Skattamálið reynist Venstre harla erfitt 13. desember 2011 11:00 Helle Thorning-Schmidt og Stephen Kinnock Stephen, eiginmaður forsætisráðherra Danmerkur, er sonur Neils Kinnock, fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins.nordicphotos/AFP Grunur um óréttmæt afskipti stjórnar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, af skattamálum núverandi forsætisráðherra eru óðum að snúast upp í martröð fyrir flokk Rasmussens, hægriflokkinn Venstre sem nú er í stjórnarandstöðu. Rannsóknarnefnd fær nú það verkefni að kalla bæði Rasmussen og Troels Lund Poulsen, sem var skattaráðherra í stjórn Rasmussens, í yfirheyrslur sem hugsanlega verður sjónvarpað beint. Sérfræðingar telja líkur á að málið geti endað fyrir landsdómi, komi í ljós að skattaráðuneytið hafi misnotað völd sín til að klekkja á pólitískum andstæðingi. Forsagan er sú að sumarið 2010 birtust í dönskum fjölmiðlum upplýsingar um persónuleg skattamál Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðin forsætisráðherra landsins. Grunsemdir vöknuðu um að hún og eiginmaður hennar, Stephen Kinnock, hefðu svikið undan skatti. Þau voru hreinsuð af þeim grun fáeinum vikum síðar, en undanfarið hefur athyglin beinst að því hver lak þessum persónuupplýsingum í fjölmiðla sumarið 2010. Vaxandi grunur beinist að Peter Arnfeldt, sem var fjölmiðlafulltrúi Poulsens, þáverandi skattamálaráðherra. Alvarlegast væri ef Poulsen eða starfsmenn hans í ráðuneytinu yrðu uppvísir að því að hafa reynt að hafa bein eða óbein afskipti af skattamálum þeirra hjóna. Sjálfur neitar Poulsen þessu og Rasmussen segist ekkert vita. „Við erum öll mjög spennt að sjá hve stór skaðinn verður,“ hefur danska dagblaðið Politiken eftir ónefndum talsmanni Venstre. Dönsku dagblöðin B.T. og Ekstra Bladet sitja einnig undir gagnrýni fyrir að hafa birt upplýsingarnar sem lekið var til þeirra. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Grunur um óréttmæt afskipti stjórnar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, af skattamálum núverandi forsætisráðherra eru óðum að snúast upp í martröð fyrir flokk Rasmussens, hægriflokkinn Venstre sem nú er í stjórnarandstöðu. Rannsóknarnefnd fær nú það verkefni að kalla bæði Rasmussen og Troels Lund Poulsen, sem var skattaráðherra í stjórn Rasmussens, í yfirheyrslur sem hugsanlega verður sjónvarpað beint. Sérfræðingar telja líkur á að málið geti endað fyrir landsdómi, komi í ljós að skattaráðuneytið hafi misnotað völd sín til að klekkja á pólitískum andstæðingi. Forsagan er sú að sumarið 2010 birtust í dönskum fjölmiðlum upplýsingar um persónuleg skattamál Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðin forsætisráðherra landsins. Grunsemdir vöknuðu um að hún og eiginmaður hennar, Stephen Kinnock, hefðu svikið undan skatti. Þau voru hreinsuð af þeim grun fáeinum vikum síðar, en undanfarið hefur athyglin beinst að því hver lak þessum persónuupplýsingum í fjölmiðla sumarið 2010. Vaxandi grunur beinist að Peter Arnfeldt, sem var fjölmiðlafulltrúi Poulsens, þáverandi skattamálaráðherra. Alvarlegast væri ef Poulsen eða starfsmenn hans í ráðuneytinu yrðu uppvísir að því að hafa reynt að hafa bein eða óbein afskipti af skattamálum þeirra hjóna. Sjálfur neitar Poulsen þessu og Rasmussen segist ekkert vita. „Við erum öll mjög spennt að sjá hve stór skaðinn verður,“ hefur danska dagblaðið Politiken eftir ónefndum talsmanni Venstre. Dönsku dagblöðin B.T. og Ekstra Bladet sitja einnig undir gagnrýni fyrir að hafa birt upplýsingarnar sem lekið var til þeirra. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira