
Skemmtilegri leikskólar?
Það er ljóst að stóran hluta lausra plássa má nýta án þess að ráða starfsfólk. Til þess að fylla öll pláss og jafnvel bæta við plássum þarf hins vegar að ráða starfsfólk. Ef leikskólarnir eru nú þegar byggðir og þegar mannaðir nógu mörgum þá er erfitt að finna rökin gegn því að hleypa inn nokkrum börnum til viðbótar. Meirihlutinn hefur haldið því fram að meðalkostnaður við hvert barn sem sækir leikskóla í Reykjavík sé tvær milljónir á ári. Það má vel vera rétt. En þegar við erum að hugsa um að taka inn fleiri börn er það ekki meðalkostnaðurinn sem skiptir máli heldur viðbótarkostnaðurinn við að taka inn hvert barn. Og hann er örugglega mun nær því að vera núll en tvær milljónir.
Um þetta vill meirihlutinn ekki ræða. Yfirlýsingar hans fjalla um eitthvað allt annað. Í viðtölum talar hann um eitthvað allt annað. Til þess að tryggja stjórn sína á umræðunni á öll upplýsingamiðlun að fara í gegnum upplýsingafulltrúa. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru forkastanleg. Upplýsingarnar lágu fyrir í lok sumars en málið hefur aldrei verið rætt á vettvangi skóla- og frístundaráðs. Engin umræða hefur farið þar fram og ekkert hefur verið ákveðið á þeim vettvangi um málið. Sama á við um borgarráð. Það er ótækt að ákvarðanir sem þessar séu teknar af aðilum sem enginn þekkir á stöðum sem enginn veit um. Það eru verstu ákvarðanirnar – þær sem enginn tekur – því enginn ber þá ábyrgð á þeim.
Nú heldur meirihlutinn því fram að borgin haldi 40 plássum auðum svona upp á að hlaupa. Þetta er ekki rétt. Þetta er pólitísk ákvörðun hverju sinni. Engar verklagsreglur segja til um þetta. Borgarstjóri sagði í viðtali við RÚV þ. 9. nóvember að plássunum væri haldið til vara – svona til neyðar – „ef að við skyldum einhverra ástæðna vegna þurfa nauðsynlega á þeim að halda“. Heldur hann því þá fram að börnin sem nú bíða eftir plássum þurfi ekki á þeim að halda? Það geta því ekki talist góð vinnubrögð að halda 40 plássum auðum.
Það er alveg ljóst af yfirlýsingum meirihlutans að þau vilja ekki byrja að innrita börn fædd 2010 strax. Verður helst ráðið að þau vilji ekki innrita börn fædd 2010 í leikskóla fyrr en haustið 2012. En þá verður bróðurpartur barnanna orðinn tveggja ára. Fram að þeim tíma lætur meirihlutinn í Reykjavík sér það hins vegar í léttu rúmi liggja þó að laus pláss séu á leikskólum borgarinnar. Þetta er að mínu mati stöðnun. Áðurnefndur borgarfulltrúi hélt því fullum fetum fram í útvarpsviðtali að Reykjavíkurborg væri á góðum stað – að leikskólamálin væru á góðum stað í dag. Það get ég ekki tekið undir og allra síst nú eftir seinkun innritunar barna, sameiningar leikskóla, fækkun stjórnendastaða, minni undirbúningstíma starfsmanna og almennan niðurskurð í leikskólum.
Þetta er nefnilega ekki spurning um fjármagn heldur forgangsröðun og það er sorglegt að sjá kjörna fulltrúa skýla sér á bak við „bága fjárhagsstöðu borgarinnar“ þegar þeir þurfa að svara fyrir afturför í málefnum barna í leikskólum. Stefna meirihlutans í borginni ber vott um fádæma skilningsleysi á grunnstoðum og innviðum samfélagsins.
Reykvíkingar hafa fengið að finna tilfinnanlega fyrir því á eigin skinni og ekki er útséð með áhrifin af vondum ákvarðanatökum. Hann er því holur hljómurinn í kosningaloforði Besta flokksins um skemmtilegri leikskóla og mér er það til efs að menntamál borgarinnar eigi sér skjól í faðmi Samfylkingarinnar.
Skoðun

Gunnar Smári hvað er hann?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri
Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar

Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Forvarnir á ferð
Erlingur Sigvaldason skrifar

Vertu meðbyr mannúðar
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fegurð sem breytir skólum
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation
Marianne Elisabeth Klinke skrifar

Verður Frelsið fullveldinu að bráð?
Anton Guðmundsson skrifar

Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Ólafur Stephensen skrifar

Mataræði í stóra samhengi lífsins
Birna Þórisdóttir skrifar

Hvað varð um loftslagsmálin?
Kamma Thordarson skrifar

Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum
Inga Sæland skrifar

Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims
Snorri Másson skrifar

Ég kýs Magnús Karl sem rektor
Bylgja Hilmarsdóttir skrifar

Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda?
Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Lífið gefur engan afslátt
Davíð Bergmann skrifar

Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ
Árni Guðmundsson skrifar

Vitskert veröld
Einar Helgason skrifar

Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur
Arnar Sigurðsson skrifar

Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands
Eva Jörgensen skrifar

Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja
Friðrik Árnason skrifar

Nýjar ráðleggingar um mataræði
María Heimisdóttir skrifar

Börn með fjölþættan vanda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands
Clive Stacey skrifar

Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði?
Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Najlaa Attaallah skrifar

Heilinn okkar og klukka lífsins
Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar