Langþráðar kosningar hófust í gær 29. nóvember 2011 00:30 Forsetaframbjóðandi í biðröðinni Amr Moussa, einn forsetaframbjóðenda og fyrrverandi leiðtogi Arababandalagsins, í biðröðinni fyrir utan einn kjörstaðanna.fréttablaðið/AFP Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. „Áður var tilgangslaust að kjósa. Raddir okkar skiptu nákvæmlega engu máli,“ hafði franska fréttastofan AFP eftir konu í Kaíró, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn á ævinni. Margir kjósendur þurftu reyndar að bíða nokkuð lengi. Kjörstaðir voru ekki allir opnaðir á réttum tíma, sums staðar vegna þess að kjörseðlar voru ekki komnir á staðinn í tæka tíð. Á Tahrir-torgi, þar sem þúsundir mótmælenda hafa hreiðrað um sig, var þó ekkert fararsnið á fólki. Enginn ætlaði að taka þátt í þessum kosningum af andstöðu við herforingjastjórnina, sem þeim finnst ekki hafa staðið sig í að koma á þeim lýðræðisumbótum sem byltingin í byrjun árs krafðist. Mótmælendur krefjast þess að herforingjastjórnin afhendi völd sín strax til borgaralegrar bráðabirgðastjórnar, og telja að kosningarnar verði í raun tilgangslitlar meðan herforingjarnir halda enn um valdataumana. Þetta var þó aðeins fyrsti kjördagurinn í löngu kosningaferli, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir miðjan mars. Neðri deild nýkjörins þings kemur fyrst saman 17. mars en efri deildin viku síðar. Skoðanakannanir benda allar til þess að Frelsis- og réttlætisflokkurinn fái flest atkvæði, varla minna en 20 prósent, en sá flokkur var stofnaður af Bræðralagi múslima, samtökum heittrúaðra múslima sem áratugum saman hafa haft mikil áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir að hafa verið að miklu leyti í ónáð stjórnvalda. Næststærsti flokkurinn verður að öllum líkindum Wafd-flokkurinn, sem leggur áherslu á að tryggja bæði markaðsfrelsi og borgaraleg réttindi, þar á meðal trúfrelsi og jafnrétti kynjanna. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. „Áður var tilgangslaust að kjósa. Raddir okkar skiptu nákvæmlega engu máli,“ hafði franska fréttastofan AFP eftir konu í Kaíró, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn á ævinni. Margir kjósendur þurftu reyndar að bíða nokkuð lengi. Kjörstaðir voru ekki allir opnaðir á réttum tíma, sums staðar vegna þess að kjörseðlar voru ekki komnir á staðinn í tæka tíð. Á Tahrir-torgi, þar sem þúsundir mótmælenda hafa hreiðrað um sig, var þó ekkert fararsnið á fólki. Enginn ætlaði að taka þátt í þessum kosningum af andstöðu við herforingjastjórnina, sem þeim finnst ekki hafa staðið sig í að koma á þeim lýðræðisumbótum sem byltingin í byrjun árs krafðist. Mótmælendur krefjast þess að herforingjastjórnin afhendi völd sín strax til borgaralegrar bráðabirgðastjórnar, og telja að kosningarnar verði í raun tilgangslitlar meðan herforingjarnir halda enn um valdataumana. Þetta var þó aðeins fyrsti kjördagurinn í löngu kosningaferli, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir miðjan mars. Neðri deild nýkjörins þings kemur fyrst saman 17. mars en efri deildin viku síðar. Skoðanakannanir benda allar til þess að Frelsis- og réttlætisflokkurinn fái flest atkvæði, varla minna en 20 prósent, en sá flokkur var stofnaður af Bræðralagi múslima, samtökum heittrúaðra múslima sem áratugum saman hafa haft mikil áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir að hafa verið að miklu leyti í ónáð stjórnvalda. Næststærsti flokkurinn verður að öllum líkindum Wafd-flokkurinn, sem leggur áherslu á að tryggja bæði markaðsfrelsi og borgaraleg réttindi, þar á meðal trúfrelsi og jafnrétti kynjanna. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira