Lét ekki stælana og lætin stoppa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 06:15 Ragna Ingólfsdóttir hefur ekki tapað á Iceland International mótinu síðan árið 2005. Mynd/Anton Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sigur á fimmta Iceland International-mótinu í röð þegar hún vann sigur á Akvile Stapusaityte frá Litháen eftir æsispenandi úrslitaleik. „Þetta var erfiður og mjög spennandi úrslitaleikur. Ég var búin að spila við hana áður og hef yfirleitt tekið hana nokkuð örugglega en hún spilaði bara rosalega vel í dag,“ sagði Ragna, en loturnar fóru 21-18, 17-21 og 21-17. „Það tók aðeins á taugarnar að ég er ekki búin að tapa leik á þessu móti síðan ég tapaði 2005. Það var draumurinn að geta tekið þetta fimm sinnum í röð og það er líka sterkt að vinna á heimavelli á Ólympíuári og fá öll þessi stig,“ sagði Ragna. „Þessi stelpa fór líka á Ólympíuleikana síðast og er að reyna að komast aftur núna,“ sagði Ragna, en litháíska stelpan reyndi allt til þess að taka hana á taugum. „Hún kom með þvílíkum baráttuhug inn í leikinn og öskraði í hverju einasta höggi. Hún var með dálítið mikla stæla á móti mér allan tímann. Ég byrjaði ekki að taka þátt í þessu fyrr en í oddalotunni. Þá byrjaði ég aðeins að öskra á móti og reyndi að fá áhorfendur til að klappa meira fyrir mér,“ segir Ragna, sem sneri lotunni sér í vil með frábærum spretti. „Ég var 9-11 undir í oddalotunni en náði að vinna átta bolta í röð eftir það og var þá komin í 17-11. Eftir það var þetta nokkuð öruggt. Hún mætti þarna til þess að reyna að gera einhverjar gloríur og það voru þvílík læti í henni. Það setti smá pressu á mig því hún var að reyna að pirra mig. Ég náði að loka á þetta og toppa á réttum tímapunkti í leiknum,“ sagði Ragna. Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu tvíliðaleik kvenna á mótinu en Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson urðu í öðru sætií tvíliðaleik karla. Innlendar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Sjá meira
Ragna Ingólfsdóttir tryggði sér sigur á fimmta Iceland International-mótinu í röð þegar hún vann sigur á Akvile Stapusaityte frá Litháen eftir æsispenandi úrslitaleik. „Þetta var erfiður og mjög spennandi úrslitaleikur. Ég var búin að spila við hana áður og hef yfirleitt tekið hana nokkuð örugglega en hún spilaði bara rosalega vel í dag,“ sagði Ragna, en loturnar fóru 21-18, 17-21 og 21-17. „Það tók aðeins á taugarnar að ég er ekki búin að tapa leik á þessu móti síðan ég tapaði 2005. Það var draumurinn að geta tekið þetta fimm sinnum í röð og það er líka sterkt að vinna á heimavelli á Ólympíuári og fá öll þessi stig,“ sagði Ragna. „Þessi stelpa fór líka á Ólympíuleikana síðast og er að reyna að komast aftur núna,“ sagði Ragna, en litháíska stelpan reyndi allt til þess að taka hana á taugum. „Hún kom með þvílíkum baráttuhug inn í leikinn og öskraði í hverju einasta höggi. Hún var með dálítið mikla stæla á móti mér allan tímann. Ég byrjaði ekki að taka þátt í þessu fyrr en í oddalotunni. Þá byrjaði ég aðeins að öskra á móti og reyndi að fá áhorfendur til að klappa meira fyrir mér,“ segir Ragna, sem sneri lotunni sér í vil með frábærum spretti. „Ég var 9-11 undir í oddalotunni en náði að vinna átta bolta í röð eftir það og var þá komin í 17-11. Eftir það var þetta nokkuð öruggt. Hún mætti þarna til þess að reyna að gera einhverjar gloríur og það voru þvílík læti í henni. Það setti smá pressu á mig því hún var að reyna að pirra mig. Ég náði að loka á þetta og toppa á réttum tímapunkti í leiknum,“ sagði Ragna. Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir unnu tvíliðaleik kvenna á mótinu en Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson urðu í öðru sætií tvíliðaleik karla.
Innlendar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Sjá meira