „Hann er í toppformi og sagði mér að hann rétt næði að hanga í 88 kílóunum,“ segir Haraldur. Gunnar ætlaði upphaflega að keppa í -77 kg flokknum en vegna breyttra reglna við vigtun ákvað hann að keppa í næsta flokki fyrir ofan, -88 kg flokkinum. „Ég er léttur í mínum flokki, ætli þeir séu ekki flestallir þyngri en ég,“ segir Gunnar, sem er þó hvergi banginn. „Ég er með ákveðna taktík sem ég mun nota. Hann er þungur og að öllum líkindum sterkari, en ég er sneggri. Ég hef eitt og annað með mér.“ Gunnar þekkir vel til Markos. Finninn heimsótti bardagaklúbbinn Mjölni fyrir nokkrum árum, auk þess sem Gunnar hefur margoft séð hann glíma. „Ég hef oft séð hann berjast en hef ekki verið að stúdera hann undanfarið. Ég er með mína grófu taktík í hausnum og mun vinna eftir henni.“ Á ADCC-glímumótinu eru sextán keppendur í hverjum flokki. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi, sem þýðir að ef Gunnar tapar glímunni á móti Marko er hann úr leik. Á laugardeginum er keppt í ákveðnum þyngdarflokkum en á sunnudeginum er keppt í opnum flokki. Sextán áhugaverðustu keppendurnir eru valdir í þann flokk. Innlendar Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Marko Helen frá Finnlandi í fyrstu glímunni á ADCC-mótinu, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, sem hefst í Nottingham á Englandi í dag. Marko þessi hefur verið sterkasti glímumaður Finna um árabil, en hann hefur keppt í uppgjafarglímu og brasilísku jiujitsu frá árinu 1999. Hann er meðal annars sjöfaldur finnskur meistari í brasilísku jiujitsu og fimmfaldur finnskur meistari í uppgjafarglímu. Hann er ríkjandi Evrópumeistari í slíkri glímu og hefur tvisvar unnið þann titil. „Ég er bara bjartsýnn fyrir glímuna og met möguleika mína góða,“ sagði Gunnar Nelson sallarólegur þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Það skiptir engu máli á móti hverjum ég lendi – það verða allir bardagarnir á þessu móti mjög erfiðir. Þetta eru allt topp glímumenn.“ Haraldur Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, hitti Marko við komuna til Nottingham. Hann segist ekki skilja hvernig Finninn nái að létta sig niður í -88 kílógramma flokkinn enda sé hann vanari að keppa í þyngri flokkum. „Hann er í toppformi og sagði mér að hann rétt næði að hanga í 88 kílóunum,“ segir Haraldur. Gunnar ætlaði upphaflega að keppa í -77 kg flokknum en vegna breyttra reglna við vigtun ákvað hann að keppa í næsta flokki fyrir ofan, -88 kg flokkinum. „Ég er léttur í mínum flokki, ætli þeir séu ekki flestallir þyngri en ég,“ segir Gunnar, sem er þó hvergi banginn. „Ég er með ákveðna taktík sem ég mun nota. Hann er þungur og að öllum líkindum sterkari, en ég er sneggri. Ég hef eitt og annað með mér.“ Gunnar þekkir vel til Markos. Finninn heimsótti bardagaklúbbinn Mjölni fyrir nokkrum árum, auk þess sem Gunnar hefur margoft séð hann glíma. „Ég hef oft séð hann berjast en hef ekki verið að stúdera hann undanfarið. Ég er með mína grófu taktík í hausnum og mun vinna eftir henni.“ Á ADCC-glímumótinu eru sextán keppendur í hverjum flokki. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi, sem þýðir að ef Gunnar tapar glímunni á móti Marko er hann úr leik. Á laugardeginum er keppt í ákveðnum þyngdarflokkum en á sunnudeginum er keppt í opnum flokki. Sextán áhugaverðustu keppendurnir eru valdir í þann flokk.
Innlendar Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sjá meira