Pálmi Rafn: Kostur að þurfa ekki að flytja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Pálmi Rafn Pálmason. Mynd/Stefán Pálmi Rafn Pálmason hefur fundið sér nýtt félag í norsku úrsvalsdeildinni en hann hefur yfirgefið Stabæk og mun spila með Lilleström næstu þrjú árin. Pálmi var að klára fjórða tímabil sitt með Stabæk en liðið á miklum fjárhagserfiðleikum og berst við það að forðast gjaldþrot. „Það er mjög ljúft að vera búinn að ganga frá þessu og geta farið heim í próf og frí án þess að hafa áhyggjur. Það var fínt að klára þetta,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason staddur á flugvellinum í Ósló á leiðinni heim til Íslands. „Það var annað í boði en þetta hljómaði spennandi og þetta er flottur klúbbur. Við þurfum líka ekki að flytja sem er plús. Þetta er í 20-25 mínútna fjarlægð frá Ósló, sem er mjög gott,“ sagði Pálmi. Þrír íslenskir leikmenn spiluðu með Lilleström á síðasta tímabili. Það eru markvörðurinn Stefán Logi Magnússon, miðjumaðurinn Stefán Gíslason og sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson. Hann náði því að vera norskur meistari á sínu fyrsta ári með Stabæk árið 2008 og segir að það væri gaman að upplifa slíkt aftur. Lilleström náði bara þrettánda sæti á síðasta tímabili og hefur ekki komist ofar en í tíunda sæti þann tíma sem Pálmi Rafn hefur spilað í Noregi. „Það er stefnan að gera eitthvað stórt á næsta ári og á næstu árum. Það er mikill metnaður í þeim og það er vonandi að við fáum það í gang,“ sagði Pálmi. „Pálmi er sókndjarfur miðjumaður sem bæði skorar og leggur upp mörk. Hann er dæmigerður íslenskur leikmaður sem er vinnusamur og passar því vel inn í okkar lið,“ sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður íþróttamála hjá Lilleström, á heimasíðu félagsins. „Þeir eru vanir því að hafa góða Íslendinga hjá sér og vænta þess sama frá mér líka,“ segir Pálmi, en fyrst er það skólinn sem kallar og því er enginn tími til að fagna nýjum samningi á næstunni. „Ég er í sálfræði í fjarnámi og það er próf strax á morgun. Ég þarf að reyna að fara að einbeita mér að því. Það var því léttir að ná að klára þetta. Ég fer síðan út eftir áramót og við byrjum að æfa 9. janúar,“ sagði Pálmi Rafn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason hefur fundið sér nýtt félag í norsku úrsvalsdeildinni en hann hefur yfirgefið Stabæk og mun spila með Lilleström næstu þrjú árin. Pálmi var að klára fjórða tímabil sitt með Stabæk en liðið á miklum fjárhagserfiðleikum og berst við það að forðast gjaldþrot. „Það er mjög ljúft að vera búinn að ganga frá þessu og geta farið heim í próf og frí án þess að hafa áhyggjur. Það var fínt að klára þetta,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason staddur á flugvellinum í Ósló á leiðinni heim til Íslands. „Það var annað í boði en þetta hljómaði spennandi og þetta er flottur klúbbur. Við þurfum líka ekki að flytja sem er plús. Þetta er í 20-25 mínútna fjarlægð frá Ósló, sem er mjög gott,“ sagði Pálmi. Þrír íslenskir leikmenn spiluðu með Lilleström á síðasta tímabili. Það eru markvörðurinn Stefán Logi Magnússon, miðjumaðurinn Stefán Gíslason og sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson. Hann náði því að vera norskur meistari á sínu fyrsta ári með Stabæk árið 2008 og segir að það væri gaman að upplifa slíkt aftur. Lilleström náði bara þrettánda sæti á síðasta tímabili og hefur ekki komist ofar en í tíunda sæti þann tíma sem Pálmi Rafn hefur spilað í Noregi. „Það er stefnan að gera eitthvað stórt á næsta ári og á næstu árum. Það er mikill metnaður í þeim og það er vonandi að við fáum það í gang,“ sagði Pálmi. „Pálmi er sókndjarfur miðjumaður sem bæði skorar og leggur upp mörk. Hann er dæmigerður íslenskur leikmaður sem er vinnusamur og passar því vel inn í okkar lið,“ sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður íþróttamála hjá Lilleström, á heimasíðu félagsins. „Þeir eru vanir því að hafa góða Íslendinga hjá sér og vænta þess sama frá mér líka,“ segir Pálmi, en fyrst er það skólinn sem kallar og því er enginn tími til að fagna nýjum samningi á næstunni. „Ég er í sálfræði í fjarnámi og það er próf strax á morgun. Ég þarf að reyna að fara að einbeita mér að því. Það var því léttir að ná að klára þetta. Ég fer síðan út eftir áramót og við byrjum að æfa 9. janúar,“ sagði Pálmi Rafn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira