Úraræningjarnir eru þekktir glæpamenn 5. nóvember 2011 07:00 Úrin fundust vandlega falin innan klæðningar í bílnum sem átti að flytja þau úr landi. Úraræningjarnir sem rændu verslun Michelsen að morgni mánudagsins 17. október eru þekktir brotamenn í sínu heimalandi, Póllandi. Þrír þeirra komust úr landi og eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol. Sá fjórði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. október og sætt yfirheyrslum. Hann hefur lítið viljað tjá sig, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þrír mannanna stálu 49 úrum í vopnuðu ráni og er verðmæti þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórði maðurinn hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi, földu í Audi-bíl á breskum númerum sem hann hafði flutt til landsins með Norrænu. Hann vakti strax athygli tollvarða þegar þeir fóru yfir farþegalista Norrænu daginn áður en hún kom til landsins. Tollverðir ákváðu því að hafa tal af manninum og leita í bílnum. Ekkert fannst í honum, en fíkniefnaleitarhundar sýndu bílnum mikinn áhuga sem bendir til þess að fíkniefni hafi einhvern tímann verið í honum, að því er fram kemur á vefsíðu Tollstjóra. Maðurinn, sem var einn á ferð, var óöruggur í framkomu og skýringar hans á ferðalaginu voru ekki trúverðuglegar og var því ákveðið að fylgjast sérstaklega með honum þegar hann færi úr landi. Lögregla var einnig látin vita af ferðum hans. Audi-bifreiðin fannst síðan eftir að maðurinn hafði verið handtekinn á gistiheimili og hún haldlögð af lögreglu. Gerð var leit í henni með aðstoð tollvarða og fundu lögreglumenn þýfið falið innan klæðningar í henni.- jss Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Úraræningjarnir sem rændu verslun Michelsen að morgni mánudagsins 17. október eru þekktir brotamenn í sínu heimalandi, Póllandi. Þrír þeirra komust úr landi og eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol. Sá fjórði hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. október og sætt yfirheyrslum. Hann hefur lítið viljað tjá sig, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þrír mannanna stálu 49 úrum í vopnuðu ráni og er verðmæti þeirra talið á bilinu 50 til 70 milljónir króna. Fjórði maðurinn hafði það hlutverk að koma þýfinu úr landi, földu í Audi-bíl á breskum númerum sem hann hafði flutt til landsins með Norrænu. Hann vakti strax athygli tollvarða þegar þeir fóru yfir farþegalista Norrænu daginn áður en hún kom til landsins. Tollverðir ákváðu því að hafa tal af manninum og leita í bílnum. Ekkert fannst í honum, en fíkniefnaleitarhundar sýndu bílnum mikinn áhuga sem bendir til þess að fíkniefni hafi einhvern tímann verið í honum, að því er fram kemur á vefsíðu Tollstjóra. Maðurinn, sem var einn á ferð, var óöruggur í framkomu og skýringar hans á ferðalaginu voru ekki trúverðuglegar og var því ákveðið að fylgjast sérstaklega með honum þegar hann færi úr landi. Lögregla var einnig látin vita af ferðum hans. Audi-bifreiðin fannst síðan eftir að maðurinn hafði verið handtekinn á gistiheimili og hún haldlögð af lögreglu. Gerð var leit í henni með aðstoð tollvarða og fundu lögreglumenn þýfið falið innan klæðningar í henni.- jss
Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira