Samtal um trú og samfélag 2. desember 2011 06:00 Spurningin um tilvist Guðs eða tilvist hins illa er ekki knýjandi í trúmálaumræðu dagsins. Trúarspurningar samtímans snúast fremur um sýn okkar á hið góða samfélag og um hlutverk og rými hins trúarlega innan þess. Um þetta fjallar samtalið um kirkju og skóla í höfuðborginni. Deilur um ákvörðun mannréttindaráðs Reykjavíkur endurspegla ágreining um sýnina á hið góða samfélag. Ekki er deilt um trúarbragðafræðslu. Námskrá grunnskóla er skýr og henni er fylgt eftir efnum og aðstæðum á hverjum stað. Deilurnar standa um þann félagslega umbúnað sem trú og trúariðkun nemenda er sniðið af skóla og menntayfirvöldum. Aðgerðir borgarinnar beinast að því starfi trúfélaga með börnum og unglingum sem getur flokkast sem boðun og skarast við tíma og rými skólans. Hér má nefna fermingarstarf sem krefst sveigjanleika frá hefðbundnu skólastarfi og tilboð um kirkjustarf í skipulögðum frístundum skólabarna. Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar byggir á þeirri sýn að trúin sé eitt af því mikilvæga í lífi manneskjunnar og þar með í samfélaginu. Gagnrýna má borgaryfirvöld fyrir að taka trúna út fyrir rammann og setja önnur viðmið fyrir tengsl trúfélaga og skóla en íþróttahreyfinga, skáta og tónlistarskóla. Þjóðkirkjan er stærsta trúfélagið í Reykjavík og á landinu öllu. Að mörgu leyti hefur kirkjan gengið hreint til verks. Hún hefur markað sér stefnu um aðgreiningu fræðslu sem er á ábyrgð skólans og boðunar sem kirkjan sinnir. Forsvarsmenn sókna og hverfisskóla hafa einnig nálgast málið af ábyrgð og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og fundið leiðir til að umgangast hið trúarlega sem hluta af fjölbreytileika samfélagsins. Samtalið um hið góða samfélag og hlutverk trúarinnar heldur áfram í kirkju, skóla og borg. Áskorunin er að draga úr tortryggni og efla traust. Aðferðin er samtal og hlustun með visku og skilningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Spurningin um tilvist Guðs eða tilvist hins illa er ekki knýjandi í trúmálaumræðu dagsins. Trúarspurningar samtímans snúast fremur um sýn okkar á hið góða samfélag og um hlutverk og rými hins trúarlega innan þess. Um þetta fjallar samtalið um kirkju og skóla í höfuðborginni. Deilur um ákvörðun mannréttindaráðs Reykjavíkur endurspegla ágreining um sýnina á hið góða samfélag. Ekki er deilt um trúarbragðafræðslu. Námskrá grunnskóla er skýr og henni er fylgt eftir efnum og aðstæðum á hverjum stað. Deilurnar standa um þann félagslega umbúnað sem trú og trúariðkun nemenda er sniðið af skóla og menntayfirvöldum. Aðgerðir borgarinnar beinast að því starfi trúfélaga með börnum og unglingum sem getur flokkast sem boðun og skarast við tíma og rými skólans. Hér má nefna fermingarstarf sem krefst sveigjanleika frá hefðbundnu skólastarfi og tilboð um kirkjustarf í skipulögðum frístundum skólabarna. Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar byggir á þeirri sýn að trúin sé eitt af því mikilvæga í lífi manneskjunnar og þar með í samfélaginu. Gagnrýna má borgaryfirvöld fyrir að taka trúna út fyrir rammann og setja önnur viðmið fyrir tengsl trúfélaga og skóla en íþróttahreyfinga, skáta og tónlistarskóla. Þjóðkirkjan er stærsta trúfélagið í Reykjavík og á landinu öllu. Að mörgu leyti hefur kirkjan gengið hreint til verks. Hún hefur markað sér stefnu um aðgreiningu fræðslu sem er á ábyrgð skólans og boðunar sem kirkjan sinnir. Forsvarsmenn sókna og hverfisskóla hafa einnig nálgast málið af ábyrgð og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og fundið leiðir til að umgangast hið trúarlega sem hluta af fjölbreytileika samfélagsins. Samtalið um hið góða samfélag og hlutverk trúarinnar heldur áfram í kirkju, skóla og borg. Áskorunin er að draga úr tortryggni og efla traust. Aðferðin er samtal og hlustun með visku og skilningi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun