Stokkað upp í stjórninni á næstu vikum 29. nóvember 2011 07:00 Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, nýtur ekki trausts í eigin þingflokki, þrátt fyrir eigin yfirlýsingar þar um. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær og kom þar fram megn óánægja með hvernig Jón hefur haldið á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hávær krafa kom fram um breytingar á ríkisstjórninni og er nú unnið að því að þær verði á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru menn þegar farnir að huga að hvernig breytingum á stjórninni verður háttað. Líklegast er að báðir stjórnarflokkarnir geri einhverjar breytingar á ráðherraliði sínu, en nefna má að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fer í fæðingarorlof á næstu mánuðum. Brotthvarf Jóns yrði því ekki einstök breyting heldur hluti af stærri aðgerðum. Stokkað yrði upp fyrir lokasprett kjörtímabilsins. Þingmenn Vinstri grænna kölluðu á þingflokksfundinum margir hverjir eftir lausn sem fæli í sér brotthvarf Jóns. Hann þykir hafa rofið trúnað með því að vinna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu á bak við félaga sína í þingflokki og ríkisstjórn. Þá eru margir félagar hans sérstaklega ósáttir við að hann hafi, án vitundar þeirra, leitað liðsinnis út fyrir raðir stjórnarflokkanna, til dæmis með því að fá Atla Gíslason, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, í starfshópinn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jón hafi tekið fálega í mögulegt brotthvarf úr ríkisstjórn. Raunar hafi hann sagt stjórnina falla með slíkum breytingum. Það kemur stjórninni í erfiða stöðu, þar sem hún hefur aðeins eins manns meirihluta. Atli Gíslason hefur látið hafa eftir sér að hann gæti hugsað sér að yfirgefa Alþingi. Seta hans í starfshópi Jóns vekur athygli, en hverfi hann af þingi tekur varamaður hans sæti, Arndís Sigurðardóttir. Hún styður stjórnina. Þá hefur verið rifjað upp að Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, hefur sagst myndu verja ríkisstjórnina falli. Á það gæti reynt við breytingarnar. Mikil vonbrigði eru innan stjórnarflokkanna með það hvernig Jón hefur haldið á sjávarútvegsmálum. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum átti áætlun um innköllun aflaheimilda og endurúthlutun að taka gildi 1. september síðastliðinn. Nú eru menn aftur á upphafsreit, eftir að ríkisstjórnin hafnaði drögum Jóns á föstudag. Þá þykir Jón hafa gengið á bak orða sinna þegar hann birti drögin á vefnum á laugardag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlaði ráðherranefnd í málinu að funda þann dag. Af því varð ekki.- kóp Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, nýtur ekki trausts í eigin þingflokki, þrátt fyrir eigin yfirlýsingar þar um. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær og kom þar fram megn óánægja með hvernig Jón hefur haldið á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hávær krafa kom fram um breytingar á ríkisstjórninni og er nú unnið að því að þær verði á næstu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru menn þegar farnir að huga að hvernig breytingum á stjórninni verður háttað. Líklegast er að báðir stjórnarflokkarnir geri einhverjar breytingar á ráðherraliði sínu, en nefna má að Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fer í fæðingarorlof á næstu mánuðum. Brotthvarf Jóns yrði því ekki einstök breyting heldur hluti af stærri aðgerðum. Stokkað yrði upp fyrir lokasprett kjörtímabilsins. Þingmenn Vinstri grænna kölluðu á þingflokksfundinum margir hverjir eftir lausn sem fæli í sér brotthvarf Jóns. Hann þykir hafa rofið trúnað með því að vinna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu á bak við félaga sína í þingflokki og ríkisstjórn. Þá eru margir félagar hans sérstaklega ósáttir við að hann hafi, án vitundar þeirra, leitað liðsinnis út fyrir raðir stjórnarflokkanna, til dæmis með því að fá Atla Gíslason, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna, í starfshópinn. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Jón hafi tekið fálega í mögulegt brotthvarf úr ríkisstjórn. Raunar hafi hann sagt stjórnina falla með slíkum breytingum. Það kemur stjórninni í erfiða stöðu, þar sem hún hefur aðeins eins manns meirihluta. Atli Gíslason hefur látið hafa eftir sér að hann gæti hugsað sér að yfirgefa Alþingi. Seta hans í starfshópi Jóns vekur athygli, en hverfi hann af þingi tekur varamaður hans sæti, Arndís Sigurðardóttir. Hún styður stjórnina. Þá hefur verið rifjað upp að Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, hefur sagst myndu verja ríkisstjórnina falli. Á það gæti reynt við breytingarnar. Mikil vonbrigði eru innan stjórnarflokkanna með það hvernig Jón hefur haldið á sjávarútvegsmálum. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum átti áætlun um innköllun aflaheimilda og endurúthlutun að taka gildi 1. september síðastliðinn. Nú eru menn aftur á upphafsreit, eftir að ríkisstjórnin hafnaði drögum Jóns á föstudag. Þá þykir Jón hafa gengið á bak orða sinna þegar hann birti drögin á vefnum á laugardag, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlaði ráðherranefnd í málinu að funda þann dag. Af því varð ekki.- kóp
Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira