Spilla þýsku liðin fyrir Lundúnaliðunum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2011 06:00 Michael Ballack leikur sinn 100. Evrópuleik á móti sínum gömlu félögum í Chelsea. Mynd/Nordic Photos/Getty Mest spennandi leikur kvöldsins í Meistaradeildinni verður ekki í Mílanó þar sem stórliðin AC Milan og Barcelona mætast heldur í Leverkusen þar sem Chelsea og Bayer Leverkusen geta bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. AC Milan og Barcelona hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum en spila um sigurinn í riðlinum í kvöld. Barcelona tryggir sér sigur í riðlinum með sigri en vinni AC Milan munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni. Arsenal og spútniklið APOEL Nicosia fara líka áfram með sigri í kvöld. Michael Ballack getur haldið upp á stór tímamót á ferli sínum með því að vinna sína gömlu félaga í Chelsea og koma Bayer Leverkusen áfram í 16 liða úrslitin. Ballack leikur sinn hundraðasta Evrópuleik á BayArena í kvöld. Bæði lið komast áfram með sigri þrátt fyrir að Chelsea hafi tveimur stigum meira. Valencia er stigi á eftir Leverkusen og verður enn með í baráttunni verði úrslit kvöldsins liðinu hagstæð. „Þetta eru sérstakar og skemmtilegar kringumstæður og ég hlakka mikið til að mæta mínum gömlu félögum. Við í Leverkusen höfum beðið lengi eftir að fá topplið eins og Chelsea í heimsókn á völlinn okkar,“ sagði Michael Ballack, en Leverkusen hefur unnið báða heimaleiki sína í Meistaradeildinni. Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deild og Meistaradeild og varnarleikur liðsins hefur verið gagnrýndur harðlega. „Það er vissulega áhyggjuefni hvað við erum að fá á okkur mörg mörk. Við þurfum að vera skipulagðari í okkar leik. Það sem skiptir öllu er að komast aftur á sigurbraut og þess vegna er þetta risastór leikur fyrir okkur,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sem er undir mikilli pressu eftir þrjú töp í síðustu fjórum deildarleikjum. Arsenal, sem getur tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í 16 liða úrslitum eins og Chelsea, tekur á móti Borussia Dortmund á heimavelli. „Leikurinn í London er eins og úrslitaleikur fyrir okkur. Við munum gefa allt í hann,“ sagði Kevin Grosskreutz, miðjumaður Dortmund, en þýska liðið er fjórum stigum á eftir Arsenal og þremur stigum á eftir Marseille sem er í öðru sæti og kemst áfram með sigri á Olympiakos og hagstæðum úrslitum á Emirates. „Það er næstum því ekkert betra en að vinna gott lið. Við þurfum að gera það aftur á móti Arsenal þó að það lið spili öðruvísi en Bayern,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, eftir sigurinn glæsilega á Bayern München um síðustu helgi. Robin van Persie og Arsenal-liðið hafa verið í miklum ham undanfarið. Theo Walcott hrósaði Hollendingnum. „Robin er einn af bestu framherjum heims, hann er frábær leiðtogi og við elskum að spila saman,“ sagði Theo Walcott, en van Persie hefur skorað 35 mörk á árinu, þar af 10 í síðustu 7 leikjum. „Það gera sér allir grein fyrir því að þetta er stórt kvöld fyrir okkur,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en hann getur þá stýrt Arsenal inn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar tólfta árið í röð.- óój Meistaradeild Evrópu Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Mest spennandi leikur kvöldsins í Meistaradeildinni verður ekki í Mílanó þar sem stórliðin AC Milan og Barcelona mætast heldur í Leverkusen þar sem Chelsea og Bayer Leverkusen geta bæði tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. AC Milan og Barcelona hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum en spila um sigurinn í riðlinum í kvöld. Barcelona tryggir sér sigur í riðlinum með sigri en vinni AC Milan munu úrslitin ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni. Arsenal og spútniklið APOEL Nicosia fara líka áfram með sigri í kvöld. Michael Ballack getur haldið upp á stór tímamót á ferli sínum með því að vinna sína gömlu félaga í Chelsea og koma Bayer Leverkusen áfram í 16 liða úrslitin. Ballack leikur sinn hundraðasta Evrópuleik á BayArena í kvöld. Bæði lið komast áfram með sigri þrátt fyrir að Chelsea hafi tveimur stigum meira. Valencia er stigi á eftir Leverkusen og verður enn með í baráttunni verði úrslit kvöldsins liðinu hagstæð. „Þetta eru sérstakar og skemmtilegar kringumstæður og ég hlakka mikið til að mæta mínum gömlu félögum. Við í Leverkusen höfum beðið lengi eftir að fá topplið eins og Chelsea í heimsókn á völlinn okkar,“ sagði Michael Ballack, en Leverkusen hefur unnið báða heimaleiki sína í Meistaradeildinni. Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deild og Meistaradeild og varnarleikur liðsins hefur verið gagnrýndur harðlega. „Það er vissulega áhyggjuefni hvað við erum að fá á okkur mörg mörk. Við þurfum að vera skipulagðari í okkar leik. Það sem skiptir öllu er að komast aftur á sigurbraut og þess vegna er þetta risastór leikur fyrir okkur,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sem er undir mikilli pressu eftir þrjú töp í síðustu fjórum deildarleikjum. Arsenal, sem getur tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í 16 liða úrslitum eins og Chelsea, tekur á móti Borussia Dortmund á heimavelli. „Leikurinn í London er eins og úrslitaleikur fyrir okkur. Við munum gefa allt í hann,“ sagði Kevin Grosskreutz, miðjumaður Dortmund, en þýska liðið er fjórum stigum á eftir Arsenal og þremur stigum á eftir Marseille sem er í öðru sæti og kemst áfram með sigri á Olympiakos og hagstæðum úrslitum á Emirates. „Það er næstum því ekkert betra en að vinna gott lið. Við þurfum að gera það aftur á móti Arsenal þó að það lið spili öðruvísi en Bayern,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, eftir sigurinn glæsilega á Bayern München um síðustu helgi. Robin van Persie og Arsenal-liðið hafa verið í miklum ham undanfarið. Theo Walcott hrósaði Hollendingnum. „Robin er einn af bestu framherjum heims, hann er frábær leiðtogi og við elskum að spila saman,“ sagði Theo Walcott, en van Persie hefur skorað 35 mörk á árinu, þar af 10 í síðustu 7 leikjum. „Það gera sér allir grein fyrir því að þetta er stórt kvöld fyrir okkur,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en hann getur þá stýrt Arsenal inn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar tólfta árið í röð.- óój
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira