Ísland þarf að svara til saka fyrir dómi - Fréttaskýring 15. desember 2011 03:00 samningum hafnað Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur í tvígang neitað að skrifa undir lög frá meirihluta Alþingis um lausn á Icesave-deilunni. Eftirlitsstofnun EFTA hefur nú stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn vegna deilunnar. fréttablaðið/valli Hvað þýðir málssókn ESA vegna Icesave? ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Stofnunin telur Ísland hafa brotið tilskipun um innstæðutryggingu. Þessi skoðun ESA á ekki að koma á óvart, stofnunin hefur haldið þessu fram um hríð. ESA sendi ríkisstjórn Íslands áminningarbréf í maí þar sem þessi skilningur stofnunarinnar var áréttaður. Stjórnvöld fengu frest til að svara því bréfi, en skiluðu rökstuddu áliti í október. Þar kom fram að innstæðueigendur í Hollandi og Bretlandi hefðu ekki borið skarðan hlut frá borði ef áætlanir um uppgjör þrotabús Landsbankans stæðust. Þær áætlanir hafa staðist og gott betur; útlit er fyrir yfir 100 prósent heimtur í forgangskröfur. Stjórnvöld bundu vonir við að það hefði áhrif á afstöðu ESA. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, ritaði stofnuninni bréf fyrr í vikunni þar sem farið var yfir stöðu þrotabúsins. Góð staða þess þýddi að Bretar og Hollendingar töpuðu ekki á málinu. ESA féllst ekki á þessar röksemdir og ítrekar álit sitt um meint brot Íslendinga. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar,“ segir Oda Helen Sletnes, forseti stofnunarinnar, í fréttatilkynningu. Orðalagið „án mismununar“ vekur upp spurningar hvort það þýði að Íslendingar verði að tryggja innstæður Breta og Hollendinga að fullu, líkt og gert var hér á landi, en ekki aðeins lágmarkstrygginguna, rúmlega 20 þúsund evrur. Trygve Melvang-Berg, upplýsingafulltrúi ESA, sagði hins vegar við Fréttablaðið að málið snerist aðeins um lágmarkstrygginguna. Lárus Blöndal, sem sat í nefnd um Icesave-viðræðurnar undir stjórn Lee Buchheit, segir að við stefnunni hafi mátt búast. Ekkert nýtt sé að finna í rökstuðningi ESA. „Menn vonuðust til að áhuginn á málssókn færi að minnka eftir því sem peningar færu að skila sér úr þrotabúinu, en svo hefur ekki verið.“ Lárus segir að búast megi við að niðurstaða fáist ekki úr málinu fyrr en eftir að minnsta kosti ár. Komist dómstóllinn að því að Íslendingar hafi mismunað innstæðueigendum gætu Bretar og Hollendingar beitt þeim rökum að það gildi ekki aðeins um lágmarkstrygginguna. Það þýðir kröfu um tæpa 1.200 milljarða í stað 670. Tapi Íslendingar málinu á einnig eftir að takast á um vexti. Bretar og Hollendingar féllust á 5,55 prósent vexti eftir nokkurt þóf. Þeir féllust á að lækka þá niður í 2,25 prósent, gegn því að fá aukinn hlut úr endurheimtum. Allsendis óljóst er hver krafan verður, tapi Íslendingar málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lítur ESA svo á að nauðsynlegt sé að fá úr málinu skorið, varðandi innstæðutrygginguna. Samningar um greiðslur á milli ríkja snerti ekki þá grundvallarspurningu. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Skroll-Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Hvað þýðir málssókn ESA vegna Icesave? ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur stefnt Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Stofnunin telur Ísland hafa brotið tilskipun um innstæðutryggingu. Þessi skoðun ESA á ekki að koma á óvart, stofnunin hefur haldið þessu fram um hríð. ESA sendi ríkisstjórn Íslands áminningarbréf í maí þar sem þessi skilningur stofnunarinnar var áréttaður. Stjórnvöld fengu frest til að svara því bréfi, en skiluðu rökstuddu áliti í október. Þar kom fram að innstæðueigendur í Hollandi og Bretlandi hefðu ekki borið skarðan hlut frá borði ef áætlanir um uppgjör þrotabús Landsbankans stæðust. Þær áætlanir hafa staðist og gott betur; útlit er fyrir yfir 100 prósent heimtur í forgangskröfur. Stjórnvöld bundu vonir við að það hefði áhrif á afstöðu ESA. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, ritaði stofnuninni bréf fyrr í vikunni þar sem farið var yfir stöðu þrotabúsins. Góð staða þess þýddi að Bretar og Hollendingar töpuðu ekki á málinu. ESA féllst ekki á þessar röksemdir og ítrekar álit sitt um meint brot Íslendinga. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar,“ segir Oda Helen Sletnes, forseti stofnunarinnar, í fréttatilkynningu. Orðalagið „án mismununar“ vekur upp spurningar hvort það þýði að Íslendingar verði að tryggja innstæður Breta og Hollendinga að fullu, líkt og gert var hér á landi, en ekki aðeins lágmarkstrygginguna, rúmlega 20 þúsund evrur. Trygve Melvang-Berg, upplýsingafulltrúi ESA, sagði hins vegar við Fréttablaðið að málið snerist aðeins um lágmarkstrygginguna. Lárus Blöndal, sem sat í nefnd um Icesave-viðræðurnar undir stjórn Lee Buchheit, segir að við stefnunni hafi mátt búast. Ekkert nýtt sé að finna í rökstuðningi ESA. „Menn vonuðust til að áhuginn á málssókn færi að minnka eftir því sem peningar færu að skila sér úr þrotabúinu, en svo hefur ekki verið.“ Lárus segir að búast megi við að niðurstaða fáist ekki úr málinu fyrr en eftir að minnsta kosti ár. Komist dómstóllinn að því að Íslendingar hafi mismunað innstæðueigendum gætu Bretar og Hollendingar beitt þeim rökum að það gildi ekki aðeins um lágmarkstrygginguna. Það þýðir kröfu um tæpa 1.200 milljarða í stað 670. Tapi Íslendingar málinu á einnig eftir að takast á um vexti. Bretar og Hollendingar féllust á 5,55 prósent vexti eftir nokkurt þóf. Þeir féllust á að lækka þá niður í 2,25 prósent, gegn því að fá aukinn hlut úr endurheimtum. Allsendis óljóst er hver krafan verður, tapi Íslendingar málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins lítur ESA svo á að nauðsynlegt sé að fá úr málinu skorið, varðandi innstæðutrygginguna. Samningar um greiðslur á milli ríkja snerti ekki þá grundvallarspurningu. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Skroll-Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira