Pálmi Rafn: Kostur að þurfa ekki að flytja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Pálmi Rafn Pálmason. Mynd/Stefán Pálmi Rafn Pálmason hefur fundið sér nýtt félag í norsku úrsvalsdeildinni en hann hefur yfirgefið Stabæk og mun spila með Lilleström næstu þrjú árin. Pálmi var að klára fjórða tímabil sitt með Stabæk en liðið á miklum fjárhagserfiðleikum og berst við það að forðast gjaldþrot. „Það er mjög ljúft að vera búinn að ganga frá þessu og geta farið heim í próf og frí án þess að hafa áhyggjur. Það var fínt að klára þetta,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason staddur á flugvellinum í Ósló á leiðinni heim til Íslands. „Það var annað í boði en þetta hljómaði spennandi og þetta er flottur klúbbur. Við þurfum líka ekki að flytja sem er plús. Þetta er í 20-25 mínútna fjarlægð frá Ósló, sem er mjög gott,“ sagði Pálmi. Þrír íslenskir leikmenn spiluðu með Lilleström á síðasta tímabili. Það eru markvörðurinn Stefán Logi Magnússon, miðjumaðurinn Stefán Gíslason og sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson. Hann náði því að vera norskur meistari á sínu fyrsta ári með Stabæk árið 2008 og segir að það væri gaman að upplifa slíkt aftur. Lilleström náði bara þrettánda sæti á síðasta tímabili og hefur ekki komist ofar en í tíunda sæti þann tíma sem Pálmi Rafn hefur spilað í Noregi. „Það er stefnan að gera eitthvað stórt á næsta ári og á næstu árum. Það er mikill metnaður í þeim og það er vonandi að við fáum það í gang,“ sagði Pálmi. „Pálmi er sókndjarfur miðjumaður sem bæði skorar og leggur upp mörk. Hann er dæmigerður íslenskur leikmaður sem er vinnusamur og passar því vel inn í okkar lið,“ sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður íþróttamála hjá Lilleström, á heimasíðu félagsins. „Þeir eru vanir því að hafa góða Íslendinga hjá sér og vænta þess sama frá mér líka,“ segir Pálmi, en fyrst er það skólinn sem kallar og því er enginn tími til að fagna nýjum samningi á næstunni. „Ég er í sálfræði í fjarnámi og það er próf strax á morgun. Ég þarf að reyna að fara að einbeita mér að því. Það var því léttir að ná að klára þetta. Ég fer síðan út eftir áramót og við byrjum að æfa 9. janúar,“ sagði Pálmi Rafn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason hefur fundið sér nýtt félag í norsku úrsvalsdeildinni en hann hefur yfirgefið Stabæk og mun spila með Lilleström næstu þrjú árin. Pálmi var að klára fjórða tímabil sitt með Stabæk en liðið á miklum fjárhagserfiðleikum og berst við það að forðast gjaldþrot. „Það er mjög ljúft að vera búinn að ganga frá þessu og geta farið heim í próf og frí án þess að hafa áhyggjur. Það var fínt að klára þetta,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason staddur á flugvellinum í Ósló á leiðinni heim til Íslands. „Það var annað í boði en þetta hljómaði spennandi og þetta er flottur klúbbur. Við þurfum líka ekki að flytja sem er plús. Þetta er í 20-25 mínútna fjarlægð frá Ósló, sem er mjög gott,“ sagði Pálmi. Þrír íslenskir leikmenn spiluðu með Lilleström á síðasta tímabili. Það eru markvörðurinn Stefán Logi Magnússon, miðjumaðurinn Stefán Gíslason og sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson. Hann náði því að vera norskur meistari á sínu fyrsta ári með Stabæk árið 2008 og segir að það væri gaman að upplifa slíkt aftur. Lilleström náði bara þrettánda sæti á síðasta tímabili og hefur ekki komist ofar en í tíunda sæti þann tíma sem Pálmi Rafn hefur spilað í Noregi. „Það er stefnan að gera eitthvað stórt á næsta ári og á næstu árum. Það er mikill metnaður í þeim og það er vonandi að við fáum það í gang,“ sagði Pálmi. „Pálmi er sókndjarfur miðjumaður sem bæði skorar og leggur upp mörk. Hann er dæmigerður íslenskur leikmaður sem er vinnusamur og passar því vel inn í okkar lið,“ sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður íþróttamála hjá Lilleström, á heimasíðu félagsins. „Þeir eru vanir því að hafa góða Íslendinga hjá sér og vænta þess sama frá mér líka,“ segir Pálmi, en fyrst er það skólinn sem kallar og því er enginn tími til að fagna nýjum samningi á næstunni. „Ég er í sálfræði í fjarnámi og það er próf strax á morgun. Ég þarf að reyna að fara að einbeita mér að því. Það var því léttir að ná að klára þetta. Ég fer síðan út eftir áramót og við byrjum að æfa 9. janúar,“ sagði Pálmi Rafn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira