Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2025 14:37 Framkvæmdir hafa staðið yfir í lengri tíma við Brákarborg eftir að í ljós kom að þak á skólanum var vanhannað. Stefnt var á að leikskólastarf hæfist í skólanum í október. Vísir/Anton Brink Leikskólastarfsmaður sem var handtekinn í síðustu viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni er starfsmaður á leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg í Reykjavík. Foreldrar hafa verið boðaðir til fundar með fulltrúum lögreglu síðdegis. RÚV greinir frá og segir foreldra ekki hafa upplýsta um málið fyrr en eftir fréttaflutning miðilsins af málinu í hádeginu í dag. Þá fyrst hafi Reykjavíkurborg sent tölvupóst á foreldra barna við skólann. Þar segir að málið hafi verið á borði Reykjavíkurborgar síðan í lok september. Hinn grunaði hafi ekki komið til starfa síðan hann var handtekinn af lögreglu. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og þótti lögreglu ekki tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald. María Björnsdóttir, leikskólastjóri á Brákarborg, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Brákarborg hefur verið töluvert til umfjöllunar undanfarin ár vegna tilfærslu á starfsemi skólans úr Brákarsundi í húsnæði við Kleppsveg þar sem kynlífstækjabúðin Adam og Eva var áður til húsa. Málin flæktust þegar í ljós kom að þak á skólanum var ekki nógu vel hannað. Starfsemin er nú öll sem stendur í Brákarsundi. Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg, sem einnig stendur við Ármúla, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á fleiri en tíu börnum. Hann sætir gæsluvarðhaldi og hefur gert í sjö vikur. Sögðu ekkert að beiðni lögreglu „Við skiljum mjög vel að fréttir eins og bárust ykkur rétt í þessu séu mikið áfall fyrir ykkur að lesa og það er eðlilegt að upplifa áhyggjur og hræðslu,“ segir í tölvupósti til foreldra. Þar er vísað á bækling með stuðningi við aðstandendur barns þegar grunur kviknar um kynferðisofbeldi eða áreitni. Bæði er varðað algeng viðbrögð og líðan en einnig ráð sem gott er að hafa í huga áður en rætt sé við börn sín. „Við viljum ítreka að viðkomandi starfsmaður er ekki í haldi lögreglu og er og verður ekki að störfum á meðan rannsókn málsins stendur. Að beiðni lögreglu sendum við ekki upplýsingar um málið með rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi en mál af þessu tagi eru mjög viðkvæm. Málin flækjast þegar þau birtast í fjölmiðlum og því töldum við rétt að upplýsa ykkur um málið áður en það birtist frétt um það á RÚV. Við biðjum ykkur að hafa í huga að við höfum engar frekari upplýsingar um málið og höfum heldur ekki heimild til að upplýsa vegna rannsóknarhagsmuna.“ Aðilar frá skóla- og frístundaviði verða í leikskólanum eftir hádegi í dag til að styðja við leikskólann og svara spurningum foreldra. Foreldrum er boðað til fundar klukkan 17 í dag þar sem fulltrúar lögreglu mæta ásamt fulltrúum frá skóla og frístundasviði. Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
RÚV greinir frá og segir foreldra ekki hafa upplýsta um málið fyrr en eftir fréttaflutning miðilsins af málinu í hádeginu í dag. Þá fyrst hafi Reykjavíkurborg sent tölvupóst á foreldra barna við skólann. Þar segir að málið hafi verið á borði Reykjavíkurborgar síðan í lok september. Hinn grunaði hafi ekki komið til starfa síðan hann var handtekinn af lögreglu. Honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og þótti lögreglu ekki tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald. María Björnsdóttir, leikskólastjóri á Brákarborg, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Brákarborg hefur verið töluvert til umfjöllunar undanfarin ár vegna tilfærslu á starfsemi skólans úr Brákarsundi í húsnæði við Kleppsveg þar sem kynlífstækjabúðin Adam og Eva var áður til húsa. Málin flæktust þegar í ljós kom að þak á skólanum var ekki nógu vel hannað. Starfsemin er nú öll sem stendur í Brákarsundi. Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg, sem einnig stendur við Ármúla, er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á fleiri en tíu börnum. Hann sætir gæsluvarðhaldi og hefur gert í sjö vikur. Sögðu ekkert að beiðni lögreglu „Við skiljum mjög vel að fréttir eins og bárust ykkur rétt í þessu séu mikið áfall fyrir ykkur að lesa og það er eðlilegt að upplifa áhyggjur og hræðslu,“ segir í tölvupósti til foreldra. Þar er vísað á bækling með stuðningi við aðstandendur barns þegar grunur kviknar um kynferðisofbeldi eða áreitni. Bæði er varðað algeng viðbrögð og líðan en einnig ráð sem gott er að hafa í huga áður en rætt sé við börn sín. „Við viljum ítreka að viðkomandi starfsmaður er ekki í haldi lögreglu og er og verður ekki að störfum á meðan rannsókn málsins stendur. Að beiðni lögreglu sendum við ekki upplýsingar um málið með rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi en mál af þessu tagi eru mjög viðkvæm. Málin flækjast þegar þau birtast í fjölmiðlum og því töldum við rétt að upplýsa ykkur um málið áður en það birtist frétt um það á RÚV. Við biðjum ykkur að hafa í huga að við höfum engar frekari upplýsingar um málið og höfum heldur ekki heimild til að upplýsa vegna rannsóknarhagsmuna.“ Aðilar frá skóla- og frístundaviði verða í leikskólanum eftir hádegi í dag til að styðja við leikskólann og svara spurningum foreldra. Foreldrum er boðað til fundar klukkan 17 í dag þar sem fulltrúar lögreglu mæta ásamt fulltrúum frá skóla og frístundasviði.
Lögreglumál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira