Lars mun ræða aftur við Heiðar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2011 07:00 Lars Lagerbäck ætlar að spjalla betur við Heiðar Helguson síðar og athuga hvort hann fáist til að spila fyrir landsliðið á ný. Mynd/Vilhelm Heitasti íslenski knattspyrnumaðurinn um þessar mundir er Dalvíkingurinn Heiðar Helguson. Heiðar hefur farið algjörlega á kostum með liði sínu, QPR, í síðustu leikjum og skoraði meðal annars tvö mörk gegn Stoke um helgina. Alls er hann búinn að skora fimm mörk í síðustu fimm leikjum liðsins. Það eru talsverð meiðsli hjá framherjum landsliðsins um þessar mundir en bæði Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru fótbrotnir og spila ekki aftur fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Heiðar tilkynnti í lok september að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu. Framherjinn er orðinn 34 ára gamall og vill einbeita sér að því að spila fyrir félag sitt. Frábær frammistaða hans upp á síðkastið hefur aftur á móti orðið þess valdandi að margir vilja sjá Heiðar endurskoða afstöðu sína og taka fram landsliðsskóna á nýjan leik. Hinn nýráðni landsliðsþjálfari Íslands, Svíinn Lars Lagerbäck, hitti Heiðar á dögunum og ræddi þann möguleika við leikmanninn að spila áfram með landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn fékk ekki jákvætt svar frá Heiðari þá en hann mun ræða við hann síðar um málið. „Ég var í London og ákvað að kíkja á völlinn. Þar sem Heiðar var að spila ákvað ég að kasta á hann kveðju eftir leikinn. Þetta var enginn fundur heldur stutt spjall svo við fórum ekkert almennilega yfir málin. Hann bauð mér aftur á móti að vera í sambandi við sig síðar og ég mun væntanlega gera það,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég get ekki fullyrt neitt um hvort hann spili aftur fyrir landsliðið eða ekki. Maður veit líka aldrei með leikmenn þegar þeir komast á aldur. Ég mun ræða við hann. Auðvitað mun ég reyna að snúa honum ef ég tel mig geta notað hann. Það sama á samt við um Heiðar og aðra leikmenn að ef þeir hafa ekki 100 prósent áhuga á að spila fyrir landsliðið þá spila þeir ekki.“ Svíinn hefur ekki formlega störf fyrir KSÍ fyrr en um áramótin en hann er enn að vinna fyrir sænska knattspyrnusambandið. Hans starf fyrir KSÍ fer því ekki á fullt fyrr en eftir jól. „Ég hef ekki skipulagt að hitta neina leikmenn enn sem komið er. Ég hef verið í smá sambandi við Eið Smára en aðeins í gegnum tölvupóst. Um miðjan næsta mánuð mun ég fara í að skipuleggja ferðir til þess að hitta leikmenn,“ sagði Lagerbäck en hann kemur síðan til landsins fljótlega eftir áramót. „Þá mun ég hitta mitt samstarfsfólk og skipuleggja starfið betur. Ég mun einnig ræða við þjálfarana á Íslandi. Svo þarf að skipuleggja vináttulandsleiki þannig að það verður nóg að gera.“ Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Heitasti íslenski knattspyrnumaðurinn um þessar mundir er Dalvíkingurinn Heiðar Helguson. Heiðar hefur farið algjörlega á kostum með liði sínu, QPR, í síðustu leikjum og skoraði meðal annars tvö mörk gegn Stoke um helgina. Alls er hann búinn að skora fimm mörk í síðustu fimm leikjum liðsins. Það eru talsverð meiðsli hjá framherjum landsliðsins um þessar mundir en bæði Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru fótbrotnir og spila ekki aftur fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Heiðar tilkynnti í lok september að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu. Framherjinn er orðinn 34 ára gamall og vill einbeita sér að því að spila fyrir félag sitt. Frábær frammistaða hans upp á síðkastið hefur aftur á móti orðið þess valdandi að margir vilja sjá Heiðar endurskoða afstöðu sína og taka fram landsliðsskóna á nýjan leik. Hinn nýráðni landsliðsþjálfari Íslands, Svíinn Lars Lagerbäck, hitti Heiðar á dögunum og ræddi þann möguleika við leikmanninn að spila áfram með landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn fékk ekki jákvætt svar frá Heiðari þá en hann mun ræða við hann síðar um málið. „Ég var í London og ákvað að kíkja á völlinn. Þar sem Heiðar var að spila ákvað ég að kasta á hann kveðju eftir leikinn. Þetta var enginn fundur heldur stutt spjall svo við fórum ekkert almennilega yfir málin. Hann bauð mér aftur á móti að vera í sambandi við sig síðar og ég mun væntanlega gera það,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég get ekki fullyrt neitt um hvort hann spili aftur fyrir landsliðið eða ekki. Maður veit líka aldrei með leikmenn þegar þeir komast á aldur. Ég mun ræða við hann. Auðvitað mun ég reyna að snúa honum ef ég tel mig geta notað hann. Það sama á samt við um Heiðar og aðra leikmenn að ef þeir hafa ekki 100 prósent áhuga á að spila fyrir landsliðið þá spila þeir ekki.“ Svíinn hefur ekki formlega störf fyrir KSÍ fyrr en um áramótin en hann er enn að vinna fyrir sænska knattspyrnusambandið. Hans starf fyrir KSÍ fer því ekki á fullt fyrr en eftir jól. „Ég hef ekki skipulagt að hitta neina leikmenn enn sem komið er. Ég hef verið í smá sambandi við Eið Smára en aðeins í gegnum tölvupóst. Um miðjan næsta mánuð mun ég fara í að skipuleggja ferðir til þess að hitta leikmenn,“ sagði Lagerbäck en hann kemur síðan til landsins fljótlega eftir áramót. „Þá mun ég hitta mitt samstarfsfólk og skipuleggja starfið betur. Ég mun einnig ræða við þjálfarana á Íslandi. Svo þarf að skipuleggja vináttulandsleiki þannig að það verður nóg að gera.“
Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki