Fundu troðfullt skip af silfri 27. september 2011 01:00 SS gairsoppa Vonast er til að hægt verði að hefjast handa við að ná málmunum úr skipinu á næsta ári. nordicphotos/afp Um tvö hundruð tonn af silfri hafa fundist í skipi sem sökk á Atlantshafi árið 1941. Talið er að silfrið sé 230 milljóna Bandaríkjadala virði, eða rúmlega 27 milljarða íslenskra króna. Reynist það rétt hefur jafn verðmætur málmur aldrei fundist í sjó fyrr. Skipinu SS Gairsoppa frá Bretlandi var sökkt af þýskum kafbáti í seinni heimsstyrjöldinni. Skipið var á leið heim til Bretlands eftir verslunarferð til Indlands. Aðeins einn skipverji af 32 lifði af og kom til lands hálfum mánuði eftir að skipið sökk. Bandaríska könnunarfyrirtækið Odyssey Marine fann skipið í sumar og nú hefur verið staðfest að um SS Gairsoppa sé að ræða. Fyrirtækið mun halda eftir áttatíu prósentum af verðmæti farmsins. Mögulegt er að nokkuð af gulli leynist einnig í farminum. Mjög ólíklegt er talið að líkamsleifar þeirra sem fórust finnist, sökum þess hversu langt er síðan skipið fórst og á hve miklu dýpi það er. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast bjartsýnir á að hægt verði að ná verðmætunum úr skipinu. Það standi upprétt á hafsbotni og því verði hægt að senda eins konar vélmenni til að ná farminum. Talið er að hægt verði að hefja vinnu á fyrri hluta næsta árs.- þeb Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Um tvö hundruð tonn af silfri hafa fundist í skipi sem sökk á Atlantshafi árið 1941. Talið er að silfrið sé 230 milljóna Bandaríkjadala virði, eða rúmlega 27 milljarða íslenskra króna. Reynist það rétt hefur jafn verðmætur málmur aldrei fundist í sjó fyrr. Skipinu SS Gairsoppa frá Bretlandi var sökkt af þýskum kafbáti í seinni heimsstyrjöldinni. Skipið var á leið heim til Bretlands eftir verslunarferð til Indlands. Aðeins einn skipverji af 32 lifði af og kom til lands hálfum mánuði eftir að skipið sökk. Bandaríska könnunarfyrirtækið Odyssey Marine fann skipið í sumar og nú hefur verið staðfest að um SS Gairsoppa sé að ræða. Fyrirtækið mun halda eftir áttatíu prósentum af verðmæti farmsins. Mögulegt er að nokkuð af gulli leynist einnig í farminum. Mjög ólíklegt er talið að líkamsleifar þeirra sem fórust finnist, sökum þess hversu langt er síðan skipið fórst og á hve miklu dýpi það er. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast bjartsýnir á að hægt verði að ná verðmætunum úr skipinu. Það standi upprétt á hafsbotni og því verði hægt að senda eins konar vélmenni til að ná farminum. Talið er að hægt verði að hefja vinnu á fyrri hluta næsta árs.- þeb
Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira