Úraræningjarnir eru þekktir glæpamenn 5. nóvember 2011 07:00 Úrin fundust vandlega falin innan klæðningar í bílnum sem átti að flytja þau úr landi. Úraræningjarnir sem rændu verslun Michelsen að morgni mánudagsins 17. október eru þekktir brotamenn í sínu heimalandi, Póllandi. Þrír þeirra komust úr landi og eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol. Sá fjórði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. október og sætt yfirheyrslum. Hann hefur lítið viljað tjá sig, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þrír mannanna stálu 49 úrum í vopnuðu ráni og er verðmæti þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórði maðurinn hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi, földu í Audi-bíl á breskum númerum sem hann hafði flutt til landsins með Norrænu. Hann vakti strax athygli tollvarða þegar þeir fóru yfir farþegalista Norrænu daginn áður en hún kom til landsins. Tollverðir ákváðu því að hafa tal af manninum og leita í bílnum. Ekkert fannst í honum, en fíkniefnaleitarhundar sýndu bílnum mikinn áhuga sem bendir til þess að fíkniefni hafi einhvern tímann verið í honum, að því er fram kemur á vefsíðu Tollstjóra. Maðurinn, sem var einn á ferð, var óöruggur í framkomu og skýringar hans á ferðalaginu voru ekki trúverðuglegar og var því ákveðið að fylgjast sérstaklega með honum þegar hann færi úr landi. Lögregla var einnig látin vita af ferðum hans. Audi-bifreiðin fannst síðan eftir að maðurinn hafði verið handtekinn á gistiheimili og hún haldlögð af lögreglu. Gerð var leit í henni með aðstoð tollvarða og fundu lögreglumenn þýfið falið innan klæðningar í henni.- jss Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Úraræningjarnir sem rændu verslun Michelsen að morgni mánudagsins 17. október eru þekktir brotamenn í sínu heimalandi, Póllandi. Þrír þeirra komust úr landi og eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol. Sá fjórði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. október og sætt yfirheyrslum. Hann hefur lítið viljað tjá sig, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þrír mannanna stálu 49 úrum í vopnuðu ráni og er verðmæti þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórði maðurinn hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi, földu í Audi-bíl á breskum númerum sem hann hafði flutt til landsins með Norrænu. Hann vakti strax athygli tollvarða þegar þeir fóru yfir farþegalista Norrænu daginn áður en hún kom til landsins. Tollverðir ákváðu því að hafa tal af manninum og leita í bílnum. Ekkert fannst í honum, en fíkniefnaleitarhundar sýndu bílnum mikinn áhuga sem bendir til þess að fíkniefni hafi einhvern tímann verið í honum, að því er fram kemur á vefsíðu Tollstjóra. Maðurinn, sem var einn á ferð, var óöruggur í framkomu og skýringar hans á ferðalaginu voru ekki trúverðuglegar og var því ákveðið að fylgjast sérstaklega með honum þegar hann færi úr landi. Lögregla var einnig látin vita af ferðum hans. Audi-bifreiðin fannst síðan eftir að maðurinn hafði verið handtekinn á gistiheimili og hún haldlögð af lögreglu. Gerð var leit í henni með aðstoð tollvarða og fundu lögreglumenn þýfið falið innan klæðningar í henni.- jss
Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira