Íslenski boltinn

Fyrsti erlendi þjálfarinn í tuttugu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bo Johansson.
Bo Johansson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lars Lagerbäck verður áttundi erlendi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem stýrir íslenska landsliðinu í undankeppni stórmóts þegar hann tekur við á næsta ári.

Tuttugu ár eru liðin síðan Svíinn Bo Johansson hætti með landsliðið, en hann var síðasti erlendi þjálfari landsliðsins. Sjö íslenskir þjálfarar hafa síðan fengið tækifærið, en Bo tók á sínum tíma við starfi Þjóðverjans Siegfried Held.

Bretinn Tony Knapp er ennþá sá þjálfari sem hefur stýrt A-landsliðinu í flestum leikjum. Ólafur Jóhannesson var einum leik frá því að jafna met Knapp, sem stýrði íslenska liðinu í 40 leikjum í tveimur lotum, 1974-1977 og 1984-1985.

Erlendir þjálfarar í undankeppnum HM eða EM:

Bo Johansson 1 sigur í 6 leikjum (5 töp)

Siegfried Held 2 sigrar í 15 leikjum (7 töp)

Tony Knapp 3 sigrar í 18 leikjum (13 töp)

Júri Ilitchev 0 sigrar í 8 leikjum (8 töp)

Henrik Enoksen 0 sigrar í 3 leikjum (3 töp)

Duncan McDowell 0 sigrar í 2 leikjum (2 töp)

Alexander Weir 0 sigrar í 4 leikjum (4 töp)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×