Sigur íslamskra umbótasinna í höfn 29. október 2011 01:00 Rached Ghannouchi og Intissar Kherigi Leiðtogi og einn stofnenda Endurreisnarflokksins ásamt dóttur sinni, sem er mannréttindalögfræðingur og hefur starfað bæði hjá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuþinginu.nordicphotos/AFP Sigurvegarar þingkosninganna í Túnis um síðustu helgi voru félagar í Endurreisnarflokknum, Ennahda, sem er sagður vera hófsamur flokkur íslamista. Þegar talningu atkvæða var lokið á fimmtudaginn reyndist flokkurinn hafa fengið 41,47 prósent atkvæða og 90 sæti á 217 manna stjórnlagaþingi, sem fær það tvískipta hlutverk að semja nýja stjórnarskrá og skipa bráðabirgðastjórn sem fer með völd í landinu þangað til hin nýja stjórnskipan tekur gildi. Endurreisnarflokkurinn var stofnaður í núverandi mynd árið 1989, sama ár og Berlínarmúrinn hrundi, en starfsemi hans var bönnuð strax þetta sama ár. Leiðtogi hans, Rashid Ghannouchi, sem hafði áður setið árum saman í fangelsi fyrir stjórnarandstöðu sína, flúði land og sneri ekki aftur fyrr en í janúar síðastliðnum, þegar stjórnarbylting var orðin að veruleika. Hann vill leggja íslömsk gildi til grundvallar samfélaginu en er þó enginn bókstafstrúarmaður heldur umbótasinni. Hann hefur samkvæmt því meðal annars barist fyrir réttindum verkafólks og kvenréttindum. Nærri þrjátíu aðrir flokkar og óháð framboð náðu kjöri, en þrír þeir stærstu, fyrir utan Endurreisnarflokkinn, eru samkvæmt stefnuskrá sinni allir veraldlegir flokkar. Flokkur stuðningsmanna og fyrrverandi samstarfsmanna Zine el Abidine Ben Ali forseta, sem hrökklaðist frá völdum í byltingunni í janúar, náði 19 mönnum á þing en þeir hafa ekki þegið þingsæti til að mótmæla úrskurði kjörnefndar, sem á fimmtudag lýsti því yfir að kosning nokkurra frambjóðenda flokksins væri ógild. Í gær brutust svo út óeirðir víða í landinu þar sem stuðningsmenn flokksins mótmæltu þessum úrskurði. Eftir stendur að Endurreisnarflokkurinn þarf að fá til liðs við sig að minnsta kosti 19 þingmenn til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn og hefur þá úr þremur veraldlegum flokkum að velja. Innlendir jafnt sem erlendir eftirlitsmenn segja framkvæmd þessara fyrstu frjálsu kosninga í landinu hafa verið til fyrirmyndar. Óðum styttist í næstu kosningar arabíska vorsins svonefnda, því í næsta mánuði ganga Egyptar að kjörborði og velja sér nýtt þing. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Sigurvegarar þingkosninganna í Túnis um síðustu helgi voru félagar í Endurreisnarflokknum, Ennahda, sem er sagður vera hófsamur flokkur íslamista. Þegar talningu atkvæða var lokið á fimmtudaginn reyndist flokkurinn hafa fengið 41,47 prósent atkvæða og 90 sæti á 217 manna stjórnlagaþingi, sem fær það tvískipta hlutverk að semja nýja stjórnarskrá og skipa bráðabirgðastjórn sem fer með völd í landinu þangað til hin nýja stjórnskipan tekur gildi. Endurreisnarflokkurinn var stofnaður í núverandi mynd árið 1989, sama ár og Berlínarmúrinn hrundi, en starfsemi hans var bönnuð strax þetta sama ár. Leiðtogi hans, Rashid Ghannouchi, sem hafði áður setið árum saman í fangelsi fyrir stjórnarandstöðu sína, flúði land og sneri ekki aftur fyrr en í janúar síðastliðnum, þegar stjórnarbylting var orðin að veruleika. Hann vill leggja íslömsk gildi til grundvallar samfélaginu en er þó enginn bókstafstrúarmaður heldur umbótasinni. Hann hefur samkvæmt því meðal annars barist fyrir réttindum verkafólks og kvenréttindum. Nærri þrjátíu aðrir flokkar og óháð framboð náðu kjöri, en þrír þeir stærstu, fyrir utan Endurreisnarflokkinn, eru samkvæmt stefnuskrá sinni allir veraldlegir flokkar. Flokkur stuðningsmanna og fyrrverandi samstarfsmanna Zine el Abidine Ben Ali forseta, sem hrökklaðist frá völdum í byltingunni í janúar, náði 19 mönnum á þing en þeir hafa ekki þegið þingsæti til að mótmæla úrskurði kjörnefndar, sem á fimmtudag lýsti því yfir að kosning nokkurra frambjóðenda flokksins væri ógild. Í gær brutust svo út óeirðir víða í landinu þar sem stuðningsmenn flokksins mótmæltu þessum úrskurði. Eftir stendur að Endurreisnarflokkurinn þarf að fá til liðs við sig að minnsta kosti 19 þingmenn til að mynda starfhæfa meirihlutastjórn og hefur þá úr þremur veraldlegum flokkum að velja. Innlendir jafnt sem erlendir eftirlitsmenn segja framkvæmd þessara fyrstu frjálsu kosninga í landinu hafa verið til fyrirmyndar. Óðum styttist í næstu kosningar arabíska vorsins svonefnda, því í næsta mánuði ganga Egyptar að kjörborði og velja sér nýtt þing. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira