Engin þöggun á leikskólum í Reykjavík Jón Gnarr skrifar 12. nóvember 2011 06:00 Engin óvissa ríkir um leikskólana í Reykjavík. Þeir eru vel reknir og þar starfar frábært fagfólk sem hefur náð miklum árangri í starfi og veitir mjög góða þjónustu. Þessi misserin er stórátak í gangi í leikskólastarfi í Reykjavík. Í dag njóta um 7.000 börn umönnunar og kennslu á leikskólum borgarinnar. Þau hafa aldrei verið fleiri. Á þessu ári hefur Reykjavíkurborg unnið markvisst að því að taka inn í leikskólana stærsta árgang sem fæðst hefur á Íslandi en það eru börn sem fæddust á árinu 2009. Tekist hefur ljómandi vel að koma öllum þessum börnum fyrir en þau eru 1.725 talsins. Til þess að mæta þessari barnasprengju, sem allir Íslendingar hljóta að fagna, voru settar yfir 500 milljónir aukalega í málefni leikskólanna enda er það markmið okkar að barnafjölskyldum líði vel í Reykjavík. Allir hljóta að skilja að fjármagnið til þessa mikilvæga verkefnis var ekki auðfundið í tekjusamdrætti síðustu ára. Hvert leikskólapláss kostar að meðaltali 2 milljónir króna á ári. Það liggja því miklir fjármunir bundnir í rekstri leikskólanna. Frá árinu 2008 hafa útgjöld til leikskólamála aukist um rúman milljarð í Reykjavík. Rekstur leikskólanna kostar nú um 10 milljarða á ári. Það eru miklir peningar. Börnum í leikskólum í Reykjavík er að fjölga um 600 á nokkrum árum. Þessi fjölgun barna í leikskólunum er svipuð því og sex nýir leikskólar hafi bæst við en að meðaltali eru um 100 börn í leikskólum í Reykjavík. Á næsta ári stendur Reykjavíkurborg frammi fyrir því að innrita svipaðan fjölda barna á leikskóla í Reykjavík. Börn fædd árið 2010 í Reykjavík eru 1.787 samkvæmt nýjustu tölum. Sem betur fer hefur verið búið vel í haginn fyrir þennan stóra og fjöruga hóp. Húsnæðið er þegar til staðar en færanlegum stofum hefur verið bætt við leikskóla í hverfum þar sem þörfin er mest. Þetta þýðir að rýmin í fermetrum talið eru þegar til en fjármagn vantar á þessu ári til að innrita fleiri börn en þau 70 af 2010 árganginum sem þegar hafa verið innrituð, enda var ekki gert ráð fyrir að innrita 2010 árganginn fyrr en á árinu 2012. Við höfum gefið fyrirheit um að öll börn fædd árið 2010 fái leikskólapláss á árinu 2012. Við það verður staðið. Börnin verða tekin inn í leikskólana í áföngum og verða öll komin með pláss í síðasta lagi haustið 2012, árið sem þau verða tveggja ára. Mér sýnist að staðan hjá mörgum stærri sveitarfélögum landsins sé mjög svipuð. Þegar þessi stóri árgangur verður allur kominn inn í leikskóla næsta haust munu 7.100 börn verða við leik og nám í leikskólum í Reykjavík. Leikskólagjöld í Reykjavík eru enn þá með þeim lægstu á landinu. Ég tel því að við getum verið stolt af leikskólunum okkar, því öfluga starfi sem þar er unnið og því sem við höfum þegar áorkað í þágu barnafjölskyldna í borginni. Nú á haustmánuðum er eins og reynt hafi verið að skapa ástæðulausa óvissu og tortryggni meðal foreldra og aðstandenda um að þjónusta leikskólanna í Reykjavík sé ekki nógu góð eða víðtæk, starfsemin sé á milli steins og sleggju. Því hefur jafnvel verið haldið fram að þjónusta við barnafólk sé verri en verið hefur og aðstæður á leikskólunum jafnvel stórhættulegar. Sagt er að á leikskólunum standi fólk verkefnalítið og í óvissu um framhaldið. Jafnframt hefur verið hamrað á því að starfsfólki leikskólanna sé bannað að tjá sig um hitt og þetta og orðið þöggun notað í því samhengi. Þetta er allt víðs fjarri sannleikanum. Ekki stendur til að segja neinum upp á leikskólum í Reykjavík. Engum hefur heldur verið bannað að tjá sig. Leikskólastjórar fengu á dögunum senda vinsamlega ábendingu í tölvupósti frá fagstjóra skóla- og frístundasviðs um að beina fyrirspurnum frá fjölmiðlum til upplýsingadeildar til að fyrirbyggja misskilning og tryggja samræmd og örugg svör frá borginni. Það eru aðeins fagleg vinnubrögð því Reykjavíkurborg vill veita skýr svör við sem flestu eins skjótt og auðið er. Að lokum vil ég segja þetta. Leikskólarnir í Reykjavík eru reknir með miklum myndarskap og aðbúnaðurinn hefur aldrei verið betri. Hér er eitt besta leikskólakerfi í heimi. Þennan mikla árangur ber fyrst og fremst að þakka því góða og faglega fólki sem vinnur á leikskólunum. Og þessu fólki, jafnt sem öðrum starfsmönnum Reykjavíkurborgar, er að sjálfsögðu frjálst að tjá sig opinberlega um hvaðeina sem því dettur í hug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Engin óvissa ríkir um leikskólana í Reykjavík. Þeir eru vel reknir og þar starfar frábært fagfólk sem hefur náð miklum árangri í starfi og veitir mjög góða þjónustu. Þessi misserin er stórátak í gangi í leikskólastarfi í Reykjavík. Í dag njóta um 7.000 börn umönnunar og kennslu á leikskólum borgarinnar. Þau hafa aldrei verið fleiri. Á þessu ári hefur Reykjavíkurborg unnið markvisst að því að taka inn í leikskólana stærsta árgang sem fæðst hefur á Íslandi en það eru börn sem fæddust á árinu 2009. Tekist hefur ljómandi vel að koma öllum þessum börnum fyrir en þau eru 1.725 talsins. Til þess að mæta þessari barnasprengju, sem allir Íslendingar hljóta að fagna, voru settar yfir 500 milljónir aukalega í málefni leikskólanna enda er það markmið okkar að barnafjölskyldum líði vel í Reykjavík. Allir hljóta að skilja að fjármagnið til þessa mikilvæga verkefnis var ekki auðfundið í tekjusamdrætti síðustu ára. Hvert leikskólapláss kostar að meðaltali 2 milljónir króna á ári. Það liggja því miklir fjármunir bundnir í rekstri leikskólanna. Frá árinu 2008 hafa útgjöld til leikskólamála aukist um rúman milljarð í Reykjavík. Rekstur leikskólanna kostar nú um 10 milljarða á ári. Það eru miklir peningar. Börnum í leikskólum í Reykjavík er að fjölga um 600 á nokkrum árum. Þessi fjölgun barna í leikskólunum er svipuð því og sex nýir leikskólar hafi bæst við en að meðaltali eru um 100 börn í leikskólum í Reykjavík. Á næsta ári stendur Reykjavíkurborg frammi fyrir því að innrita svipaðan fjölda barna á leikskóla í Reykjavík. Börn fædd árið 2010 í Reykjavík eru 1.787 samkvæmt nýjustu tölum. Sem betur fer hefur verið búið vel í haginn fyrir þennan stóra og fjöruga hóp. Húsnæðið er þegar til staðar en færanlegum stofum hefur verið bætt við leikskóla í hverfum þar sem þörfin er mest. Þetta þýðir að rýmin í fermetrum talið eru þegar til en fjármagn vantar á þessu ári til að innrita fleiri börn en þau 70 af 2010 árganginum sem þegar hafa verið innrituð, enda var ekki gert ráð fyrir að innrita 2010 árganginn fyrr en á árinu 2012. Við höfum gefið fyrirheit um að öll börn fædd árið 2010 fái leikskólapláss á árinu 2012. Við það verður staðið. Börnin verða tekin inn í leikskólana í áföngum og verða öll komin með pláss í síðasta lagi haustið 2012, árið sem þau verða tveggja ára. Mér sýnist að staðan hjá mörgum stærri sveitarfélögum landsins sé mjög svipuð. Þegar þessi stóri árgangur verður allur kominn inn í leikskóla næsta haust munu 7.100 börn verða við leik og nám í leikskólum í Reykjavík. Leikskólagjöld í Reykjavík eru enn þá með þeim lægstu á landinu. Ég tel því að við getum verið stolt af leikskólunum okkar, því öfluga starfi sem þar er unnið og því sem við höfum þegar áorkað í þágu barnafjölskyldna í borginni. Nú á haustmánuðum er eins og reynt hafi verið að skapa ástæðulausa óvissu og tortryggni meðal foreldra og aðstandenda um að þjónusta leikskólanna í Reykjavík sé ekki nógu góð eða víðtæk, starfsemin sé á milli steins og sleggju. Því hefur jafnvel verið haldið fram að þjónusta við barnafólk sé verri en verið hefur og aðstæður á leikskólunum jafnvel stórhættulegar. Sagt er að á leikskólunum standi fólk verkefnalítið og í óvissu um framhaldið. Jafnframt hefur verið hamrað á því að starfsfólki leikskólanna sé bannað að tjá sig um hitt og þetta og orðið þöggun notað í því samhengi. Þetta er allt víðs fjarri sannleikanum. Ekki stendur til að segja neinum upp á leikskólum í Reykjavík. Engum hefur heldur verið bannað að tjá sig. Leikskólastjórar fengu á dögunum senda vinsamlega ábendingu í tölvupósti frá fagstjóra skóla- og frístundasviðs um að beina fyrirspurnum frá fjölmiðlum til upplýsingadeildar til að fyrirbyggja misskilning og tryggja samræmd og örugg svör frá borginni. Það eru aðeins fagleg vinnubrögð því Reykjavíkurborg vill veita skýr svör við sem flestu eins skjótt og auðið er. Að lokum vil ég segja þetta. Leikskólarnir í Reykjavík eru reknir með miklum myndarskap og aðbúnaðurinn hefur aldrei verið betri. Hér er eitt besta leikskólakerfi í heimi. Þennan mikla árangur ber fyrst og fremst að þakka því góða og faglega fólki sem vinnur á leikskólunum. Og þessu fólki, jafnt sem öðrum starfsmönnum Reykjavíkurborgar, er að sjálfsögðu frjálst að tjá sig opinberlega um hvaðeina sem því dettur í hug.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun